Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 50
Hlaupablað 31. maí 2019KYNNINGARBLAÐ FJÖGURRA SKÓGA HLAUPIÐ Náttúrufegurð og veðursæld F jögurra skóga hlaupið hefur verið haldið frá árinu 2011 en það fer fram í suðurhluta Fnjóskadals laugardaginn 27. júlí. Hlaupið er fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitina Þingey og hefur lukkast afskaplega vel í gegnum tíðina. Þátttakendum hefur farið fjölgandi hægt og rólega. „Við bjuggumst í fyrra við um 100 manns í hlaupið, en fjöldinn fór fram úr öllum væntingum. 192 hlauparar tóku þátt og var stemningin stórskemmtileg og veðrið alveg glimrandi, eins og gengur og gerist. Það verður gaman að sjá hvað mæta margir í ár,“ segir Steinar Karl Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Þingey. Hlaupið er í gegnum fjóra skóga: Vaglaskóg, Lundskóg, Þórðarstaðaskóg og Reykjaskóg. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og ekki spillir fyrir að mikil veðursæld er í Fnjóskadal: „Við höfum alltaf fengið gott veður, það hefur aldrei rignt á okkur, einu sinni var sólarlaust en oftast hefur verið sól og stundum 20 stiga hiti.“ Steinar segir að enginn stórgróði sé af hlaupinu en það komi alltaf út í plús og sé því nokkur styrkur fyrir björgunarsveitina. „Hlauparar sækja í góða veðrið og náttúrufegurðina hérna og við höfum fengið mjög góðar umsagnir um hlaupið,“ segir Steinar en árið 2014 var Fjögurra skóga hlaupið valið besta utanvegahlaupið. Mjög fjölbreyttur hópur þátttakenda er í hlaupinu: „Þetta er allt frá krökkum hérna í sveitinni í skemmtiskokkinu og upp í margfalda Íslandsmeistara,“ segir Steinar Karl. Keppt er í fjórum vegalengdum: 4,3 km skemmtiskokki, 10,3 km, 17,6 km og 30,6 km. Allir keppendur fá þátttökupening og verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki í hverri vegalengd. Keppendur eru fluttir á upphafsstaði, drykkir verða á stöðvum, tímatökunúmer, brautarmerkingar og öryggisgæsla eru á leiðinni. Boðið verður upp á hressingu á leiðarenda. Gæsla verður við hlaupið og munu félagar úr björgunarsveitinni Þingey fylgja keppendum eftir. Þátttakendum skal þó bent á að þeir hlaupa á eigin ábyrgð. Nánari upplýsingar og skráning á hlaup.is. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.