Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Síða 2

Skessuhorn - 26.04.2006, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 Sektaður fyrir ýmislegt Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt bifreiðarstjóra í 120 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið vanbúinni flumingabifreið og einnig að hafa verið án öku- skírteinis. Þá var biffeiðastjór- anum einnig gert að greiða 102 þúsund krónur í málskostnað. I dómnum kemur fram að bif- reiðastjórinn hafi ekið vörubif- reið sinni norður Vamaleið og austur Snæfellsnessveg. Stöðu- ljós festivagns vom óvirk og 6 hjólbarðar hans voru svo slitnir að ófullnægjandi mynsmr var á dekkjunum. Þá var heildar- þyngd bíls og vagns um 60 tonn en mátti aðeins vera um 44 tonn. Þá var ákærða einnig gefið að sök að hafa hunsað fyrirmæli lögreglu með því að aka fyrir- varlaust á brott þegar lögregla var að skoða bifreiðina. HJ Til minnis Skessuhorn vill minna á Öld- ungamót BLÍ sem haldið verð- ur í Snæfellsbæ dagana 28. - 30. apríl. Vafalaust frábært fjör, enda munu um þúsund manns víðsvegar af landinu mæta. VefhYrftorftYr Það verða vestlægar áttir ríkj- andi á fimmtudag og föstudag með lítilsháttar þokusúld. Suð- læg átt og rigning um helgina og á mánudag, þá einkum sunnan- og vestantil. Það verð- ur milt í veðri og vonandi er sumarið þar með komið fyrir alvöru. SptYrniw) viKnnnar Spurt var í síðustu viku á vef Skessuhorns hvort einstakling- ar telji von á björtu og góðu sumri. 79,2 % svarenda eru bjartsýnir á gott sumar, 12,3 % segjast ekki geta spáð til um það og 8,5 % svarenda voru heldur svartsýnir og telja að sumarið verði ekki bjart og gott. Nú skulum við vona að meirihlutinn hafi rétt fýrir sér. í næstu viku spyrjum við: „Er bíllinn þinn kominn á sumardekk?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is VestlendintjiYr vikiYnnar Að þessu sinni veljum við Borghildi, forystuhænu Stykk- ishólms, Vestlending vikunnar. Þarf hún ásamt priksystrum sínum sökum meintrar fuglaflensu að flytja sig um set í annan fjórðung þar til tekist hefur að komast fyrir óværuna. Dalabyggð styrkir byggingu reiðhaJlar Á aukafundi sem haldinn var í sveitarstjóm Dalabyggðar í síðustu viku var samþykkt samhljóða að veita 15 milljóna króna styrk tdl byggingar reiðhallar í Búðardal og einnig að veita 400 þúsund króna árlegan styrk til rekstrar reiðhallar- innar í fimm ár. Það er Hesta- mannafélagið Glaður sem standa mun fyrir byggingunni og mun sækja um 30 milljóna króna styrk til landbúnaðarráðuneytisins. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessu- horns ákvað ríkisstjórnin fyrir nokkra að styrkja gerð reiðhalla og reiðskemma í öllum landshlutum. I kjölfarið hefur hafist mikið kapp- hlaup milli hestamannafélaga og sveitarfélaga um byggingu slíkra húsa. A fundi sveitarstjórnar kom ffam að nú þegar liggi fyrir viljayfirlýs- ingar ffá Grunnskólanum í Búðar- dal, Ungmenna- og tómstundabúð- um á Laugum og Hjúkranarheimil- inu Fellsenda um notkun á húsinu. Jafnframt var lögð fram yfirlýsing ffá Saurbæjarhreppi þar sem fram kemur að sveitarstjórn hreppsins er meðmælt því að sveitarstjórn Dala- byggðar samþykki styrkveitinguna og að einnig verði veittur árlegur rekstrarstyrkur ffá sveitarfélaginu en sem kunnugt er hefur sameining Saurbæjarhrepps og Dalabyggðar verið ákveðin. Styrkveiting Dalabyggðar er háð því skilyrði að styrkveiting ríkis- sjóðs fáist. HJ Vilja fiskmarkað og veitingastað við Faxabraut Faxaflóahafnir sf. hafa í undir- búningi byggingu húss á lóðinni nr. 3 við Faxabraut á Akranesi. I bréfi ffá Gísla Gíslasyni hafnarstjóra til bæjarráðs Akraness kemur ffam að hugmyndin sé sú að á lóðinni rísi tveggja hæða hús. A neðri hæðinni yrði Fiskmarkaður Islands hf. með aðstöðu og á effi hæðinni gæti ver- ið veitingastaður eða önnur starf- semi. I bréfi hafnarstjórans kemur fram að ef afstaða bæjarins til verk- efnisins verði jákvæð sé næsta skref í málinu að vinna frekar að innrétt- ingum á neðri hæð með Fiskmark- aði Islands og leita eftir samstarfs- Tölvuteikning af væntanlegu húsifyrir fiskmarkað og veitingastað. aðila „sem myndi eiga efri hæð þykkti að boða hafnarstjóra Faxa- hússins,“ eins og segir í bréfinu. flóahafna til viðræðna um málið. Bæjarráð tók vel í málið og sam- HJ Nýtt stjómsýsluhús brátt vígt í Borgamesi Iðnaðarjnenn legg/a lokahönd á fi-amkv<e?ndirnar. Páll S Brynjarsson, hæjarstjóri gerir ráð fyrir að annan fóstudag verði flutningi í húsið að mestu lokið. Gamla hús Sparisjóðs Mýrasýslu við Borgarbraut 14 í Borgarnesi hefur heldur betur fengið andlits- ljrftingu innan dyra en brátt mun bæjarskrifstofa Borgarbyggðar flytja þangað. Húsinu hefur verið mikið breytt og lögð áhersla á gott aðgengi fatlaðra. Lyfta er í húsinu, en á gömlu skrifstofunni var að- gengi ábótavant. Afgreiðsla, fund- arsalir og skrifstofur era á hæðun- um tveimur en kjallarinn er að mestu óbreyttur en mvm nýtast vel sem slíkur. Aætlað er að iðnaðar- menn ljúki framkvæmdum um næstu helgi en eftir á að koma fyrir rampi utandyra við aðalinnganginn fyrir hjólastóla. SO Borgfirðingahátíð á vegum UMSB Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur tekið að sér að sjá um Borgfirðingahátíð þetta árið. Er þetta sjötta árið sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið með hverju árinu. Hátíðin er alltaf aðra helgina í júní og ber hún því upp á 9. til 11. júní að þessu sinni. Hún hefst á fimmtudagskvöldi en er formlega sett á föstudeginum með baðstofukvöldi, en það hefur verið frá upphafi og jafnan með fjöl- breyttri skemmtidagskrá. Fleira sem haldist hefur á dagskrá Borg- firðingahátíðar er á dagskrá og má þar nefna fjallgöngu, útidansleik, skemmtiatriði á laugardegi með markaði og leiktækjum og svo hinn rómaði morgunverður í Skallagrís- garði á sunnudagsmorgni og úti- Frá morgunverði í Skallagrívisgarði ífyrra. messu að honum loknum. Síðan bætist við þessa dagskrárliði fjöld- inn allur af uppákomum um allt héraðið. Ekkert kostar inn á hátíð- ina nema Baðstofukvöldið, en þar verður gjaldi stillt í hóf. MM * Askrífit hækkar SKESSUHORN: Frá 1. maí nk. hækkar bæði áskriftar- og lausa- söluverð á Skessuhomi. Einkum er tvennt sem kemur tdl. Þyngst vegur að ýmsir kostnaðarhðir við útgáfuna hafa verið að hækka umtalsvert á umliðnum vikum og mánuðum og ljóst að hækkandi verð aðfanga, svo sem pappírs, vegur þungt í rekstrinum. Annað sem veldur þessari hækkun er sú ákvörðun að halda blaðinu að jafnaði í 24 síðum, en það er 50% stærra blað en héraðfréttablöð oftast eru. Undanfama mánuði höfum við gert tilraunir með að halda útgáfunni í þetta stóru og efnismiklu blaði og hefur það mælst mjög vel fyrir af lesendum Skessuhorns. Efnismeira blað kallar hinsvegar á að fleiri þurfa að koma að skrifum og efnis- vinnslu með tilheyrandi kosm- aði. Aður en ákvörðun um hækk- un var tekin var gerð úttekt á áskriftarverði annarra héraðs- fréttablaða hér á landi og reynd- ust þau nær öll vera dýrari. Þrátt fyrir hækkun nú verður áskriftar- verð í kringum meðalverð ann- arra héraðsfréttablaða. Eftir hækkunina kostar almenn mán- aðaráskrift 13 00 krónur, þeir sem greiða með greiðslukorti greiða 1200, en elli- og örorkulífeyris- þegar greiða 950 krónur. Lausa- söluverð hækkar í 400 krónur frá 1. maí. -ritstj. Vígsla íþrótta- hússins REYKHÓLAR: Nýja íþrótta- húsið á Reykhólum verður vígt nk. laugardag, 29. apríl og hefst dagskráin klukkan 13. Þar mtm Einar Thorlacius, sveitarstjóri bjóða menn velkomna, Karl Kristjánsson á Kambi, formaður byggingarnefndar rekur bygg- ingarsögu hússins, Sr Sjöfn Þór vígir það og gestir flytja ávarp. Þá verður brugðið á leik í húsinu en að athöfn lokinni býður hrepps- nefitd upp á veitingar sem kven- félagið Katla sér um. Allir hreppsbúar og aðrir velunnarar og gestir eru velkomnir. -mrn Fundur um nor- rænt samstarf BORGARNES: Norræna félag- ið á Islandi og félagsdeildimar í Borgarfirði, Stykkishólmi og á Akranesi halda opinn firnd að Hótel Hamri í Borgamesi mið- vikudaginn 26. apríl kl. 20.00. Þar eru allir velkomnir til fundar við Norræna félagið til að heyra um ijölbreytt tækifæri fyrir alla í norrænu samstarfi, ræða um hlutverk Norrænu félaganna og hugmymdir að nýjum og áhuga- verðum verkefnum og ekki síst þiggja gott kaffi, te og meðlæti. -nim Þörungaverk- smiðjan stækkar REYKHOLAR: Skipulags- og bygginganefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir nokkru beiðni Þörangaverksmiðjunnar hf. um stækkun á verksmiðjuhúsnæði félagsins í Karlsey á Reykhólum. Um er að ræða 236 fermetra stálgrindarhús. Samkvæmt upp- lýsingum frá Þörungaverksmiðj- unni verður nýjum pökkunar- búnaði komið fyrir í viðbygg- ingunni. Framkvæmdir munu hefjast innan skamms. -hj

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.