Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri Brekkubæjarskóla, er gestur
Skráargatsins að þessu sinni. Hörpuútgáfan er nú fyrir jólin að gefa út
þriðju ljóðabók Inga Steinars og ber hún nafnið, Með öðrum orðum.
Ingi Steinar hefur stundað ritstörf þegar að tími hefur til gefist og vill
hann meina að enn um sinn verði skáldskapurinn aðeins tómstundar-
starfið hans, það sé þó aldrei að vita nema hann snúi sé í ríkari mæli að
ritstörfunum í framtíðinni.
Nafh: Ingi Steinar Gunnlaugsson
Fœðingadagur og ár: Eg erfæddur 21. febrúar 1947
Starf: Skólastjóri Brekkubæjarskóla
Fjölskylduhagir. Ég er kvæntur Helgu Guómundsdóttur og við eigurn tvo uppkomna syni
Hvemig bíl áttu: Lítinn Susuki jeppa
Uppáhalds matur: Þessa stundina langar mig mest í glænýja hráa bleikju með sojasósu og vorlauk
Uppáhalds drykkur: Malt og appelsín
Uppáhalds sjónvarpsefni: Eg er íþróttafre'ttajykill og horfi á allt sem tengist þeim
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Eg er skotin í Olöfii Rún
Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar Sigurðsson
Uppáhalds leikari erlendur: Júlía Roberts
Uppáhalds íþróttamaður: Carlos hjá Real Madrid
Uppáhalds íþróttafélag: IA
Uppáhalds stjómmálamaður: Eg á engan uppáhaldsstjómmálamann
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Kristján Jóhannsson
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Pavarotti
Uppáhalds rithöfundur: Halldór Laxness
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: Eg er hvorki með né móti ríkisstjóm. Eg tek ofanjyrir henni þegar
mérfinnst hún gera góða hluti en get verið hundóánægður með hana þess á milli.
Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika og kurteisi
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Oorðheldni
Hver erþinn helsti kostur: Ég er jafnlyndur, þolinmóður friðsetndarmaður
Hver er þinn helsti ókostur: Ég er óskipulagður trassi og langrækinn
Hvetuer komfyrsta Ijóðabókin þín út: Hún kom út 1996 og heitir Sólskin
Má eiga von áfrekari Ijóðabókum frá þér í framtíðinni: Eg vona að svo verði
Jólanasl fyrir 13. desember
Zsuzsanna Budai ásamt móður sinni
Ilona í eldhúskróki í Ungceijalandi.
Það er Zsuzsanna Budai, tónlistarkennari og kórstjórnandi með meiru, frá Ungverjalandi sem sýn-
ir okkur hvað hún bardúsar í eldhúskróki sínum að þessu sinni.
Hún gefur okkur uppskrift að Tejfölös pogácsa (Nasl með sýrðum rjóma) sem hún segir að sé mjög
algengur réttur í Ungverjalandi, einmitt 13. desember ár hvert.
Zsuzsanna kemur frá Szeged sem er í um 20 km fjarlægð frá Júgóslavíu. I hennar ungdæmi voru
smápeningar settir inn í sumar af naslkökunum sem bakaðar voru á hennar heimili til skemmtunar
fyrir börnin.
Deig:
Hálft kg hveiti
100 gsmjör
20 g pressuger
Ein dós sýrður rjómi
Ein eggjarauða
Ein teskeið salt já þetta á að vera salt)
Einn dl volg mjólk
Ger er sett út í volga mjólkina og síðan er allt hnoðað saman í deig.
Látið hefast í um tvo tíma.
Degið er flatt út í 1 1/2 cm þykkt lag og mótað með formum eins og um piparkökur væri að ræða.
Sett á bökunarplötur og penslað með eggjarauðum. Gott er að setja kúmen eða rifinn ost yfir, eða
hvoru tveggja. Bakað við háan hita þangað til þær eru orðnar fallega gullnar.
Zsuzsanna segir að afar gott sé fyrir fullorðna að drekka öl með naslinu en kakó fyrir bömin
Ólafsvík
Sögu- og memiingar-
félag stofiiað
Á dögunum var á Hótel Höfða í
Olafsvík stofnað nýtt sögu- og
menningarfélag. Er félaginu ætlað
að halda utan um rekstur leikritsins
Fróðárundrin, auk þess að vinna að
hinum ýmsu málum er varða sögu
og menningu bæjarins.
I stjórn félagsins völdust Eygló
Egilsdóttir, Sveinn Elínbergsson
og Sigurbjörg Kristjánsdóttir og
hafa nú þegar 24 félagar verið
skráðir í félagið. Fyrsta verkefni fé-
lagsins var stofhun leshrings sem
kemur saman á Hótel Höfða einu
sinni í viku, á mánudögum
kl.20:30, og les saman. Tilhlýðilegt
þótti að byrja á því að lesa Eyr-
byggju og verður Sæmundur Krist-
jánsson til leiðbeiningar. Er les-
hringurinn opinn en greiða þarf
fyrir kaffið.
smh
Tvær mffljónir til SHA
Sjúkrahúsi Akraness hafa verið
veittar tvær milljónir króna af Heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytinu,
sem eru eyrnamerktar til fjölgunar
krossbands- og gerviliðaaðgerðum.
Sjúkrahúsið hefur undanfarið
ffamkvæmt sautján krossbandsað-
gerðir en biðtími eftir þesskonar
aðgerðum getur verið á bilinu 3-5
mánuðir. Guðjón Brjánsson, ffam-
kvæmdarstjóri Sjúkrahúss Akra-
ness, sagði í samtali við Skessuhorn
að SHA hefði sótt sérstaklega eftir
þessari aukafjárveitingu. „Það er
yfirlýstur vilji heilbrigðisráðherra
að stytta biðtímann effir bæklunar-
aðgerðum og þessi fjárveiting er
einn liðurinn í því markmiði. Nán-
ari útfærsla og umfang á þessum
aðgerðum hefur ekki verið ákveð-
inn en þó er búið að ákveða það að
ráða annan bæklunarlækni til við-
bótar þeim eina sem fyrir er,“ sagði
Guðjón. HJH
Andlát:
Jón Þórisson
Látinn er á 82. aldursári Jón Þór-
isson, bóndi og kennari í Reyk-
holti. Frá barnsaldri bjó Jón og
starfaði í Reykholti, var íþrótta-
kennari og almennur kennari við
Héraðskólann í Reykholti um ára-
tugaskeið. Hann kom víða við í fé-
lagsmálum, var m.a. oddviti Reyk-
holtsdalshrepps og starfaði að fé-
lagsmálum á vettvangi ungmenna-
félagshreyfingarinnar og að slysa-
varnamálum. Sín efri ár nýtti Jón
dyggilega til að sinna hinum ýmsu
félags- og fræðistörfum og ber sér-
staklega að nefna skráningu hans á
ömefnum í Borgarfirði auk sögu
Reykholtsskóla. Effirlifandi eigin-
kona Jóns er Halldóra Þorvalds-
dóttir húsmóðir og fv. símstöðvar-
stjóri. Þau eignuðust 4 börn. Útför
Jóns verður gerð ffá Reykholts-
kirkju nk. laugardag og hefst hún
klukkan 11.
MM