Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 6
6 18. apríl 2019FRÉTTIR
Íslenskur smáborgaraháttur
S
krautlegt var að fylgjast
með handtöku Julians
Assange úr fjarlægð. Ná-
unginn búinn að safna
skeggi í óbærilega leiðin-
legri margra ára vist í sendiráði
Ekvador í London. Svo leiðinlegri
að hann á víst að hafa kúkað upp
um alla veggi til að hafa ofan af
sér. Við Íslendingar tökum þetta
mál inn á okkur. Assange er okk-
ar maður, vinur Birgittu Jóns og
Kristins Hrafnssonar, Íslandsvin-
ur. Við horfum bara fram hjá því
að hann var ákærður fyrir nauðg-
un í Svíþjóð.
Svarthöfði fellir enga dóma um
hvað sé satt og rétt í máli Assange.
Svarthöfða finnst aftur á móti
athyglisvert hvernig Íslendingar
bregðast við þegar útlendingar
sýna landinu minnsta áhuga.
Eva Joly bauð fram aðstoð
sína við að taka til eftir hrunið og
var hún ekki fyrr búin að sleppa
orðinu en Íslendingar réðu hana á
svimandi háum launum og titluðu
þjóðardýrling. Þjóðinni til afsök-
unar þá var hún á sínum lægsta
punkti og hefði þegið jákvæða
athygli frá hvaða útlendingi sem
var.
Sumir útlendingar þurfa ekki
annað en að stíga hér niður fæti til
þess að verða titlaðir Íslandsvin-
ir og hljóta aðdáun okkar. Nefnir
Svarthöfði Georges Pompidou,
landa Evu Joly, í því samhengi.
Pompidou var einn ómerkilegasti
forseti Frakklands eftir stríð, en
hann hitti Nixon á Kjarvalsstöð-
um og þar með var hann kominn í
góðu bókina.
Ríkir karlar sem veiða hér lax
þykir okkur vera einstaklega flott-
ir. Við montum okkur meira af
þeim en þeir gera af löxunum
sem þeir veiða. Karl Bretaprins,
golfarinn Jack Nicklaus og
Cream-stjarnan Eric Clapton eru
meðal þeirra helstu. Flestum Ís-
lendingum væri nokk sama um
danska stjórnmálamanninn Uffe
Ellemann Jensen. En af því að
hann er meðal duglegustu er-
lendu laxveiðimannanna þá elsk-
um við hann og dáum. Sögusagn-
ir voru uppi um að Horst Tappert,
sem lék þýsku lögguna Derrick,
renndi fyrir lax í Aðaldal en því
miður fékkst það aldrei staðfest.
Það hefði verið upplyfting fyrir
þjóðarsálina.
Kórónan á íslenska smá-
borgarahættinum er og verður
sennilega alltaf Bobby Fischer.
Snarruglaður gyðingahatari sem
fyrir slysni fæddist með hæfileika
í skák og kom hingað til að tefla
í einvígi um heimsmeistaratitil-
inn. Eftir á að hyggja var senni-
lega ekki gott fyrir andlega heilsu
Íslendinga að fá þennan viðburð
hingað, því að við fórum yfir um.
Löngu seinna, þegar Bobby var
búinn að mála sig út í horn í hin-
um siðaða heimi, var honum
boðið hingað með pomp og prakt
og íslenskt vegabréf gefið út með
frygðarstunu landsmanna. Ekki
nóg með það því einnig sam-
þykkti þingheimur, nánast ein-
róma, að opna sérstakt safn til
heiðurs honum.
Við Íslendingar verðum að fara
að átta okkur á að útlendingar
eru fólk af holdi og blóði eins og
við hér heima og við megum ekki
missa alla rökhugsun þegar ein-
hver lítur í áttina til okkar. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Skjaldbökur geta andað með afturend-
anum.
Á Íslandi er bannað að reisa grafhýsi í
kirkjugörðum.
Keila var fundin upp í Egyptalandi til
forna, fyrir um 5.000 árum.
Stalín var með samvaxnar tær.
Fyrstu reiðhjólin sáust á Íslandi árið
1890.
YFIRHEYRSLAN
Hjúskaparstaða og börn?
Kvæntur og á tvær stúlkur, Kiru (9) og
Natalíu (4).
Fyrsta atvinnan?
Fréttamaður á Aðalstöðinni, þá fimmtán
ára gamall, hjá Ólafi heitnum Þórðarsyni.
Skemmtilegast að gera?
Ég nýt þess mjög að lesa bækur og hlusta á
góða tónlist, en skemmtilegast er að vera
með fjölskyldunni.
En leiðinlegast?
Að gera bókhaldið.
Býrðu yfir einhverjum leyndum
hæfileikum?
Efast um það. Vildi samt að ég gæti talað
frönsku og spilað betur á píanó.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Að vera ég sjálfur, ráð frá mömmu.
Hvaða bók hefðir þú viljað
skrifa?
The Murder of Roger Ackroyd eftir Agöthu
Christie.
Leiðinlegasta bók sem þú hefur
lesið?
Ég klára aldrei leiðinlegar bækur, ef mér líst
ekki á þær, þá legg ég þær bara frá mér. Lífið
er of stutt.
Fyrsti stjórnmálaflokkurinn
sem þú kaust?
Sjálfstæðisflokkurinn.
Hver myndi skrifa ævisögu
þína?
Þorvaldur Davíð, vinur minn, ég myndi
treysta honum til þess.
Hefur þú fallið á prófi?
Man ekki til þess.
Hvað er það sem heillar mest
við lögmennskuna?
Lögmennskan er fjölbreytt og getur opnað
á ýmiss konar tækifæri.
Hvaða ráð ertu með fyrir
rithöfunda sem eru
að stíga sín fyrstu
skref?
Byrja að skrifa og skrifa
helst eitthvað á hverjum
degi.
Ertu trúaður eða
trúir þú á æðri
mátt?
Ég trúi að minnsta
kosti á mátt orðsins.
Mannkostir
þínir?
Ég sit aldrei auðum
höndum.
En lestir?
Lestir eru bestir í
bókum, án þeirra
væru engar
glæpasögur.
Best að vera
lögfræðing-
ur, rithöf-
undur eða
kennari?
Rithöfundur, því ég er
einmitt að klára nýja bók
fyrir jólin þessa dagana.
Eitthvað að lokum?
Pössum upp á íslenskuna, hún er svo
dýrmætt tungumál.
Ragnar Jónasson hefur verið viðriðinn glæpi frá
unglingsaldri sem þýðandi spennusagna Agöthu
Christie, og sem einn vinsælasti rithöfundur landsins,
en bækur hans rata ítrekað á vinsældalista erlendis.
Ragnar starfar sem lögfræðingur á fjár fest ing ar
banka sviði Arion banka og er stundakennari við
lagadeild Háskólans í Reykjavík.
DV tók Ragnar í yfirheyrslu.
Hver er
hann
n Lék Jesús Krist
n Rekur veitingastað-
inn Veganæs
n Er úr mikilli tónlistar-
fjölskyldu
n Söng með hljómsveitinni Mínus
n Greindi nýlega frá ofbeldi í
Landakotsskóla
ODDUR HRAFN STEFÁN BJÖRGVINSSON (KRUMMI)
13698
Ragnar
Jónasson