Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Qupperneq 9
26. apríl 2019 FRÉTTIR 9 samband við Kristján og tjáði hon- um að IHS væri tilbúin að endur- greiða honum kröfuna ef hann félli frá því að kæra málið til um- boðsmanns Alþingis. Skömmu síðar fékk Kristján alla upphæðina greidda inn á reikning sinn en hann fékk aldrei kvittun eða nokkuð formlegt erindi vegna þess gjörnings. „Ég tel að þetta hafi verið viður- kenning þeirra á því að þeir voru ekki að fara að lögum,“ segir Krist- ján en velta má vöngum yfir því hvort framganga IHS í málinu öllu geti talist fagleg og eðlileg. „Ég hef aldrei upplifað annan eins dónaskap“ Í ferlinu fékk Kristján viðtal hjá Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra IHS, til að semja um kröfuna. Sú framkoma sem Kristján varð fyrir á þeim fundi telur hann fráleita: „Allt í einu kemur hann með Braga Axelsson á fundinn, án þess að ræða það við mig, en ég var ekki kominn til að hitta hann,“ segir Kristján og var honum mjög brugðið við þetta. Kristján hafði þegar átt í samskiptum við Braga símleiðis sem honum þótti ein- kennast af hroka, yfirgangi og dónaskap af hálfu Braga. Krist- ján segir að soðið hafi upp úr á þessum fundi og telur framkomu Braga hafa verið með ólíkindum. Eru það algeng ummæli um for- stöðumanninn á Ísafirði eins og kemur fram víðar í þessari grein og fyrri umfjöllun DV um stofnunina. Hlutverk Innheimtustofnunar Rétt er hér að staldra við og minna lesendur á að hlutverk IHS er vissulega að innheimta meðlag með árangursríkum hætti og eðli- legt er að foreldrar sem ekki ala upp börn sín greiði því foreldri sem stendur straum af uppeldi þeirra meðlag. Meðlag með barni til 18 ára aldurs er 34.362 krónur á mánuði. Foreldri með forsjá er tryggð þessi upphæð af hálfu rík- isins en hlutverk IHS er að endur- heimta það sem út af ber til ríkis- sjóðs. Flest okkar þekkja einhverja eða hafa heyrt um einhverja sem skulda háar fjárhæðir í barnsmeð- lög. Fólk getur rétt ímyndað sér hversu miklir hagsmunir hér eru í húfi fyrir ríkið og hvað það er mikilvægt að fyrir hendi sé skilvirk og eftir atvikum hörð innheimtustarfsemi varðandi þessar skuldir. En getur verið að stofnunin fari stundum offari? Dæmið um loð- dýrabóndann í Skagafirði hér að framan er til vitnis um það, þar sem stofnunin virðist brjóta gegn eigin reglum og ganga fram af mikilli óbilgirni. Á heimasíðu IHS er ágætlega upplýsandi kafli (spurningar og svör) um meðlag. Þar segir með- al annars: „Í greiðsluerfiðleikum eru ýmis úrræði í boði fyrir meðlags- greiðendur. Umsóknum er skilað inná Mínum síðum eða með um- sóknareyðublaði sem finna má á heimasíðunni ásamt síðasta skatt- framtali umsækjanda og afriti þriggja síðustu launaseðla. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk stofn- unarinnar.“ Að teknu tilliti til þessa er margt sem bendir til þess að viðhorfið til meðlagsgreiðenda sé of neikvætt innan stofnunarinnar. Það hafa bæði meðlagsgreiðendur bent DV á (og vissulega eru þeir ekki hlutlausir) en einnig fyrrverandi starfsmenn. „Ég hef aldrei kunnað að meta baktal“ „Það er hlegið að fólki sem á virki- lega erfitt og er að biðja um náð og miskunn til að rétta sig af. Ég man til dæmis eftir þegar lögfræðing- ur hjá stofnuninni sagði frá þess- um bölvaða aumingja sem var að semja um barnsmeðlagið sitt og svo var hann bara grenjandi í sím- anum, eða eitthvað á þá leið.“ Þetta segir Hulda Ósk Eysteins- dóttir, fyrrverandi starfsmaður IHS. Hulda starfaði hjá stofnun- inni í Reykjavík á um það bil eins og hálfs árs tímabili, frá seinni hluta 2006 og inn á árið 2008. „Ég sagði upp korteri fyrir hrun,“ segir Hulda sem rekur snyrtistofu í dag og gengur vel. Hún varð hins vegar atvinnulaus um skeið eftir að hafa sagt upp störfum hjá IHS og verið neitað um meðmæli frá stjórn- endum stofnunarinnar. Hulda segir að henni hafi liðið illa allan sinn starfstíma hjá stofn- uninni, annars vegar vegna þess hvernig stjórnendur og annað starfsfólk töluðu um meðlags- greiðendur og hins vegar vegna þess að hún sjálf var lögð í einelti – að hennar sögn. „Ég fór alltaf ein í kaffi og mér var aldrei boðið að vera með í neinu, til dæmis ef safnað var saman í afmælisgjöf handa ein- hverjum, þá var ekki leitað til mín, en til allra annarra. Svo var pískrað og baktalað, þú finnur þegar verið er að pískra um þig,“ segir Hulda sem leitaði bæði til verkalýðsfé- lags síns og til þáverandi forstjóra stofnunarinnar vegna eineltisins, en „það vildi enginn gera neitt í þessu“. „Þegar ég hringdi eftir að ég hafði sagt upp og bað um með- mæli var bara sagt þvert nei og skellt á,“ segir Hulda sem starfaði í móttöku IHS í Lágmúla 9. Svo virðist sem samúð henn- ar með meðlagsgreiðendum hafi unnið gegn Huldu á vinnustaðn- um og átt þátt í meintu einelti gegn henni, ef miðað er við frá- sögn hennar: „Ég hef aldrei kunnað að meta baktal og yfirleitt geng ég burtu þegar verið er að tala illa um fólk. Þarna kom fólk að reyna að semja um skuldirnar sínar og það komu upp alls konar mál, til dæmis að barn skipti um föðurnafn en faðir- inn þarf samt að borga fullt meðlag – alls konar mál – og það var alltaf verið að gera lítið úr þessu fólki á vinnustaðnum,“ segir Hulda. „Ég var skömmuð fyrir að vera of lengi í símanum og hlusta á fólk,“ segir Hulda, sem segist ekki hafa þolað við í því andrúms- lofti sem hún segir hafa ríkt innan stofnunarinnar. Hæddust að meðlagsgreiðanda í FB-hópi Nokkuð athyglisvert og óvenju- legt er að starfsfólk IHS og makar þess eru með sameiginlegan Face- book-hóp, Starfsfólk IS og makar. DV hefur undir höndum skjáskot úr hópnum sem gæti verið nokk- uð lýsandi fyrir viðhorfið til með- lagsgreiðenda á meðal starfsfólks stofnunarinnar: Starfsmaður tekur ljósmynd af bíl meðlagsgreiðanda sem er að aka burtu frá höfuðstöðvum IHS í Lágmúla og deilir í hópnum með orðunum: „Bara venjulegur dagur í Lág- múlanum. Þessi á rauða bílnum var að sækja um frest.“ Margir starfsmenn setja síðan „læk“ eða hlátursmerki við færsl- una. Meðal þeirra er forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, sem setur hlát- ursmerki við. Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Innheimtustofnun sveitarfélaga sökuð um niður- lægjandi framkomu í garð meðlagsgreiðenda n Meint einelti og yfirgangur á vinnustaðnum n Forstjórinn hellti sér yfir starfsfólk eftir slaka útkomu í starfsánægjukönnun n Endurgreiddu kröfur til að forðast kæru til Umboðsmanns Alþingis Jón Ingvar Pálsson forstjóri IHS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.