Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 18. apríl 2019 E inar Egilsson stefnir á inn- komu í íslenska kvikmynda- og þáttagerð. Hann skrifaði, ásamt Elíasi K. Hansen, ný- verið undir stóran samning við Pegasus um gerð sjónvarpsþátta en einnig sitja þeir við skriftir að bíómynd. Einar, sem áður starfaði í hljómsveitinni Steed Lord, ræddi við DV um þessi verkefni, æskuna, tónlistina og bílslysið sem breytti lífsviðhorfinu. Ólst upp á RÚV settinu Einar er Vesturbæingur að upp- runa, alinn upp við Ægissíðuna. Segja má að Ægissíða 64 hafi verið hjarta stórfjölskyldunnar. Þar bjó Einar með bróður sínum, for- eldrum, ömmu og afa til sex ára aldurs. Einar segir: „Amma mín dó þegar ég var orðinn ungur maður og afi flutti úr húsinu. Þá flosnaði upp úr þessu og ég áttaði mig á hversu stór hluti þetta var af okkur. Allt í einu var þessi kafli búinn og þessi klettur sem við gátum alltaf leit- að til á Ægissíðunni ekki lengur til staðar. Ég sakna þessa staðar mikið. Ég hef alltaf haft mjög sterk tengsl við sjóinn. Það voru örfá skref niður í fjöru. Þar lékum við okkur og horfðum á trillukarlana koma að og hengja fiskinn upp til þurrkunar. Flest sumur ferðuðu- mst við til Bandaríkjanna og á Flórída vorum við mikið á ströndinni. Ég tók mín fyrstu skref þar.“ Faðir Einars er Egill Eðvarðs- son, leikstjóri og dagskrárgerðar- maður til áratuga og hefur starfað við tónlist og myndlist svo eitt- hvað sé nefnt. Lengst af hefur Eg- ill starfað hjá Ríkissjónvarpinu og má segja að Einar hafi alist upp þar innandyra. „Ég var mikið „á setti“ eins og sagt er, hvort sem það var við upptökur hjá Hemma Gunn, gerð sjónvarpsmynda eða hvað það nú var. Ómeðvitað tók ég þetta allt saman inn. Mér var ekki kennt með beinum hætti, en ég sat og fylgdist með öllu sem fram fór. Seinna meir, þegar ég var farinn að leikstýra tónlistarmyndbönum og fleira, áttaði ég mig á því að ég bjó að þessari reynslu. Til dæmis við klippingar.“ Var menningunni haldið að þér? „Já, ég ólst upp á menningar- heimili. Margir af helstu lista- mönnum þjóðarinnar komu sem gestir. Þetta smitar auðvitað út frá sér, en við vorum samt ósköp venjuleg fjölskylda.“ Móðir Einars, Guðrún Val- gerður Bjarnadóttir, starfaði sem flugfreyja og fjölskyldan ferðaðist mikið. Einar segist einnig búa að þeirri reynslu, sérstaklega í ferðunum til Bandaríkjanna. Hugsaði ekki um að „meika það“ Einar hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. Í fermingargjöf fékk hann hljómborð og fór strax að feta sig áfram í hipphoppi og raftónlist. Hann gekk í Kvenna- skólann og var þar plötusnúður á skólaböllum og seinna, eftir skólagönguna, stofnaði hann hljómsveitina Steed Lord, með bræðrum sínum, Ella og Eðvarði, og unnustu sinni, Svölu Björgvins- dóttur, árið 2006. Þið spiluðuð mikið erlendis? „Já, aðallega. Þetta var á MySpace-tímabilinu. Þetta var svolítið sérstakur tími. Við vorum með hljómsveit og heimasíðu þar sem við vorum bókuð til að spila víðs vegar úti í heimi. Við vor- um hluti af ákveðinni hreyfingu. Danstónlistin var þarna að koma til baka úr dvala.“ Meðlimir Steed Lord ferðuð- ust út um allan heim og spiluðu á klúbbum og tónlistarhátíðum. Einar segir að eftirminnilegast hafi verið að spila í Mexíkó og við Svartahafið. Að heyra fólk syngja með lögunum hafi alltaf verið ómetanleg, sama hvort það voru fimm manns eða fimm þúsund. Var takmarkið að „meika það“? „Nei, aldrei. Auðvitað var gam- an að sjá að fólk vildi hlusta á það sem við vorum að skapa. En ég hef aldrei haft áhuga frægðinni sem slíkri eða „meika það“, ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir í sjálfu sér. Ég held að þetta sé eitt- hvað gamaldags hugarfar í okkur Íslendingum þar sem við höfum verið lítil og einangruð svo lengi. Tónlist er aðeins starfsgrein eins og hver önnur.“ Var flókið að starfa með maka og bræðrum í hljómsveit? „Já, mjög flókið,“ segir Einar. „En á sama tíma mjög gefandi. GERlf> GJEf>A- OG VERf>SAMANBURf> Nattsloppar og saengurfot MikiO urval - Flottar fermingargjafir � .... �--...... - - ' �.: ' . ., J • .;- Baldursnesi 6 - Akureyri Listhusinu Laugardal- Simi 581 2233 Baldursnesi 6, Akureyri - Simi 461 1150 OpiO virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 Umboclsallilar: I Husgagnaval - Hiifn f Hornafirlli I Bara snilld ehf. - Egilsstoclum Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / B ra s illd ehf. - Egi sstöðum GJÖF FYLGIR FERMINGAR- RÚMUM Einar snýr aftur frá Hollywood til að búa til bíó Ólst upp á RÚV - Bílslysið jákvæð lífsreynsla Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is M Y N D : H A N N A /D V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.