Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 96
31. maí 2019
22. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Þetta er alveg
makalaust
Skeifan 6 / Harpa / Kringlan /Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is
Svanurinn á tilboði*
HÖNNUN: ARNE JACOBSEN
* Tilboðið gildir frá 1. maí - 1. september 2019 · Áklæði: Christianshavn - 26 möguleikar á litum
Verð: 449.000.-
Tilboðsverð: 379.900.-
Hvað er Valdimar
að horfa á?
É
g horfi mikið á sjónvarp,
finnst fátt betra en að
henda mér í sófann að
loknum góðum degi og
horfa á góðan sjónvarpsþátt
eða kvikmynd.
Ég er nýbúin að horfa á ser-
íuna Dead To Me sem er á Net-
flix. Afar góðir þættir. Vel skrif-
aðir og ganga fullkomlega upp
að mínu mati. Flottir leikarar í
helstu hlutverkum. Góð blanda
af spennu, húmor og drama.
Þættirnir Easy eru einnig á
Netflix og koma skemmtilega á
óvart. Fjalla um samskipti kynj-
anna hvað varðar uppeldi, rifr-
ildi, ást, kynlíf og fleira. Hver
þáttur er sjálfstæður og því ekki
um framhald að ræða. Rétt um
hálftíma langir þættir. Virkilega
góðir.
Íslenska Carrie Bradshaw á von á barni
Á
sa Ninna Pétursdóttir, fata-
hönnuður og fyrrverandi eig-
andi verslunarinnar GK,
opinberaði nýverið hugar-
fóstur sitt, Makamál, sem einnig
gengur undir nafninu Sönn ís-
lensk makamál á Vísi, en á síð-
unni skrifar hún um allt og ekk-
ert sem tengist ástinni, kynlífi,
rómantík og stefnumótum. Hafa
margir gengið svo langt að kalla
Ásu Ninnu hina íslensku Carrie
Bradshaw úr Sex and the City.
Ása Ninna var búin að ganga lengi
með hugmyndina í maganum, alveg síðan
hún skildi við Guðmund Hallgrímsson, sem
hún rak GK með, fyrir nokkrum árum. Þá varð
hún einhleyp í fyrsta sinn í
langan tíma og var margt
sem kom henni á óvart.
„Þá fór maður allt í
einu inn á svona nýjan
vígvöll þar sem mað-
ur kunni ekki reglurn-
ar, sem var mjög kó-
mískt og fyndið og
þá þróaðist þessi hug-
mynd. Þetta byrjaði sem
skemmtisketsa-hugmynd
en svo langaði mig að taka
þetta lengra og taka viðtöl við
fólk og sjá hvernig fólk hagaði sér
á þessum nýja vígvelli rafrænnar rómantíkur,“
sagði Ása Ninna í viðtali á Stöð 2 fyrir stuttu.
Hjúskaparstaða Ásu Ninnu var ekki lengi að
breytast eftir að ástarhugleiðingar hennar voru
opinberaðar fyrir alþjóð því nánast sama dag
og Makamál fór í loftið tilkynnti Ása Ninna að
hún væri gengin út. Sá heppni heitir Árni Bragi
Hjaltason og er verkefnastjóri hjá Háskóla Ís-
lands og plötusnúður. Þau Ása Ninna og Árni
létu ekki þar við sitja og tilkynntu nokkrum
dögum síðar að þau ættu von á barni. Skjótt
skipast veður í lofti hjá tískudrottningunni, og
nú stefnumótadrottningunni, en Ása Ninna á
fyrir tvo drengi. Ása Ninna ákvað að tilkynna
óléttuna með orðunum „sönn íslensk svaka-
mál“ með vísan í sinn nýja starfsvettvang í fjöl-
miðlum – Sönn íslensk makamál.
Danski milljarða-
mæringurinn
missti af Ara
B
ókhaldsráðstefna
Uniconta var haldin í
Reykjavík fyrir stuttu, en
stofnandi bókhaldskerf-
isins, Daninn Erik Damgaard,
mætti og hélt tölu. Saga Eriks
er um margt ótrúleg en hann
græddi milljarða þegar hann
seldi bókhaldskerfi sitt, Dyna-
mics AX, til Microsoft árið 2002.
Í nokkur ár lifði hann hátt, svo
tapaði hann öllu. Árið 2015 reis
hann upp úr öskunni og nýtur
nú velgengni á ný í bókhalds-
heimum. Það þótti því viðeig-
andi að grínistinn Ari Eldjárn
skemmti gestum fyrrnefndr-
ar ráðstefnu, þar sem hann er
þekktur fyrir að gera stólpa-
grín að frændum okkar Dön-
um og bjóða upp á óborgan-
legan danskan hreim. Ara brást
ekki bogalistin, frekar en fyrri
daginn, en því miður
var milljónamær-
ingurinn Erik far-
inn á brott þegar
Ari reytti af sér
brandara um hve
stífir og skipulagð-
ir Danir væru.
Kannski sem
betur fer?