Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 2
2 18. apríl 2019FRÉTTIR Mikið hefur verið rætt um einstaka verkefni hins opinbera sem fóru fram úr fjárhagsáætl­ un. Braggamálið, Hlemmur mathöll, veislusalurinn í Garðabæ, Landeyjarhöfn og Vaðlaheiðargöng eru nýleg dæmi. Þetta er ekki nýtt af nálinni og má nefna til dæmis Perlan og Ráðhús Reykjavíkur fóru hressilega fram úr áætl­ un. Hér eru hins vegar 5 verk­ efni á vegum hins opinbera sem stóðust fjárhagsáætlun með sóma. Á þessum degi, 18. apríl 1506 – Hornsteinninn að Péturs­ kirkjunni í Róm er lagður. 1857 – Bók Allans Kardec, Le Livre des Esprits (e. The Spirits Book), er gefin út og markar upphaf spíritisma í Frakklandi. 1906 – Jarðskjálfti og eldar leggja stóran hluta San Francisco, í Kaliforníu í Bandaríkjunum, í rúst. 1909 – Jóhanna af Örk, Mærin frá Orleans, er tekin í dýrlingatölu í Róm. opinberar framkvæmdir sem stóðust fjárhagsáætlun Síðustu orðin „Ég vissi það! Ég vissi það! Fæddist á hóteli og, fjandinn hafi það, dey á hóteli.“ – Leikskáldið Eugene O’Neill (1888–1953) sem skildi við á hóteli í Boston. 1 3 52 4 Logi dansaði með Paris Hilton fram undir morgun L ogi Þorvaldsson er búsettur í London þar sem hann starfar við kvikmyndaframleiðslu. Um þessar mundir er hann staddur í Los Angeles í Bandaríkj- unum þar sem hann var að klára verkefni með Universal og vinnur nú í því að flytja til Bandaríkjanna. Á dögunum var Logi staddur í boði á vegum Pizzaslime á Coachella-hátíðinni en í þetta boð máttu einungis þeir mæta sem boðið var. Það vildi svo til að í sama boði var hótelerfinginn Paris Hilton. „Ég hef núna þrisvar sinnum endað í partíum þar sem hún hef- ur verið, en ég hef alltaf misst af henni eða ekki náð að kynna mig. Ég hef lengi talað um að við mun- um verða bestu vinir einn daginn og hef sent það út í kosmósið að við munum hittast. Í eftirpartíinu var Taco Bennett að DJ-a en síðast þegar Taco var að spila á viðburði sem ég var á, þá hitti ég framtíðar- eiginkonu mína, hana Kendall Jenner. Ég var því allt kvöldið að furða mig á því hvort hún færi ekki að koma,“ segir Logi í samtali við blaðamann. „Hún lét ekki sjá sig í þetta sinn en það gleymdist fljóttt þegar Hilton mætti og við kynntumst í svona boltasundlaug. Hún var rosalega leið vegna þess að hún hafði ekki fengið gefins púða í partíinu svo ég gaf henni minn og við lékum okkur í boltalandinu. Ég hafði litað hárið bleikt yfir helgina og hrósaði hún því og sagði: „That’s hot.“ Við ákváðum svo að taka mynd af okkur saman, vorum svo í hópi af fólki og héldum áfram að dansa í partíinu þar til hún fór heim í kringum klukkan sex um morguninn.“ n Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Þessa vikuna fær áhrifavaldurinn Sólrún Diego lastið fyrir að hafa auglýst vörur sem unnusti hennar seldi án leyfis framleiðanda. Ekki tók Sólrún það fram í auglýsingunni að um fyrirtæki unnustans væri að ræða og var umfjöllun hennar sett fram líkt og seljandinn væri óþekktur. Engar upplýsingar voru á síðunni um eignarhaldið. Eftir að frétt DV um málið birtist var síðunni snarlega kippt úr loftinu enda ekki allt með felldu þar inni. Sjálf sýndi Sólrún hroka á samfélagsmiðlum og hefur hún ekki enn beðið fylgjendur sína afsökunar. LOF & LAST – KR og Sólrún Diego Á mánudaginn tryggðu KR­ingar sér sæti í úrslitum Domino’s­deildar karla sjötta árið í röð eftir 93­108 stiga sigur á móti Þór í Þorlákshöfn. KR­ingar mættu mjög einbeittir og náðu forystu strax í leiknum. Með sigrinum unnu þeir þriðja leikinn gegn Þór og tryggði hann þeim sæti í úrslit­ um gegn annaðhvort Stjörnunni eða ÍR. Þau lið takast á í dag, fimmtudag, og skýrist því að leik loknum hverjir mótherjar KR verða í úrslitunum. Þessa vikuna fá því KR­ingar lofið fyrir framúrskarandi árangur og metnað. Magnús Ver verður afi Kraftakappinn Magnús Ver Magnús­ son er að verða afi. Í vikunni var það tilkynnt að dóttir hans og tengda­ sonur ættu von á barni. Verður það fyrsta barnabarn Magnúsar. Magnús er einn sigursælasti kraftamaður sögunnar og hefur unnið ótal titla, bæði í aflraunum og lyftingum. Meðal annars vann hann titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum á tíunda áratugnum. Magnús var í ítarlegu helgarviðtali fyrir skemmstu og ræddi þar um stærstu augnablikin á ferlinum, sam­ ferðamennina, heilsuna og fleira. DV óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.