Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Síða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Síða 82
82 31. maí 2019 Tímavélin Gamla auglýsingin23. desember 1926 Morgunblaðið S em betur fer eru fá morð framin á Íslandi á ári hverju. Sum ár eru þó verri en önn- ur, til dæmis árið 1976 þegar fjórir Íslendingar voru myrtir. Þar á meðal maður á þrítugsaldri, Guðbjörn Tryggvason, á Akureyri. Morðið var tilefnislaust og þekkti Guðbjörn ekki banamann sinn, Úlfar Ólafsson, sem var einungis átján ára gamall. Stal riffli og otaði að mennt- skælingum Úlfar Ólafsson, átján ára sjómað- ur, braust inn í sportvöruverslun Brynjólfs Sveinssonar við Skipa- götu aðfaranótt sunnudagsins 4. apríl árið 1976. Úlfar hafði áður komið við sögu lögreglunnar í bænum, ávallt fyrir smáglæpi. Í versluninni fann hann 22 kalíbera riffil af gerðinni Remington og skot. Í búðinni hleypti Úlfar marg- sinnis af rifflinum og olli þar tölu- verðum skemmdum á innan- stokksmunum. Þaðan hélt hann út með hlaðinn riffilinn með sér og einnig nokkuð af peningum sem hann fann. Um fjögur leytið mættu honum tveir piltar, nemendur úr Mennta- skólanum á Laugarvatni, við Ak- ureyrarkirkju. Varð þeim nokk- uð brugðið og þá mundaði hann riffilinn og gaf í skyn að hann ætl- aði að skjóta þá. En síðan lét hann byssuna síga, sagði þeim að hún væri óhlaðin og hló. Fóru þeir svo sína leið. Tilefnislaust morð Skömmu eftir þetta mætti Úlfar Guðbirni Tryggvasyni, 28 ára, við Heiðarlund, skammt frá Lunda- skóla. Guðbjörn var kvæntur tveggja barna faðir úr Glerárþorp- inu, sem var á göngu til félaga síns. Þeir Úlfar þekktust ekkert en töl- uðu stuttlega saman. Ekki er vita hvað fór þeirra á milli en það var þó ekki hávaðarifrildi og Úlfar al- veg rólegur. Strax eftir þetta skaut Úlfar Guðbjörn margsinnis af stuttu færi sem varð honum að aldurtila. Fjögur skot höfnuðu í hnakkanum og eitt í öxlinni. Klukkan sjö um morguninn voru hjón á ferð í bíl og sáu út um gluggann illa leikið líkið. Var samstundis haft samband við lögregluna sem kom á vettvang. Riffillinn fannst 160 metrum frá og var ljóst að reynt hafði verið að fela hann í snjóskafli. Fékk lögreglan einnig fljótt vitneskju um innbrot- ið í sportvöruverslunina og hafði riffillinn sem fannst sama raðn- úmer og sá sem fannst. Lék aldrei nokkur vafi á að um manndráp hefði verið að ræða. Vildi prófa að verða mannsbani Lögreglan yfirheyrði fjölda fólks vegna morðsins, þar á með- al menntskælingana fyrrnefndu. Reyndu þeir að lýsa byssumannin- um eins vel og þeir gátu. Maður frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík var sendur norður og snör handtök höfð við rannsókn málsins. Úlfar var einn af þeim sem var yfirheyrður og ósamræmi í framburði hans leiddu til þess að hann var handtekinn og grunaður um verknaðinn. Úlfar var yfirheyrður í rúman sólarhring uns hann loks játaði að hafa framið morðið. Af hverju? Að eigin sögn var það til þess að prófa að verða mannsbani. Það hafi ver- ið draumur hans lengi. Algjört handahóf réði sem sagt ódæðinu. Guðbjörn var sagður hæglátur og dagfarsprúður maður og ekki vit- að að hann hefði átt sökótt við nokkurn mann. Úlfari var vitaskuld gert að sæta geðrannsókn en var metinn sak- hæfur og ákærður fyrir morðið. Miðvikudaginn 3. nóvember þetta ár var Úlfar dæmdur fyrir morðið á Guðbirni í Sakadómi Akur- eyrar. Hlaut hann hámarksrefs- ingu, sextán ára fangelsi, þar sem hann var ekki talinn eiga sér nein- ar málsbætur. Var málinu sjálf- krafa áfrýjað til Hæstaréttar. Þann 27. febrúar árið 1978 mildaði Hæstiréttur dóminn niður í tólf ára fangelsisdóm. Var ungur ald- ur hans metinn til refsilækkunar. Einnig að hann hafi játað brot sitt og gengið hreinskilnislega við því. Kveikti í Litla-Hrauni Sumarið 1981 hlaut Úlfar dóm fyrir íkveikju á Litla-Hrauni þar sem hann afplánaði refsivist sína. Hann, Kristmundur Sigurðs- son, sem einnig hlaut dóm fyr- ir manndráp og einn annar fangi, báru eld að fatageymslu á neðstu hæð hússins. Magnaðist eldur- inn svo að kalla þurfti til slökkvi- liðið á Eyrarbakka, sem var um klukkustund að ráða niðurlög- um hans. Fangaverðirnir sjálfir tóku einnig þátt í slökkvistarfinu og fengu sumir þeirra reykeitrun. Erfiðlega gekk að ná út þeim föng- um sem sátu í einangrunarklefum. Skemmdirnar á fangelsinu voru einnig töluverðar. Sökudólgarnir þrír hlutu tveggja ára fangelsisvist fyr- ir verknaðinn þar sem þeir voru taldir hafa komið bæði samföng- um sínum og fangavörðunum í bráðan lífsháska. Grunur lék á að íkveikjan hefði verið hluti af flótta- tilraun en höfnuðu þeir því alfarið. Úlfar bjó síðustu árin í Dan- mörku. Hann lést árið 2009, 51 árs að aldri. n Við mælum rafgeyma og skiptum um H ra ðþjónusta Allir út að hjóla Eitt mesta úrval landsins í allar gerðir faratækja TUDORmeð Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515 Vildi prófa að verða mannsbani n Tilefnislaust morð á Akureyri n Kveikti í Litla-Hrauni Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Guðbjörn Tryggvason Varð á vegi Úlfars hina örlagaríku nótt. Heiðarlundur Vettvangur morðsins. Úlfar Ólafsson Vann að plötunni Rimlarokki ásamt Sævari Cieselski sem einnig sést á myndinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.