Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Qupperneq 46
FERÐALÖG 26. apríl 201946 Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning Eyjan mín, Tenerife Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda ákváðu að búa einn vetur á eyjunni S næfríður Ingadóttir ferða­ bókahöfundur hefur búið á Tenerife í vetur, ásamt eig­ inmanni sínum, Matthíasi Kristjánssyni, og þremur dætrum þeirra, Bryndísi, 5 ára, Margréti Sóley, 9 ára, og Ragnheiði Ingu, 11 ára. „Eins og svo margir sem búa á norðlægum slóðum þá dreymdi okkur hjónin um að prófa að búa á sólríkari slóðum. Við höfum undanfarin ár ferðast mikið til Kanaríeyja á veturna og heillast mjög af eyjunum, ekki síst Tene­ rife. Eftir okkar síðasta ferðalag hingað ákváðum við að láta slag standa og prófa að búa hérna einn vetur. Við komum hingað síð­ astliðið haust og förum til baka í júní. Þessi vetur hefur liðið allt of hratt og það hefur verið heilmikið ævintýri að búa hérna. Við kom­ um hingað alveg mállaus og byrj­ unin var því ekki auðveld fyrir stelpurnar okkar sem fóru beint í spænskan skóla en þær eru núna altalandi á spænsku. Það verða mikil viðbrigði að koma aftur til Akureyrar þar sem við búum, því við erum orðin góðu vön hér hvað varðar hlýtt veðurfar og gott mataræði,“ segir Snæfríður, sem deilir nokkrum af sínum uppá­ haldsstöðum með lesendum DV. Kann vel við sig á Vindheima- melum „Við búum í strandbæ sem heitir El Médano og er á suðurhluta eyj­ unnar. Við komum hingað fyrst í íbúðaskipti fyrir nokkrum árum og heilluðumst af stemmingunni í þessum bæ. Þetta er alls ekki fal­ legasti bærinn á eyjunni, það er til dæmis nánast enginn gróður hérna. Íslenskir gárungar hér á eyjunni kalla bæinn Vindheima­ mela, því hér blæs mun meira en á flestöllum öðrum stöðum á eyj­ unni,“ segir Snæfríður. „Við kunn­ um hins vegar vel við rokið og dætur okkar eru að læra „vindsörf“ svo staðsetningin hentar okkur vel. Þessi bær er líka þægilega lít­ ill, það er allt í göngufæri hérna og skemmtilegt að ganga strand­ lengjuna á morgnana og alla leið upp á bæjarfjallið, Montana Roja.“ Aðspurð hvort hún vilji flytja á annan stað á eyjunni og þá hvaða stað, svarar Snæfríður að hún sé mjög ánægð í El Médano en ef hún myndi færa sig um set þá yrði borgin Puerto de la Cruz líklega fyrir valinu. „Hún er á norðurhluta eyjunnar og er algjör andstæða við El Médano. Borgin er gróður­ sæl og þar er mjög skemmtilegan arkitektúr að finna auk fjölbreytts úrvals af veitinga­ og kaffihúsum.“ Stemmingin á Tenerife friðsæl og fólk lífsglatt Tenerife er ekki stór eyja, um 50 sinnum minni en Ísland, en þrátt fyrir smæðina er eyjan afar afar fjölbreytt og margt að sjá og upp­ lifa að sögn Snæfríðar. „Það er þægilegt að ferðast um eyjuna og yfirleitt hægt að ná öllum áfanga­ stöðum í dagsferð, sem mér finnst mikill kostur. Hér eru engin árásar­ gjörn dýr en samt er loftslag og gróður mjög hitabeltislegur. Ekki spillir heldur fyrir hversu vinaleg­ ir íbúarnir eru og maturinn ferskur og fjölbreyttur. Stemmingin á eyj­ unni er í heildina mjög friðsæl og fólk almennt mjög lífsglatt. Það er mjög auðvelt að ferð­ ast um Tenerife á eigin bíl. All­ ir vegir, jafnvel minnstu fjallaveg­ ir, eru malbikaðir en einnig er gott strætókerfi hérna. Við fjölskyld­ an notum bílinn ekki mikið dags­ daglega þar sem öll þjónusta er í göngufæri við okkur, en við för­ um gjarnan í dagsferðir um helg­ ar. Um páskana prófuðum við að leigja húsbíl og ferðuðumst á hon­ um um eyjuna og það var áhuga­ verð upplifun. Fyrir örugga öku­ menn er alveg hægt að mæla með því, enda tiltölulega ódýrt að leigja húsbíl hérna.“ Kynnist matarmenningu heimamanna vel í matarboðum Aðspurð hvert fjölskyldan fari út að borða, bæði hversdags og til hátíðabrigða, svarar Snæfríður að þau reyni að heimsækja nýja staði í hvert sinn, en njóti þess þó líka að borða heima. „Þegar við förum út að borða þá verða iðulega spænsk­ ir hverfisstaðir fyrir valinu. Við reynum að heimsækja nýja staði í hvert sinn svo við eigum engan uppáhaldsstað sem við heimsækj­ um aftur og aftur. Við erum mjög hrifin af „guachinches“­menn­ ingunni hérna, veitingastöðum sem vínframleiðendur halda úti í þrjá mánuði á ári. Í vínræktarhér­ uðunum á norðurhluta eyjunnar er flesta þessa staði að finna. Við njótum þess annars að borða sem mest heima, því það er svo frábært úrval af góðri og ferskri matvöru í verslununum hérna. Við förum á bændamarkað einu sinni í viku og kaupum þar inn brakandi ferskt grænmeti og ávexti fyrir vikuna. Geitarostur er oft á borðum og að sjálfsögðu kanarísk vín. Við eigum mikið af spænskum vinum hér á eyjunni sem eru duglegir að bjóða okkur í mat um helgar og í gegn­ um öll þessi matarboð höfum við kynnst matarmenningu heima­ manna mjög vel.“ Á stuttbuxum allan veturinn Snæfríður segir að á Tenerife sé ekkert sem heitir „fyrir utan ferða­ mannatímabilið.“ „Það er alltaf góður tími til þess að heimsækja Tenerife því hér er alltaf gott veð­ ur. Fyrir Íslendinga sem eru að leita að vetrarsól þá er Tenerife, og Kanaríeyjar allar, mjög góð­ ur kostur því þær eru eini áfanga­ staðurinn í Evrópu þar sem hægt er að ganga að góðu veðri vísu yfir köldustu vetrarmánuðina,“ segir Snæfríður. „Júlí og ágúst eru heitu­ stu mánuðirnir en þar sem þetta er eyja er alltaf stutt í kælandi hafgolu svo það verður sjaldan óbærilega Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Fallegt landslag Séð yfir bæinn Los Gigantes á vestur- hluta eyjunnar. Fjallganga Snæfríður á göngu í Anaga- fjöllunum. Þessi gönguleið er ein af leiðunum sem lýst er í handbókinni Ævintýraeyjan Tenerife og liggur frá Cruz del Carmen til Chinamada. Bananarækt Það er mjög mikil bananaræktun á Tenerife. Snæfríður mælir með heimsókn á bananabú- garðinn Las Finca Margaritas þar sem hægt er að fræðast um þessar sérstöku plöntur og smakka á afurð- um úr bönunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.