Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 16
16 PRESSAN 31. maí 2019 Þ egar smygl rak á land á Azoreyjum árið 2001 grun- aði engan að það myndi hafa mikil áhrif á líf eyja- skeggja og hvað þá enn, tæpum tuttugu árum síðar. Um hálft tonn af kókaíni var að ræða. Ekki leið á löngu frá strandinu þar til kókaín- ið flæddi nánast um götur eyjunn- ar Sao Miguel. Efnið var mjög sterkt og enn þann dag í dag hefur þetta strand og það sem gerðist í kjölfarið mikil áhrif á líf eyjaskeggja. Það var um hádegisbil þann 6. júní 2001 sem heimamenn í Pilar da Bretanha, sem er sókn á norð- vesturtanga Sao Miguel, sáu 40 feta hvíta skútu sem rak stjórn- laust nærri klettabelti. Þeir höfðu aldrei séð bát af þessari stærð svona nærri þessum hluta strand- lengjunnar en þar er grunnt, sterkir straumar og hnífbeitt sker. Þeir töldu að hér hefði viðvaning- ur villst. En í raun var vanur sjó- maður við stýrið. Síðar fundust tvö ítölsk vegabréf, spænskt vega- bréf og fleira í fórum hans. Á öll- um þessum skilríkjum var mynd af þessum sama manni, 44 ára með veðraða húð og dökkt hrokk- ið hár. En nöfnin voru ólík í öllum þessum skilríkjum. Frá því í mars og þar til þennan júnídag hafði hann siglt tvisvar yfir Atlantshaf- ið frá Kanaríeyjum til Venesúela og aftur til baka. Hann átti að sigla skútunni til meginlands Spánar en heimferðin hafði verið erfið, vond veður og skútan hafði orðið fyrir skemmdum. Hann vissi að hann myndi ekki ná til Spánar án við- komu svo hann setti stefnuna á Sao Miguel sem er stærsta eyjan í Azoreyjaklasanum sem tilheyr- ir Portúgal. En hann gat ekki siglt beint inn í höfnina þar því ef yfir- GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta 577 5757 Kókaín Eyjan varð ekki söm. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Hálft tonn af kókaíni rak á land Breytti lífi eyjaskeggja til frambúðar Antonino Quinci Óheppinn kókaínsmyglari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.