Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 27
Páskablaðið 18. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Fyrir mér er þetta fullveldis­mál. Ég vil að Íslendingar eigi orkuna og ég get ekki hugsað mér að við markaðsvæðum orku­ kerfið okkar ef við samþykkjum þings ályktunartillögur og frumvarp sem tengjast Orkupakka 3. Þá erum við þar með að tapa völdum yfir til stofnana í Evrópu og það vil ég ekki,“ segir Elínóra Inga Sigurðardóttir, stofnandi samtakanna Orkan okkar. Um er að ræða samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orku­ málum. Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn. Sigmar Vilhjálmsson athafna­ maður er í hópi þeirra sem eru alfarið á móti innleiðingu þriðja orkupakk­ ans. Segir hann það einnig vera leiðinlegt að sjá hvað það eru margir þarna úti sem nenna ekki að kynna sér þetta. „Hvernig getum við setið hjá og leyft þessu að gerast?“ spyr Sigmar. „Orkupakki 3 er stærra skref í þá átt að einkavæða orkuauðlindir okkar, við erum með 10 ára reynslu af Orkupakka 2 og reynslan er hærra orkuverð á öll heimili og fyrirtæki í landinu. Með Orkupakka 3 er verið að fara enn lengra í þeim málum. Á Íslandi er eitt lægsta orkuverð í heimi, orku fyrirtækin í landinu, sem eru í okkar eigu, eru að skila hagnaði til rík­ isins sem fer í innviðauppbyggingu og orkukerfið okkar er mjög stöðugt. Því í ósköpunum á að breyta því? Hvað er hægt að biðja um meira fyrir okkur sem þjóð? “ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, tekur í sama streng og er á móti vegferðinni allri. „Hún endar með því eftir að búið er að markaðsvæða orkuna, að þessi fyrirtæki verða sett á markað og seld. Þau hafna í höndum á fjár festum, innlendum eða erlendum, og það er að gerast núna. Það er þegar að gerast með vatnsréttindi víða um landið og það mun gerast með allan þennan geira. Þegar hvati er kominn inn í kerfið að virkja sem mest fyrir arðsemi, þá fer ég að biðja fyrir íslenskri náttúru.“ Þúsundir hafa þegar gengið í hópinn Orkan okkar á Facebook en í þann hóp eru allir velkomnir sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkupakka ESB hér á landi. Kynntu þér málið nánar á orkanokkar.is ORKAN OKKAR: „Hvernig getum við setið hjá og leyft þessu að gerast?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.