Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 52
52 FÓKUS 18. apríl 2019 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk S tefán Örn Stefáns­ son, meistari í bifreiðasmíði, er heillaður af eldri bílum og hann hefur aldrei langað til að eiga nýja bíla. Heimilið ber bíla­ áhuga hans merki en í stofunni þjón­ ar Mercury Marquis, árgerð 1970, hlutverki sjónvarpsskenks. „Ég sá bílinn auglýstan til sölu í Þorlákshöfn, haugryðgaðan og handónýtan. Bíllinn var keypt­ ur í Sölu varnarliðseigna fyrir mörgum árum, svo stóð hann bara úti og maður sér á boddíinu hvernig ríkjandi vindátt var. En framendann gat ég notað í að gera það sem mig hafði alltaf að gera; sjónvarpskenk,“ segir Stefán Örn, sem gerði sér á sínum tíma ferð frá Ísafirði til Þorlákshafnar með sverðsög og slípirokk, skar fram­ endann af bílnum og keyrði með hann vestur. Önnur hugmynd var búin að blunda í Stefáni Erni í nokkurn tíma og nýlega lét hann verða af henni, að klæða sjónvarpsvegginn með timburfjölum. „Ég byrjaði á því að slípa timburfjalir til, bar á þær grámunarefni úr versluninni Sérefni og málaði mattsvartan lit á flötinn sem ég ætlaði að klæða, eftir að hafa dregið rafmagn í nýj­ ar dósir frá Johan Rönning,“segir Stefán Örn, sem varði deginum í að föndra fjalirnar á vegginn, mála vegginn í öðrum grátóni, hengja upp sjónvarpið og festa upp sjón­ varpsskenkinn. „Inni í honum er ég með heimabíóið, afruglarann, Play­ station­tölvuna og svo framvegis.“ Hér má sjá myndir af breytingunum. Stefán Örn Stefánsson Handlaginn meistari í bifreiðasmíði. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Sjónvarpsskenkurinn kominn upp á nýjum vegg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.