Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 26
26 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
Guðlaugur og Ágústa – Á ferð og flugi
G
uðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra hefur setið á þingi fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn í sextán ár.
Auk þess var hann í borgarstjórn
Reykjavíkur í átta ár, frá 1998 til 2006. Á
árunum 2007 til 2009 gegndi hann stöðu
heilbrigðisráðherra og er hann talinn vera
því næst sjálfkjörinn sem arftaki Bjarna
Benediktssonar í formannsstól flokksins.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri
Hreyfingar, hefur verið einn helsti líkams-
ræktarfrömuður landsins um langt skeið.
Árið 2017 settist hún í stjórn Bláa Lóns-
ins, en í gegnum eignarhaldsfélagið Bog-
manninn á hún tæplega þriggja prósenta
hlut í Bláa Lóninu.
Guðlaugur og Ágústa fóru að stinga
saman nefjum í kringum aldamótin en
áður var Ágústa gift Hrafni Friðbjörnssyni
líkamsræktarfrömuði.
Guðlaugur og Ágústa búa í veglegu
einbýlishúsi í Grafarvoginum, með tvö-
földum bílskúr.
Guðlaugur og Ágústa ferðast mik-
ið, bæði innan- og utanlands á framandi
slóðum, og því er hægt að fullyrða að
staða utanríkisráðherra henti Guðlaugi
einkar vel.
Logafold 48 Glæsihýsi í Grafarvoginum.
Heimili: Logafold 48, 197,3 fm
Fasteignamat: 62.900.000
Guðlaugur Þór Þórðarson:
Tekjublað DV 2018: 1.893.000 kr.
Ágústa Johnson:
Tekjublað DV 2018: 496.000 kr.
Hrefna Sætran – Staffinu boðið á fína veitingastaði erlendis
Á
rið hefði getað byrjað betur hjá stjörnu-
kokkinum og veitingastaðaeigandanum Hr-
efnu Rósu Sætran. En nýverið þurfti hún að
loka Skelfiskmarkaðinum, sem hún opnaði
í ágústmánuði í fyrra. Hrefna rekur enn þá tvo aðra
veitingastaði, Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn.
Hafa þeir verið tveir af allra best reknu stöðunum í
miðbæ Reykjavíkur um marg a ára skeið. Auk þess
á fyrirtæki hennar hluta í barnum Skúla Craft Bar.
Hrefna, sem er 38 ára göm l, hefur verið mjög
áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár. Hún hef-
ur meðal annars stýrt matreiðsluþáttum, gefið
út matreiðslubækur og eigin vörulínur. Þá hann-
ar hún góðgerðarpítsu Domino’s sem vakið hef-
ur mikla lukku. Hún byrjaði sem kokkur og byggði
smám saman upp veldi sitt en erfiðasta hjallann
hefur hún sagt hafa verið áhrif gossins í Eyja-
fjallajökli.
Hrefna býr með manni sínum, Birni
Árnasyni ljósmyndara, í snotru einbýlis-
húsi í Skerjafirðinum. Gifting þeirra fór
fram að ásatrúarsið. Eiga þau saman
tvö börn og kött. Fluttu þau inn á neðri
hæðina árið 2011 en árið 2017 keyptu
þau þá efri líka.
Hluti af skýringu velgengni Grill-
og Fiskmarkaðarins er kannski
fólginn í því að vel er gert við
starfsfólkið. Hrefna býður
þeim stundum til útlanda, til
dæmis til Lundúna, þar sem
farið er á fína veitingastaði.
Fossagata 6 Heimili Hrefnu í Skerjafirðinum.
Heimili: Fossagata 6, 176,2 fm
Fasteignamat: 87.500.000 kr.
Hrefna Rósa Sætran:
Tekjublað DV 2018: 1.120.000 kr.Byggði upp veldi Hrefna Sætran
byrjaði sem óbreyttur kokkur.
MYND: INSTAGRAM HREFNA