Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 41
TÍMAVÉLIN 4118. apríl 2019
Vilko.is • Sími 452 4272 • Húnabraut 33 • 540 Blönduósi
Netverslun með
stærri einingar
Pökkuðu skemmtistað í gjafapappír
SÚKKULAÐISVINDLARINN
PLATAÐI SAMSTARFSFÓLK SITT
n Laug um látna ættingja n Nærri hálf milljón safnaðist„Ég verð
að leita
mér hjálpar
Á
rið 2000 greindi DV frá lygi-
legu máli sem upp kom
hjá sælgætisgerðinni Nóa-
-Siríus. Hafði starfsmaður
þar logið til um fráföll innan fjöl-
skyldu sinnar og uppskorið mikla
samúð samstarfsfólks og yfir-
manna. Söfnun var hrint af stað
fyrir manninn sem seinna fékk
viðurnefnið „súkkulaðisvindlar-
inn.“
Lygilegar hörmungar
Súkkulaðisvindlarinn starfaði hjá
Nóa-Siríus við gerð hins þekkta
súkkulaðikex Malta. Hann var
fimmtugur að aldri þegar mál-
ið kom upp í janúar árið 2000. Að
sögn samstarfsfólksins var hann
„óaðfinnanlegur starfsmaður;
mætti vel, var duglegur og hvers
manns hugljúfi.“
Maðurinn hafði fengið löm-
unarveiki á barnsaldri þegar hann
bjó á Akureyri og örlaði því eilítið
á spastískum einkennum í fari
hans.
Upphaf málsins má rekja
til þess dags þegar súkkulaðis-
vindlarinn mætti hálfgrátandi til
starfa í sælgætisverksmiðjuna.
Þegar verksmiðjustjórinn kom
til hans sagði hann að dóttir sín
hefði slasast alvarlega í bílslysi og
lægi milli heims og helju á spítala.
Hún var þá búsett í Stokkhólmi.
Bar hann sig mjög illa og fór það
ekki fram hjá öðru starfsfólki sem
sýndi honum samúð og stuðning.
Viku síðar kom súkkulaðis-
vindlarinn aftur grátandi til vinnu
og tilkynnti samstarfsfólki sínu að
móðir hans hefði fallið sviplega
frá. Harminum var alls ekki lok-
ið. Tveimur dögum eftir „andlát
móðurinnar“ átti dóttirin að hafa
látist á skurðarborði í Svíþjóð eft-
ir bílslysið. Átti hún að liggja þar
háls- og hryggbrotin og með ónýt
nýru.
Í grein DV þann 11. janúar seg-
ir:
„Mitt í öllum grátnum yfir volg-
um Malta-bitunum í verksmiðju-
sal Nóa-Siríus gat maðurinn þó
stunið því upp að hann saknaði
mjög seinni eiginkonu sinnar sem
lést úr krabbameini eftir aðeins 8
mánaða hjónaband. Hafði hann á
orði að nú hefði verið gott að hafa
hana sér við hlið.“
Engin jarðarför
Nú fannst starfsfólkinu nóg um.
Kleenex og klapp á bakið dygði
ekki lengur. Því var söfnun kom-
ið á fót innan fyrirtækisins fyrir
manninn. Skrifaði Örn Ottesen
fjármálastjóri þá ávísun upp á 200
þúsund krónur til að maðurinn
kæmist til Svíþjóðar.
Starfsfólkið skaut saman 96
þúsund krónum fyrir súkkulaðis-
vindlarann og stjórnendur fyrir-
tækisins lofuðu að jafna það
krónu fyrir krónu. Auk þess gáfu
foreldrar starfsfólksins í söfnun-
ina. Var takmarkið að safna alls
500 þúsund krónum. En þá komst
upp um svindlarann.
Það runnu tvær grímur á Örn
þegar svindlarinn sagði honum
að móðir hans hefði verið jörðuð í
skyndingu. Honum þótti flýtirinn
óeðlilegur og bað því verksmiðju-
stjórann að hringja í Fossvogs-
kapellu til að spyrjast fyrir um út-
förina. Þar var engin jarðarför í
gangi og enginn kannaðist við að
þar ætti að jarða umrædda konu.
„Það er að sjálfsögðu háalvar-
legt mál þegar fólk tekur upp á því
að leika sér á þennan hátt með til-
finningar annarra,“ sagði Örn við
DV á sínum tíma. „Maðurinn átti
samúð allra hér enda er ég á því
að hann ætti að fá verðlaun fyrir
leiklist, þvílík var frammistaða
hans.“
Súkkulaðisvindlarinn viður-
kenndi brot sín þegar DV hafði
samband við hann
„Ég verð að leita mér hjálpar.
Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég
ræð ekki við. Mig vantaði peninga
og því spann ég söguna upp.“ n
þótti þeim sérlega hættulegt að
klæða gamalt timburhús í gjafa-
pappír á föstudagskvöldi í mið-
bæ Reykjavíkur.
„Brunaeftirlitið mætti og
spurði okkur hvort við værum
með leyfi fyrir þessari uppá-
komu. Við sögðumst ekki vera
með það því miður. Þá var okk-
ur sagt að rífa þetta strax af hús-
inu. Við hringdum í Halldór, ljós-
myndara hjá Morgunblaðinu, og
báðum hann að drífa sig á stað-
inn til að ná mynd af þessu. Það
væri verið að fara að rífa papp-
írinn af. Hann rétt náði að koma
áður en brunaeftirlitið varð of
pirrað, en þeir voru samt búnir
að kalla lögguna til. Við reyndum
að rökræða við þá á meðan við
biðum eftir Halldóri,“ segir Kiddi
og brosir.
„Hann kom og náði einni
mynd og svo var allt rifið niður á
meðan staðið var yfir okkur. Það
tók ekki nema um tuttugu mín-
útur að rífa þetta af. En stemn-
ingin var í lagi alla helgina eins
og allar helgar á staðnum.“
Þrátt fyrir mikið stuð og upp-
ákomur lifði Déjá Vu ekki nema
í tvö eða þrjú ár. Kiddi og Nökkvi
Svavarsson héldu uppi stuðinu
á staðnum sem margir sakna úr
miðbænum. n
Déjá Vu Frétt
Morgunblaðsins 25.
mars árið 1995.
Súkkulaðisvindlarinn Fékk
samstarfsfólk til að safna stórfé.