Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 18
18 18. apríl 2019FRÉTTIR
E
nn hefur ekkert spurst til
Henrys Alejandros Jimenez,
tvítugs pilts sem yfirgaf
heimili sitt í í Torrevieja í
Alicante-héraði á nýársnótt eftir að
hafa rifist við íslenskan meðleigj-
anda sinn. DV greindi frá hvarfi
Henrys á dögunum. Móðir Henrys
furðar sig á því að Íslendingurinn,
sem bjó með Henry, hafi ekki ver-
ið handtekinn og fjölskyldan telur
fullvíst að Henry hafi ekki yfirgefið
íbúðina sjálfviljugur.
Árásin tilkynnt
Fram kom í frétt DV á dögunum
að þrír Íslendingar koma við sögu
í dularfullu mannshvarfsmáli sem
upp kom á Spáni í byrjun ársins.
Uppi eru getgátur um að málið
tengist andláti annars þeirra. Fram
kemur í spænskum miðlum að í lok
seinasta árs hafi íslenskur piltur
fundist látinn á sófa í íbúð sem
er í sama fjölbýlishúsi og þar sem
Henry býr. Fram kemur að dánar-
orsök piltsins hafi verið ofneysla.
Umræddur piltur leigði á þeim
tíma íbúð með tveimur öðrum Ís-
lendingum. Annar þeirra flutti til
Íslands eftir þetta en hinn varð eft-
ir á Spáni. Henry flutti inn til hans
eftir þennan hörmungaratburð.
Á gamlárskvöld var partí í
íbúð þeirra félaga, Henrys og Ís-
lendingsins. Samkvæmt frásögn-
um spænskra miðla kom til átaka
á milli þeirra tveggja seint um
kvöldið, sem endaði með því að
Íslendingurinn réðst á Henry.
Henry yfirgaf íbúðina í kjölfarið og
hefur ekki sést síðan. Ítrekuð leit
hefur engan árangur borið.
Fram kemur í spænskum miðl-
um að Guardia Civil-lögreglan hafi
yfirheyrt íslenska meðleigjandann,
sem og gestina sem staddir voru í
íbúðinni á gamlárskvöld. Hefur Ís-
lendingurinn staðfest að til átaka
hafi komið á milli þeirra tveggja
sem enduðu með því að hann
réðst á Henry. Þá kemur fram að
samkvæmt vitnis burði Íslendings-
ins var Henry „ekki í góðu ástandi“
þegar hann yfirgaf íbúðina. Fram
kemur að frásagnir þeirra sem
staddir voru í íbúðinni þetta kvöld
séu misvísandi.
Á vef spænska miðilsins
Cope kemur fram að hin meinta
árás Íslendingsins hafi verið til-
kynnt til lögreglu. Móðir Henrys,
Gina, segir að samkvæmt vin-
um sonar hennar hafi árásin ver-
ið harkaleg. Furðar hún sig á því
að árásarmaðurinn hafi ekki ver-
ið handtekinn. Hún segir son
hennar alltaf hafa treyst fólki í
blindni. „Hann er svo góðhjartað-
ur og ákvað þess vegna að fara að
búa með vini sínum, sem seinna
átti eftir að ráðast á hann,“ segir
hún og bætir við að sonur henn-
ar hafi kennt í brjósti um vininn,
sem hafi verið aleinn í útlöndum,
þar sem hann talaði ekki tungu-
málið. „Ég reyndi að fá hann til að
hætta við, vegna þess að ég treysti
ekki þessum vini hans,“ segir Gina
jafnframt. Líkt og kom fram í frétt
DV á dögunum þá fannst ann-
ar Íslendingur látinn í íbúðinni á
seinasta ári.
Aðstandendur að gefast upp
Spænski fréttamiðillinn Diario
Información fjallar einnig um mál-
ið. Andrés Jimenez, bróðir Henrys,
segir óskiljanlegt að hægt sé að
koma fram með svona margar
mismunandi frásagnir af því sem
átti sér stað í íbúðinni þetta kvöld.
Þá bætir hann við að fjölskyld-
an telji augljóst að Henry hafi
ekki yfirgefið íbúðina sjálfviljugur.
Hann hafi hvorki verið með síma
né skilríki á sér. Að sögn Andrésar
var bróðir hans með stóra drauma
varðandi framtíðina sem hann
var afar spenntur fyrir. Hann lýs-
ir Henry sem „harðduglegum og
með hjarta úr gulli.“
Andrés segir „harmleikinn“
hafa hafist daginn sem fjölskyldan
komst í kynni við „28 ára íslensk-
an karlmann“ sem seinna átti eftir
að gerast meðleigjandi Henrys.
Andrés segir að hann og Henry
hafi upphaflega komist í kynni við
íslenska manninn á bar þar sem
þeir fóru reglulega til að horfa á
fótbolta. Í kjölfarið hafi myndast
vinskapur á milli þeirra sem end-
aði með því að Henry flutti inn.
Andrés segir jafnframt að
margir af aðstandendum Henrys
séu búnir að gefast upp á leitinni,
þar á meðal vinir og kunningj-
ar Henrys sem voru með honum
seinustu klukkustundirnar áður
en hann hvarf. Henry hefur nú
verið týndur í meira en 100 daga.
„Það sem er verst af öllu er að
horfa upp á áhugaleysið hjá þeim
sem voru með honum þetta kvöld
og töldust til vina hans.“ n
NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR
KVÍSLARTUNGA 9, 270 MOSFELLSBÆR
86.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Parhús á 2 hæðum
286 M2
7
SKYGGNISBRAUT 26 - 28, 113REYKJAVÍK
64.800.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Fjölbýli
135 M2
5
LANGHOLTSVEGUR 85, 104 REYKJAVÍK
39.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Fjölbýli
76 M2
3
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT
Vilja Íslendinginn handtekinn
Ekkert hefur spurst til Henrys Jimenez„Ég reyndi að fá hann til að
hætta við, vegna þess að
ég treysti ekki þessum vini hans.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Henry Alejandro
Jiménez Hvarf í
byrjun árs.