Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Qupperneq 52
52 FÓKUS 18. apríl 2019
PIZZERIA
DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
Stefán Örn breytti fornbíl í
sjónvarpsskenk
S
tefán Örn Stefáns
son, meistari í
bifreiðasmíði,
er heillaður af
eldri bílum og hann
hefur aldrei langað
til að eiga nýja bíla.
Heimilið ber bíla
áhuga hans merki
en í stofunni þjón
ar Mercury Marquis,
árgerð 1970, hlutverki
sjónvarpsskenks.
„Ég sá bílinn auglýstan til
sölu í Þorlákshöfn, haugryðgaðan
og handónýtan. Bíllinn var keypt
ur í Sölu varnarliðseigna fyrir
mörgum árum, svo stóð hann
bara úti og maður sér á boddíinu
hvernig ríkjandi vindátt var. En
framendann gat ég notað í að gera
það sem mig hafði alltaf að gera;
sjónvarpskenk,“ segir Stefán Örn,
sem gerði sér á sínum tíma ferð
frá Ísafirði til Þorlákshafnar með
sverðsög og slípirokk, skar fram
endann af bílnum og keyrði með
hann vestur.
Önnur hugmynd var búin að
blunda í Stefáni Erni í nokkurn
tíma og nýlega lét hann verða af
henni, að klæða sjónvarpsvegginn
með timburfjölum. „Ég byrjaði á
því að slípa timburfjalir til, bar á
þær grámunarefni úr versluninni
Sérefni og málaði mattsvartan lit
á flötinn sem ég ætlaði að klæða,
eftir að hafa dregið rafmagn í nýj
ar dósir frá Johan Rönning,“segir
Stefán Örn, sem varði deginum í
að föndra fjalirnar á vegginn, mála
vegginn í öðrum grátóni, hengja
upp sjónvarpið og festa upp sjón
varpsskenkinn.
„Inni í honum er ég með
heimabíóið, afruglarann, Play
stationtölvuna og svo framvegis.“
Hér má sjá myndir af
breytingunum.
Stefán Örn Stefánsson Handlaginn
meistari í bifreiðasmíði.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Sjónvarpsskenkurinn kominn upp á nýjum vegg