Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 45
KYNNING Laugardaginn 27. apríl verður haldin glæsileg brúðkaups­kynning í Kúnígúnd í Kringlunni frá klukkan 13.00 til 17.00. Segja má að brúðkaups kynningin sé orðin að árlegum viðburði á veg­ um Kúnígúnd þar sem brúð hjónum er boðið að koma og kynna sér allt það helsta sem snýr að loka­ undirbúningnum fyrir stóra daginn. Kúnígúnd býður upp á sam setningu gjafalista fyrir brúð­ hjón, sem fer vaxandi í vinsældum, og býður inneign fyrir 15% af heildar­ upphæð þess sem verslað er fyrir af listanum. Á brúðkaupskynningunni fær Kúnígúnd til sín góða gesti úr ýmsum áttum. Til dæmis verða glæsilegar brúðartertur til sýnis og boðið upp á kökusmakk frá 17 sortum, þá verður skartgripaverslun Jens með fulltrúa sem sýnir það helsta í brúðarskartinu. M.a. glæsilegt skart frá Georg Jensen en Georg Jensen heimilisvörurnar hafa lengi verið fáanlegar í Kúnígúnd. Þá mun Blómagallerý sýna það vinsælasta í blómaskreytingum fyrir brúðkaupið og boðið verður upp á vínráðgjöf svo brúðhjón geti kynnt sér hvað hentar með matnum sem þau hafa valið í veisluna. Happdrætti og uppdekkað borð eftir Tobbu Marinós Gestir geta svo sótt sér innblástur og skoðað uppdekkað borð eftir Tobbu Marinós en hún hefur sett saman borð með fallegum borðbúnaði frá Kúnígúnd, allt frá dúkum og munn­ þurkum yfir í matarstell og hnífapör. Tobba hefur einnig tekið saman hugmyndir að flottum brúðargjöfum sem fást í Kúnígúnd svo gestir geta sótt innblástur hvort sem er fyrir sinn eigin gjafalista eða sem brúðkaups­ gestir. Einnig verður happdrætti fyrir brúðhjón sem mæta á staðinn og stofna brúðargjafalista samdægurs en brúðhjónin geta unnið glæsilegan hágæða steypujárnspott frá Le Creuset sem er sannkölluð lífstíðar­ eign. Í Kúnígúnd fæst mikið úrval af vönduðum borðbúnaði. Má þar helst nefna matarstellin frá Royal Copenhagen sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Einnig fæst þar mikið úrval af matarstellum frá Villeroy & Boch og Rosendahl ásamt fleirum. Glös eru nauðsynleg á veislu­ borðið og það er úr mörgu að velja í Kúnígúnd. Erik Bagger glösin vinsælu fást í mörgum stærðum og gerðum í Kúnígúnd ásamt vönduðum glösum frá Rosendahl, Georg Jensen, Home og fleira. Brúðkaupskynning Kúnígúnd er því kjörið tækifæri til þess að kynna sér allt það helsta sem snýr að loka­ skrefum í brúðkaupsundirbúningi; kökum, vali á blómum, skarti og brúðargjafalistum sem auðvelda brúðkaupsgestum lífið svo um munar þegar kemur að valinu á réttu brúðargjöfinni. Starfsfólk Kúnígúnd er stútfullt af sérþekkingu á sínum vörum og hjálpar brúðhjónum að setja upp hinn fullkomna brúðar­ gjafalista fyrir þeirra framtíðarheimili. Það er hægt að skrá sig á Facebook­viðburðinn á Facebook: Kúnígúnd Brúðargjafalista Kúnígúnd má kynna sér betur á vefsíðunni kunigund.is Brúðkaupskynning í Kúnígúnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.