Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 13.12.2001, Side 7

Skessuhorn - 13.12.2001, Side 7
§SiSSi}H©£KI FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 7 Jólasveinninn kvartar og kveinar Nú ætla ég að ljóstra upp eldgömlu og vel varðveittu leyndarmáli. Eg er jóla- sveinn. Ekki bara einn jólasveinn; nei ég er hvorki meira né minna en allir jólasveinarnir einn og átta plús hinir fjórir. Að minnsta kosti á mínu heimili. Þetta er mikil tímamótauppljóstrun því til þessa heíur þetta. leyndarmál verið varðveitt jafn kyrfilega og uppskriftin að kókakóla. Ástæða þess að ég gríp til þess óyndisúrræðis nú er gróflegt brot íjölskyldunnar á vinnuréttarlög- gjöf og kjarasamningum verka- lýðsfélagsins BJÁNAR (Bandalag Jólasveina, Álfa, Nátttrölla og Annarra Rugludalla). Fjölskyld- an mín, þessir utanaðkomandi aðili, leyfír sér að hlutast til um starfshætti okkar jólasveinanna án þess að hafa nokkra innsýn í innsta eðli starfa okkar, hvað þá faglegan memað. Deilan snýst um það hvenær hinu allt of stutta sumarfríi okkar jólasveinanna ljúki. Eg vil meina að ég, Stekkjastaur, komi til byggða að kvöldi hins 12. desem- ber og hefji störf þá um nóttina, aðfararnótt 13. dags desember- mánaðar. Aðeins þannig gengur það upp ég, Kertasníkir, komi til byggða á aðfangadagskvöld og sinni óeigingjörnu starfi mínu á heimilinu á jólanótt. Máli mínu til stuðnings hef ég jólavísur Jó- hannesar úr Kötlum ásamt þjóð- sögum Jóns Árnasonar og fleiri fornum heimildum sem ég hef viðað að mér með aðstoð virtustu fræðimanna Borgarfjarðar- héraðs; Axels í Safnahúsinu og Bergs í Snorrastofu. Fjölskyldan vill hinsvegar meina að ég eigi að stytta sumar- fríið mitt og þræla mér út heila fjórtán daga þótt ég sé bara 13 jólasveinar. Eg á að þeirra áliti að hefja störf nú í kvöld, 11. des- ember. Þetta kalla ég bæði arðrán og vinnuréttarlega kúgun. Svona vinnuþrælkun á sér enga stoð í fornum hefðum okkar jólasvein- anna en fjölskyldan leyfir sér að vitna í barnatíma sjónvarpsins. Barnatíma sjónvarpsins! Fussumsuss og svei! Eiga nú Ásta Hrafnhildur og kötturinn Keli að hafa meira vit á íslensk- um þjóðháttum heldur en Axel á Byggðasafninu og Bergur í Snorrastofu samanlagt? Hert stefnir þjóðfélagið þegar heilu kynslóðirnar leyfa sér blákalt að fullyrða að fremstu sérffæðingar héraðsins í fornum fræðum séu bara gamlir rugludallar, síst skárri en ég? En binda þess í stað trúss sitt við bandvitlaust stelpu- fiðrildi sem ég ólst upp í ná- grenni við suður í Garðabæ og steindauðan uppstoppaðan kött sem er ekki einusinni hreinrækt- aður eins og hún Kleópatra okk- ar! Hverju má maður eiga von á næst? Verður rökfræðilegri skírskotun í rannsóknir Árna Björnssonar þjóðháttafræðings kannski svarað með tilvitnun í Gunna og Felix? Þegar ég var orðinn eldrauður í framan eins og jólasveinabún- ingu í æsingi yfir þessu máli dró konan mig afsíðis og tók mig á eintal. "Hvað eiga þessi bann- settu læti eiginlega að þýða svona rétt fýrir jólin?" spurði hún mig. "Það er nú ekki eins og þú þurfir að síga niður strompinn eins og alvöru jólasveinn. Allt of sumt sem þú þarft að gera er að læðast framúr þegar litla barnið er sofnað og gauka að því lítilræði sem ég er sjálf búin að kaupa fýr- ir mína eigin peninga. Er það til of mikils mælst?". Það er greinilegt að konan skil- ur ekki að rétt skal vera rétt. Setjum sem svo að við gefum eft- ir á þessu sviði, hvað tekur þá við? Jólapakkar á Þorláksmessu? Uthlutun páskaeggja á skírdag? Sautjándi júní í maí? Svona má ekki gerast. Svona lætur alvöru jólasveinn ekki líðast! "Láttu nú ekki svona Stekkjastaur minn," heldur konan áfram. "Litla barnið er búið að hlakka til þess- arar stundar í margar vikur en af því þú þarft endilega að spila þig upp í að vera tilfinningalaus, harðsvíraður þjóðháttaofstækis- maður ætlar þú að hafa það af að græta litla barnið. Þá held ég að þú þú eigir fátt eftir sameiginlegt með alvöru jólasveini annað en það að þið eruð báðir of feitir, já vel á minnst hvar er suðusúkkulaðið sem ég ætlaði að baka úr í kvöld?". Jólasveinninn kemur og heim- sækir litla barnið í kvöld. Litla bamið má ekki fara að gráta því litla bamið er búið að vera svo þægt og gott. Litla barnið er á sextánda ári. BÆNDUR ■ MEÐ OTO Við buðum fyrstir fjölkorna áburðl Við bjóðum bestu verðin í dag! Við tryggjum samkeppni! Verðin gilda út desember 2001 og eru án vsk. Vöruheiti Köfn.efni Fosfór Kalíum Kalk Bren. Verð N P205 K20 Ca S per tonn Fiölkorna 26-14-00 26 14 0 1,50 1,00 18.990 26-07-00 26 6 0 4,00 4,00 17.990 15-15-15 15 15 15 2.00 1.50 19.490 20-10-10 20 10 10 3,00 2,50 18.490 20-12-08 20 12 8 2,50 2,50 18.690 24-09-08 24 9 8 3,00 2,50 18.390 20-14-14 20 14 14 1,00 1,00 20.390 27-00-00 27 0 0 4,50 3,00 16.990 Afgreiðslustaðir: Grundartangi og Þorlákshöfn Búaðföng ehf. - Stóróifsvöllum - 861 Hvolsvöllur - Sími: 487-8888 - Fax: 487-8889

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.