Skessuhorn - 26.10.2005, Síða 9
^kduunuiu!
'■ ' MIÐVIKUDAGUR 26: OKTOBER 2005
9
broste
m ymis
M! tilboð á
gjofavöru
www.skessuhorn.is
hitablásarar ^
• í bílskúrinn
© í hesthúsið
Á vinnustaðinn
STILLHOLT116-18 • AKRANESI
SÍMI 431 3333 • model.ak@simnet.is
Fráfaert úrvaf af nifjmu vörtwtc títtu' vfð fwwaZu' úrvaffó.
10% afsláttur af öllum vörum og ýmis
TILBOÐ í tilefni dagsins
Hestavöruverslun Opið
Borgarbraut 58-60 • Borgamesi mánud.-fÖStud. kl. 10:00-18:00
simi 437 0001 & 840 3801 laugard. kl. 10:00-16:00
MÍA LINGA RDA GA Ft
30%
afsláttur af hágæða
íslenskri innimálningu
" I
tí!«—
Slippfélagið
LITALAND
Sjávarútvegsráðherra vill endur-
skoða reglur um byggðakvóta
Við flytium!
Einar K GuSfinnsson, sjávarútvegsráS-
herra.
Einar Kristinn Guðfinnsson,
sjávarútvegsráðherra telur rétt að
endurskoða reglur um úthlutun
byggðakvóta sem veittur er vegna
hruns fiskistofna. Hann telur það
nauðsynlegt vegna þess að vandi sá
sem sum fyrirtæki glíma við nú sé
meiri en búist var við þegar reglur
voru samdar í upphafi.
Eins og fram hefur komið í
fréttum Skessuhorns hafa rækju-
vinnslur ein af annarri hætt rekstri
með tilheyrandi uppsögnum
starfsfólks. Að hluta til er vanda-
mál rækjuiðnaðarins tengt hruni
veiða á rækju við Island. A það
bæði við um innfjarðaveiði og út-
hafsveiði. Eitt af þeim fyrirtækjum
sem glíma við þennan vanda nú er
Sigurður Agústsson ehf. í Stykkis-
hólmi. I kjölfar hrrms í skelfisk-
veiðum í Breiðafirði fjárfesti það
fyrirtæki í veiðiheimildum í rækju
sem nú eru ekki lengur til staðar
vegna hruns stofna.
I lögum um stjórn fiskveiða er
gert ráð fyrir úthlutunum tíma-
bundinna bóta til þeirra er verða
fyrir skerðingum vegna minnkandi
stofna. Þessar bætur eru veittar
tímabundið og fara stigminnkandi
væntanlega með það í huga að
brestur í einstökum fiskistofnum
sé einungis tímabundinn. Síðustu
fréttir af skelfiskstofnum og rækju-
stofnum gefa ekki ástæðu til bjart-
sýni með uppbyggingu þeirra
stofna. Því hafa vaknað spurningar
um hvort ekki sé rétt að endur-
skoða reglur þær sem unnið er eft-
ir við úthlutun bóta. Einn þeirra
sem rætt hefur þessi mál í gegnum
árin er Einar Kristinn Guðfinns-
son sem nýverið tók við stöðu sjáv-
arútvegsráðherra.
Nauðsynlegt í
ljósi aðstæðna
Einar Kristinn segir að annar
hluti þeirra byggðakvóta sem hef-
ur verið úthlutað á undanförnum
árum eigi rætur sínar að rekja til
þess, sem hann hefur kallað „þegar
náttúran tekur burm veiðiréttinn."
„Þar á ég við aðstæður eins og þær
sem við þekkjum í innfjarðarækju-
veiði og skelveiði. Það sem gerist
er að aðstæður breytast og menn
hafa ekki lengur veiðirétt, af því að
stofninn er ekki til staðar. Það sjá
auðvitað allir að mönnum eru allar
bjargir bannaðar. Þeir eiga ekki
möguleika. Þess vegna er ég því
mjög fylgjandi að við úthlutum
aflabótum til manna við þessar að-
stæður. Og í rauninni hefur mér
fundist ágætis sátt um það mál, af
því að menn skilja aðstæðurnar og
úthlutunin er efnisleg. Það er ekk-
ert því matskennt við úthlutun-
ina,“ segir hann.
Aðspurður hvort skerðingar
vegna hruns fiskistofna séu ekki
meiri og þungbærari en miðað var
við í upphafi segir hann svo vera.
„Vandinn sem við glímum við er
miklu meiri en við bjuggumst við
þegar við vorum að móta reglurn-
ar. Fyrst var þessum reglum beitt í
Húnaflóanum, meðal annars fyrir
mína áeggjan, en ég tók málið upp
á Alþingi utan dagskrár á sínum
tíma. A þeim tíma héldum við að
úr rættist fljótlega, en annað kom
því miður á daginn. Þess vegna var
viðmiðunartíminn lengdur úr
þremur í tíu ár, sem við héldum þá
að dygði vel og það hjálpaði sann-
arlega. Núna stöndum við hins
vegar frammi fyrir nýjum vanda.
Við vitum einfaldlega ekkert
hvenær þessir innfjarðarstofnar
hressast. Þess vegna ætla ég mér að
fara ofan í þessi mál og endur-
skoða þau, með það að markmiði
að menn hafi meiri vissu fyrir
ffarnan sig. Þessi óvissa er óþol-
andi og veikir svo fyrirtækin og
kemur í veg fyrir möguleika þeirra
til að byggja sig upp að nýju. Eg tel
að vel sé hægt að gera þetta innan
þess byggðakvóta sem við erum
með í dag. Og mín áform ganga út
á það að vinna að þessari endur-
skoðun innan þess ramma,“ sagði
sjávarútvegsráðherra að lokum.
HJ
Föstudaginn 28. október nk. verður
verslunin lokuð vegna flutnings.
Opnum aftur laugardaginn 29. október
í Hyrnutorgi, (áður útibú SPIU)
SnœfeUsbœr
-þar sem lökulinn ber viö loft
Auglýsing um breytt deiliskipulag fyrir
vistvænar þyrpingar á Hellnum, Snæfellsbæ.
í samrœmi við 25. gr.skipulag- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum auglýsist
hér með tillaga að breyttu skipulagi fyrir vistvœnar þyrpingar á Hellnum, Snœfellsbœ.
Deiliskipulagssvæðið er 6,63 ha. í landi Brekkubæjar og hefur áður verið gengið frá
deiliskipulagi svæðisins í heild. Nú er sótt um breytingar á hluta svæðisins. Gert er ráð fyrir
viðbyggingu við hótelið, gestahús nyrst á svæðinu eru felld niður og í stað þeirra gert ráð
fyrir sambyggðu gistirými með sér inngangi í hverja einingu.
BreytingartiIIagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2
frá og með 27. október nk. til 17. nóvember. 2005.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 1. desember. 2005.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Smári Björnsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Snœfellsbœjar.