Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 25
Páskablaðið 18. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Krakkaklúbburinn Krummi hóf göngu sína á Listasafni Íslands haustið 2018. Krakka klúbburinn stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá í hverjum mánuði þar sem börnum og fjölskyldum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Ís- lands, skapa list og leika sér í nærandi umhverfi. Starfið er fyrir börn á öllum aldri og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið er meðal annars að fólk gangi að fjölbreyttri og vandaðri starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Listasafni Íslands. Metnaðarfull dagskrá Tenging við sýningar og starfsemi safnsins er ávallt höfð að leiðarljósi við dagskrárgerð Krakkaklúbbsins Krumma. Dagskráin er metnaðarfull og við leggjum mikið upp úr fjölbreytileika og viðburðum þar sem allir geta tekið þátt, börn og fullorðnir. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og Krakkaklúbburinn Krummi fer sífellt stækkandi. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir vönduðu barnastarfi á safninu okkar. Dagskráin er gefin út nokkra mánuði fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt tíma sinn með góðum fyrirvara. Viðburðirnir eru endurteknir tvisvar í mánuði þannig að sem flestir geti notið góðs af,“ segir Ragnheiður Vignisdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu. „Tvisvar sinnum í mánuði fyllist Listasafn Íslands af lífi þar sem börnin koma með foreldrum sínum, systkinum, ömmum og öfum í heimsókn og njóta samverunnar við hvert annað og skemmtilega starfs- ins sem hér er skipulagt í Krakka- klúbbnum Krumma. Listaverkin koma nefnilega á óvart og við erum alltaf að uppgötva eitthvað nýtt!“ Silkiþrykksmiðja Dæmi um viðburði sem Krakka- klúbburinn hefur staðið fyrir síðasta árið eru tónleikar, grafíksmiðjur, ritsmiðjur, fræðsla um miðalda- handrit, jólakortagerð, galdrasýning, landakortasmiðja, teiknismiðja með teiknikennurum og núna í apríl er silkiþrykksmiðja á dagskrá í tengslum við sýninguna Fjársjóður þjóðar. Hægt verður að koma með bol að heiman til að fá prentaða mynd á eða fá pappír á safninu og skapa sitt eigið silkiþrykk. Næsta silkiþrykksmiðja verður á dagskrá laugardaginn 27. apríl kl. 14–16 í Listasafni Íslands. Nánari upplýsingar um viðburði safnsins má nálgast á listasafn.is Listasafn Íslands er staðsett að Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík. Sími: 515-9600 Fylgstu með á Facebook: Listasafn Íslands og Instagram: Listasafn Íslands Listaverkin koma á óvart og við erum alltaf að uppgötva eitthvað nýtt! KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.