Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 46
46 FÓKUS 18. apríl 2019 Tannhirða mikilvæg yfir páskana n Sykur sem kemur í klístruðu formi er verstur fyrir tennurnar n Bursta þarf tennurnar tvisvar sinnum á dag N ú líður senn að páskum og hefst þá sú hátíð sem inni- heldur líklega hvað mesta sælgætisátið. Það sem ein- kennir páskana gjarnan er góð- ur matur, sameiginleg fjölskyldu- stund, súkkulaði og spenntir krakkar. Þá er mikilvægt að hafa góða tannhirðu í huga en foreldrar gegna lykilhlutverki í tannvernd barna sinni. Það skiptir því miklu máli að vita hvað er þeim fyrir bestu svo tennur þeirra verði heil- ar í framtíðinni. Betra að borða allt í einu Það er vitað mál að sykur skemm- ir tennur. Eftir að hann kemur inn fyrir varir okkar breyta bakteríur í munninum honum í sýru sem leysir upp glerunginn. Þessi sýru- árás hefst aðeins nokkrum mínút- um eftir neyslu sykursins og hafa tannlæknar því ráðlagt fólki að forðast sykurneyslu á milli mála. Þegar kemur að tannhirðu þá skiptir minna máli hversu mikils sykurs er neytt, meira hve oft hans er neytt. Því telja tannlæknar skyn- samlegast að borða allan sykur- skammtinn í einu frekar en að dreifa honum yfir á marga daga. Sykur sem kemur í klístruðu formi, til dæmis karamellur, hlaup og lakkrís, er verstur fyrir tennurn- ar okkar. Hann situr lengi á þeim og skemmir þær. Mikilvægt að gæta hófs Íslendingar verða seint þekktir fyr- ir hófsemi enda eigum við það til að taka hlutina alla leið, þar eru páskarnir engin undantekning. Við viljum gera vel við okkur og kaupum okkur jafnvel nokkur páskaegg á mann. Þrátt fyrir að magn sykurs sé hans neytt á skömmum tíma hafi minni áhrif á tannhold okkar en ef við dreifum honum á marga daga þá er það mikilvægt heilsu okkar að reyna eftir bestu getu að gæta hófs þegar kemur að páskaeggjunum. Fylgj- ast með því hvað börnin okkar eru að láta ofan í sig og hjálpa þeim með hreinsun tannanna. Bursta þarf tennurnar tvisvar sinnum á dag, bæði kvölds og morgna, með flúortannkremi og þegar börnin hafa borðað mikið af sælgæti þarf sérstaklega að vanda sig. Þá þarf að hjálpa þeim við notkun á tann- þræði einu sinni á dag en með honum er hægt að ná óhreinind- um sem festast á milli tannanna. Segja má að málshátturinn „Allt er best í hófi“ eigi vel við á þessum árstíma og mættu margir breyta samkvæmt honum. n SKRÁNING OPNAR KL. 13:00 Á LAUGARDAG 31. ÁGÚST 2019 KIA BRONS 48 KM KIA GULL 106 KM KIA SILFUR 65 KM Kiagullhringurinn Kiagullhringurinn #kiagull www.kiagullhringurinn.is KIA Í SAMVINNU VIÐ FONTANA KYNNIR: SKEMMTILEGASTA HJÓLREIÐAKEPPNI ÁRSINS KIA GULL 2019 Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.