Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 36
36 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR „Frábær þjónusta og þægilegt að hafa einhvern sem sér um þetta frá A-Ö, takk strákar fyrir allt” — Agnes Kr Gestsdóttir - Eigandi Leanbody ehf. STAFRÆN AUGLÝSINGASTOFA KEY OF MARKETING SÉRHÆFUM OKKUR Í MARKAÐSSETNINGU FYRIRTÆKJA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Bragi Valdimar – Íslenskugúrú og auglýsingamógúll F áir hafa jafn gott vald á íslenskri tungu og kunna að beita henni á jafn spaugi- legan hátt og Bragi Valdimar Skúla- son. Bragi sló í gegn með kántrí- og ábreiðuhljómsveitinni Baggalúti. Jólatón- leikar sveitarinnar í Háskólabíói eru orðn- ir að árlegri hefð hjá mörgum Íslending- um. Tekjurnar af tónleikunum hafa verið hátt í hundrað milljónir á einu ári. Þá hefur sveitin einnig gefið út plötur og risasmelli á borð við Mamma þarf að djamma. Textasmíð eru ær og kýr Braga og hefur hann nýtt hæfileika sinn á öðrum sviðum en í lagagerð. Bragi er einn fjögurra eigenda auglýsingastofunnar Brandenburgar sem var nýverið valin auglýsingastofa ársins, þriðja árið í röð. Þá hefur stofan gjarnan unnið flestu lúðrana, sem eru nokkurs kon- ar „óskarsverðlaun“ auglýsingastofa. Hagn- aður Brandenburg hefur numið tugum milljóna undanfarin ár. Sjálfur er Bragi þó kannski þekktastur fyrir sjónvarpsþætti sína, Orðbragð, sem hann stýrir með Brynju Þorgeirsdóttur, þar sem er leikið sér með íslenskt mál. Bragi og kona hans, Þórdís Heiða Kristjánsdóttir, búa í snotru raðhúsi við Hvassaleiti í Reykjavík. Heimili: Hvassaleiti 87, 254,6 fm Fasteignamat: 78.100.000 kr. Bragi Valdimar Skúlason: Tekjublað DV 2018: 1.981.000 kr. Blikanes 20 Heimili Liv Bergþórsdóttur Liv Bergþórsdóttir – Tvö eldhús í glæsihýsi L iv Bergþórsdóttir hefur verið meðal best launuðu forstjóra landsins undanfarin ár, en hún byggði upp fjarskipta- fyrirtækið NOVA. Var hún með- al annars valinn Maður ársins hjá Viðskiptablaðinu, Frjálsri verslun og ÍMARK fyrir framúrskarandi árangur í viðskiptalífinu. Áður starfaði hún meðal annars hjá Sko, Og Vodafone og Tali. Þegar Wow Air var stofnað árið 2012 tók Liv sæti í stjórn félagsins. Ekki liðu nema nokkrir mánuðir þar til hún var orðin stjórnarfor- maður. Sumarið 2018 hætti hún sem forstjóri NOVA en var stjórnarfor- maður Wow alveg til fallsins í vor. Liv og maður hennar, Sverr- ir Viðar Hauksson, sviðsstjóri hjá Lykli fjármögnun, keyptu glæsi- legt einbýlishús í Garðabæn- um árið 2017. Verðið var um 230 milljónir króna. Húsið var áður í eigu Ásbergs Kristjáns Pétursson- ar fiskútflytjanda og þegar það var byggt, árið 2001, var það tölu- vert íburðarmeira en þekktist. Til dæmis með sér eldhúsi fyrir þjón- ustufólk. Heimili: Blikanes 20, 460,4 fm Fasteignamat: 157.050.000 kr. Liv Bergþórsdóttir: Tekjublað DV 2018: 5.517.000 kr.Liv Bergþórsdóttir Byggði upp fjarskiptaveldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.