Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 24
24 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR Hafþór Júlíus Björnsson – Frægustu vöðvar samtímans K raftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson er einn frægasti Ís­ lendingur samtímans, hann hefur getið sér gott orð í sinni íþrótt og hampað titlum í keppnum um sterkasta mann heims og Evrópu. Hafþór er með gælunafnið Fjallið og hefur leikið í fjölda auglýsinga, þar á meðal auglýst vatn af krafti, vakið athygli í sjónvarpsþáttun­ um Game of Thrones sem lauk núna í vor, auk myndbirtinga með Arnold Schwarzenegger og fleiri frægum. Hafþór er á meðal tekjuhæstu íþrótta­ manna Íslands, auk þess sem hann er sá vinsælasti á Instagram, þegar þetta er skrifað þá er hann með 2,4 milljónir fylgjenda. Hafþór gifti sig í fyrra og gekk und­ ir hárígræðslu. Eiginkonan er Kelsey Henson, en þau hafa verið saman síð­ an 2017. Hafþór er 2,05 metrar á hæð en kærasta hans, Kelsey Henson, er 1,57 á hæð og hefur hæðarmunurinn iðu­ lega vakið kátínu fylgjenda Hafþórs, auk margra miður fallegra athugasemda um parið. Hefur Hafþór meðal annars svar­ að þeim með því að spyrja viðkomandi hvað þeir hafi afrekað í lífinu, hann sé jú sterkasti maður heims. Ásakanir um heimilisofbeldi gagn­ vart fyrrverandi kærustum og sambýl­ iskonum koma einnig títt upp þegar nafn hans ber á góma, og hafa konur tengdar sem ótengdar þeim málum skrifað um­ mæli þess efnis á samfélagsmiðlum. Því svaraði Fjallið af fullum krafti og sagðist lögsækja konur létu slíkar athugasemdir falla, fyrir ærumeiðingar. Hafþór og Kelsey undirrituðu kaup­ mála í ágúst í fyrra þar sem allar eign­ ir hans eru séreign hans, þar undir falla Austurkór 117, 150 fermetra parhús, fast­ eignamat 65.850.000, Engihjalli 19, 78,1 fermetra íbúð, fasteignamat 29.850.000 krónur., Hamraborg 28, 52,4 fermetra íbúð, fasteignamat 25.300.000 krónur, hlutafé Hafþórs í einkahlutafélögunum Fjallið Hafþór ehf., Icelandic Mounta­ in Spirits ehf. og Thor’s Power ehf., auk eignarhluta hans í Thors Power Gym sf., auk allra líkamsræktartækja og annarra tækja í sal stöðvarinnar að Auðbrekku 2. Allt innbú að Austurkór auk allra hugverkaréttinda sem tengjast ímynd, persónu og íþróttaiðkun Hafþórs. Í september í fyrra barðist Hafþór við aðra fjárfesta á nauðungarsölu á Aust­ urkór um 20% eignarhlut fyrrverandi sambýliskonu hans, en íbúðin var sett á nauðungarsölu að ósk hennar sem lið­ ur í fjárhagslegu uppgjöri þeirra í kjölfar sambandsslitanna. Þau keyptu eignina í september 2016 og var Hafþór skráð­ ur fyrir 80% hlut í fasteigninni, en hans fyrrverandi 20%. Nauðungarsölunni lauk eins og áður segir með því að Haf­ þór keypti eignina fyrir 66,7 milljónir króna. Heimili: Austurkór 117, 150,0 fm Fasteignamat: 65.850.000 kr. Hafþór Júlíus Björnsson: Tekjublað DV 2018: 2.640.000 kr. MYND: HANNA/DV MYND: INSTAGRAM HAFÞÓR B altasar Kormákur Baltasarson út­ skrifaðist sem leikari vorið 1990 og vakti fyrst athygli sem Rómeó í verki Shakespeare, Rómeó og Júlía. Má segja að hjartaknúsaranum Baltasar hafi verið allir vegir færir eftir það, jafnt á leik­ sviðinu, bak við tjöldin og vélina sem leik­ stjóri, framleiðandi og handritshöfund­ ur og sem einn af myndarlegri mönnum landsins. Baltasar Kormákur hefur verið farsæll leikstjóri bæði á Íslandi sem erlendis, og umgengist stórstjörnur Hollywood. Breski leikarinn Idris Elba leikur í nýjustu mynd hans, Deeper, sem tökur hefjast á nú um mánaðamótin. Tök ur mynd ar inn ar munu fara fram í nýju mynd veri fram leiðslu fyr ir­ tæk is Baltas ars, RVK Studi os, í Gufu nesi og á hafi úti, lík lega á Faxa flóa. „Þetta verður senni lega fyrsta stóra mynd in sem verður tek in öll upp á Íslandi, stúd íóið býður upp á þann mögu leika, að gera þetta.“ Baltasar var kvæntur Lilju Sigurlínu Pálmadóttur, en parið var áberandi í rúm 20 ár, jafnt í samkvæmis­ og menningarlíf­ inu. Lilja er listamaður og hrossaræktandi og bjuggu hjónin í fallegu húsi að Mið­ stræti 7, ásamt stórum barnahópi, en þau áttu einnig eignina Hof í Skagafirði. Hof keyptu þau árið 2002, en faðir Lilju, Pálmi, kenndur við Hagkaup, Jónsson átti ætt­ ir að rekja þangað. Íbúðarhúsið að Hofi er teiknað og unnið af Studio Granda í sam­ ráði við Lilju og hefur hlotið tilnefningar og verðlaun á alþjóðavettvangi arkitektúrs. Fyrr á þessu ári skildu hjónin að borði og sæng og er Baltasar tekinn saman við listakonuna og leikmyndahönnuðinn Sunnevu Ásu Weisshappel. Baltasar keypti nýlega nýtt heimili að Smáragötu 10, 375 fermetra hús sem byggt var árið 1931. Afsali hefur verið þinglýst en kaupverðs er ekki getið í því, þó má ætla að eignin hafa kostað yfir 200 milljónir króna. Baltasar Kormákur – Af fjölunum í fremstu röð kvikmyndabransans Heimili: Smáragata 10, 375,6 fm Fasteignamat: 161.800.000 kr. Baltasar Kormákur Baltasarson Tekjublað DV 2018: 1.545.000 kr. PHOTOGRAPHY © SIGURGEIR SIGUR-JÓNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.