Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 2
2 18. apríl 2019FRÉTTIR Mikið hefur verið rætt um einstaka verkefni hins opinbera sem fóru fram úr fjárhagsáætl­ un. Braggamálið, Hlemmur mathöll, veislusalurinn í Garðabæ, Landeyjarhöfn og Vaðlaheiðargöng eru nýleg dæmi. Þetta er ekki nýtt af nálinni og má nefna til dæmis Perlan og Ráðhús Reykjavíkur fóru hressilega fram úr áætl­ un. Hér eru hins vegar 5 verk­ efni á vegum hins opinbera sem stóðust fjárhagsáætlun með sóma. Á þessum degi, 18. apríl 1506 – Hornsteinninn að Péturs­ kirkjunni í Róm er lagður. 1857 – Bók Allans Kardec, Le Livre des Esprits (e. The Spirits Book), er gefin út og markar upphaf spíritisma í Frakklandi. 1906 – Jarðskjálfti og eldar leggja stóran hluta San Francisco, í Kaliforníu í Bandaríkjunum, í rúst. 1909 – Jóhanna af Örk, Mærin frá Orleans, er tekin í dýrlingatölu í Róm. opinberar framkvæmdir sem stóðust fjárhagsáætlun Síðustu orðin „Ég vissi það! Ég vissi það! Fæddist á hóteli og, fjandinn hafi það, dey á hóteli.“ – Leikskáldið Eugene O’Neill (1888–1953) sem skildi við á hóteli í Boston. 1 3 52 4 Logi dansaði með Paris Hilton fram undir morgun L ogi Þorvaldsson er búsettur í London þar sem hann starfar við kvikmyndaframleiðslu. Um þessar mundir er hann staddur í Los Angeles í Bandaríkj- unum þar sem hann var að klára verkefni með Universal og vinnur nú í því að flytja til Bandaríkjanna. Á dögunum var Logi staddur í boði á vegum Pizzaslime á Coachella-hátíðinni en í þetta boð máttu einungis þeir mæta sem boðið var. Það vildi svo til að í sama boði var hótelerfinginn Paris Hilton. „Ég hef núna þrisvar sinnum endað í partíum þar sem hún hef- ur verið, en ég hef alltaf misst af henni eða ekki náð að kynna mig. Ég hef lengi talað um að við mun- um verða bestu vinir einn daginn og hef sent það út í kosmósið að við munum hittast. Í eftirpartíinu var Taco Bennett að DJ-a en síðast þegar Taco var að spila á viðburði sem ég var á, þá hitti ég framtíðar- eiginkonu mína, hana Kendall Jenner. Ég var því allt kvöldið að furða mig á því hvort hún færi ekki að koma,“ segir Logi í samtali við blaðamann. „Hún lét ekki sjá sig í þetta sinn en það gleymdist fljóttt þegar Hilton mætti og við kynntumst í svona boltasundlaug. Hún var rosalega leið vegna þess að hún hafði ekki fengið gefins púða í partíinu svo ég gaf henni minn og við lékum okkur í boltalandinu. Ég hafði litað hárið bleikt yfir helgina og hrósaði hún því og sagði: „That’s hot.“ Við ákváðum svo að taka mynd af okkur saman, vorum svo í hópi af fólki og héldum áfram að dansa í partíinu þar til hún fór heim í kringum klukkan sex um morguninn.“ n Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Þessa vikuna fær áhrifavaldurinn Sólrún Diego lastið fyrir að hafa auglýst vörur sem unnusti hennar seldi án leyfis framleiðanda. Ekki tók Sólrún það fram í auglýsingunni að um fyrirtæki unnustans væri að ræða og var umfjöllun hennar sett fram líkt og seljandinn væri óþekktur. Engar upplýsingar voru á síðunni um eignarhaldið. Eftir að frétt DV um málið birtist var síðunni snarlega kippt úr loftinu enda ekki allt með felldu þar inni. Sjálf sýndi Sólrún hroka á samfélagsmiðlum og hefur hún ekki enn beðið fylgjendur sína afsökunar. LOF & LAST – KR og Sólrún Diego Á mánudaginn tryggðu KR­ingar sér sæti í úrslitum Domino’s­deildar karla sjötta árið í röð eftir 93­108 stiga sigur á móti Þór í Þorlákshöfn. KR­ingar mættu mjög einbeittir og náðu forystu strax í leiknum. Með sigrinum unnu þeir þriðja leikinn gegn Þór og tryggði hann þeim sæti í úrslit­ um gegn annaðhvort Stjörnunni eða ÍR. Þau lið takast á í dag, fimmtudag, og skýrist því að leik loknum hverjir mótherjar KR verða í úrslitunum. Þessa vikuna fá því KR­ingar lofið fyrir framúrskarandi árangur og metnað. Magnús Ver verður afi Kraftakappinn Magnús Ver Magnús­ son er að verða afi. Í vikunni var það tilkynnt að dóttir hans og tengda­ sonur ættu von á barni. Verður það fyrsta barnabarn Magnúsar. Magnús er einn sigursælasti kraftamaður sögunnar og hefur unnið ótal titla, bæði í aflraunum og lyftingum. Meðal annars vann hann titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum á tíunda áratugnum. Magnús var í ítarlegu helgarviðtali fyrir skemmstu og ræddi þar um stærstu augnablikin á ferlinum, sam­ ferðamennina, heilsuna og fleira. DV óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.