Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Side 6

Skessuhorn - 26.10.2005, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Nýr vegur yfir Kolgrafarfjörð formlega opnaður Á föstudaginn var nýr vegum um Kolgrafarfjörð formlega tekinn í notkun. Það var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra sem tók mann- virkið í notkun við hátíðlega athöfn á brúnni yfir fjörðinn að viðstöddu fjölmenni. Nýi vegurinn, sem leys- ir af hólmi eldri veg er lá fyrir fjörð, byrjar við heimreið að bænum Ber- serkseyri og liggur út á Kolgrafar- odda, yfir Kolgrafarfjörð, um Hjarðarbólsodda og tengist núver- andi Snæfellsnesvegi í námunda við vegnamót Framsveitarvegar í Grundarfirði. Með nýja veginum styttist leiðin á norðanverðu Snæ- fellsnesi um 6 km auk þess sem nú er komið btmdið slitlag á alla leið- ina milli þéttbýlisstaðanna. Má ætla að þessir bættu vegir auki mögu- leika sveitarfélaganna á samstarfi. Auk þess er nýi vegurinn mun ör- uggari en sá gamli sem var ffekar hlykkjóttur malarvegur og lá um mjög erfitt og varasamt veðursvæði í botni fjarðarins. Framkvæmdir við veginn voru boðnar út í febrúar 2003 og var samið við Háfell ehf. og Eykt ehf. um verkið. Vegurinn var opnaður fyrir umferð haustið 2004 eða um 6 mánuðum á undan áætlun. Endan- leg verklok voru síðan í sumar. Eins og áður sagði var það sam- gönguráðherra sem klippti á borða til merkis um að hinn nýi vegur væri formlega tekinn í notkun. Auk starfsmanna Vegagerðarinnar að- stoðaði Hallgerður Kolbrún Jóns- dóttir afa sinn við verkið. Að lok- inni stuttri athöfn á brúnni var haldið til félagsheimilisins. I hófi, sem Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar stjórnaði, voru haldnar margar ræður þar sem þessu ffamfaraskrefi í samgöngu- málum Snæfellinga var fagnað. HJ Nýi vegurinn styttir leiðina um norðanvert Snæfellsnes um 6 kílómetra og er auk þess mun öruggari leið veðurfarslega séð. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra klipptu á borða og vígðu þar með mannvirkin. Breitt skal yfir jarðvegsflutning Lélegur frágangur á farmi vöru- biffeiða kostaði tryggingarfélögin rétt tæpar 60 milljónir króna árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá og að teknu tilliti til mark- aðshlutdeildar þeirra. Árið 2004 nam kostnaður tryggingarfélag- anna rétt rúmum 54 milljónum króna. Þegar bifreið er ekið með 80 km/klst hraða í logni leikur rúm- lega 22 m/s vindur um hana og farm hennar og því veruleg hætta á að farmurinn fjúki. A hverju ári verða mörg tjón vegna þess að laust jarðefni fykur yfir bifreiðar sem mæta þessum bílum. Auk þessa eru þekkt dæmi þar sem al- varleg slys hafa orðið á fólki og jafnvel hlotist bani af. Það er því ekki að ástæðulausu að hrundið hefur verið af stað átaki í því að uppræta þetta vandamál. Lögregluliðin á suðvesturhorni landsins munu frá og með 1. nóv- ember n.k., á grundvelli ákvæða 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sbr. reglugerð nr. 554/2003 um hleðslu, frágang og merkingu farms, kæra þá ökumenn vörubif- reiða sem ekki breiða yfir laust jarðefni s.s. mold, sand, möl og vikur sem fluttur er með bifreið- unum. Þetta er í samræmi við það sem kynnt var í júní s.l. að til stæði og var þá talað um að gefa mönn- um 3 til 4 mánuði til aðlögunar. Aðgerðir lögreglu munu fyrst og frernst beinast að bílum sem ekið er á vegum þar sem leyfður há- markshraði er 60 km/klst eða meiri. Umferðarstofa hefur sett upp á heimasíðu sinni www.us.is teng- ingu inn á reglugerðina sem öku- menn vörubifreiða þurfa að kynna sér og fara eftir. Skessuhorn hefur heimildir fyrir því að vörubif- reiðastjórar séu margir hverjir komnir með umrædda reglugerð útprentaða í bíla sína til að geta sýnt lögreglu þegar markvisst eft- irlit hefst. Vilja þeir meina að hvergi sé í reglugerð nr. 554/2003 minnst á að skylt sé að breiða yfir farm vörubifreiða. I henni er hins- vegar tekið fram hversu mikil fyr- irferð megi vera í farminum mið- að við skjólborð og gafla bílanna. MM PISTILL GISLA Frí eða ekkifrí\ það er efinn Síðastliðinn mánudag fengu konur sér frí eftir árþúsunda erfiði og þrældóm og ekki hægt að segja annað en þær hafi verið vel að hvíldinni komnar. Alla- vega stóð ég í þeirri meiningu að þær væru að fara í frí og þetta væri frídagur kvenna, þ.e.a.s. seinni hluti dagsins eða frá því átta mínútur yfir tvö svo ná- kvæmni sé gætt. Dagurinn var líka með löngum fyrirvara kall- aður kvennafrídagur og því kannski ekki nema von að ég glæptist á því og héldi eins og svo margir aðrir að þetta væri kvennafrídagur. Það héldu líka fjölmargir karlkyns stjórnendur fyrirtækja og gengu svo langt að gefa kvenkyns undirmönnum sínum frí þennan dag eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ein- hverjir þessara karlrembufor- stjóra voru sjálfsagt líka svo ó- fyrirleitnir að halda að þeim bæru þakkir fyrir tiltækið enda er hroki eitthvað sem fylgt hef- ur karlkyninu allt frá Adam sál- uga. Þessir sjálhverfu karlastjórar gerðu sér náttúrulega ekki grein fyrir því að þeir voru að sýna konum megnusm lítilsvirðingu með því að blanda sér í þeirra baráttu með þessum frekjulega hætti. Og þó! Kannski vissu þeir upp á hár hvað þeir voru að gera og það gerir glæpinn ennþá stærri og meiri. Það sem hinir fávísu karlar gerðu sér ekki grein fyrir var að konurnar ætluðu að taka sér frí en ekki að fá frí. Það benti pró- fessor Herdís Þorgeirsdóttir réttilega á í viðtali á Kvenna frí- tökudaginn. Fríið átti sumsé ekki að vera frí heldur verkfall. Karlarnir voru hinsvegar þvílík- ir ruddar að gefa konunum frí, aðeins til þess að þær gætu ekki tekið sér frí. Þar með hafði dag- urinn misst marks eftir því sem Herdís og fleiri lítilsvirtar kon- ur héldu fram þennan umrædda dag. Nú hef ég ekki mannaforráð og gat því engum gefið frí en ég viðurkenni fúslega að ef ég hefði haft yfir konum að ráða þá hefði ég í fáfræði minni getað bjánast til að bjóða þeim frí. Enda þykir mér ekkert að því að konur fái að leggja áherslu á sín réttindi. Sem betur fer gafst mér ekki kostur á að gera þessi mistök. Þetta kennir mér líka að bjóða konu minni frí ffá uppvaskinu og taka verkið að mér sjálfur. Með því gæti ég verið að sýna henni megnustu lítilsvirðingu. Sömuleiðis ef ég gerðist svo djarfur að bjóða henni að fara í burtu frá búi og börnum eina helgi eða eitthvað þaðan af meira. Með öðrum orðum mað- ur á ekki að vera að skipta sér af því sem manni kemur ekki við. Svo einfalt er það. Gísli Einarsson, áfrívakt. Ég mæli eindregið með ‘ 'EFAL - fyrsta flokks pottum og pönnum! á veitíngahusinu “Prír frakkar hjá Úlfarí" 431393^ * mfldttl i* vW-'mwíj'

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.