Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Qupperneq 7

Skessuhorn - 26.04.2006, Qupperneq 7
SSBSSgiW^lBIM MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 7 KB banld í nýtt hús "GÆÐAKERfí v; ' Vorboðinn ljúfi Lóan er komin. Þessa mynd tók Jón Torfi Arason, fréttaritari Skessuhorns í Stykkishólmi sl. mánudag. Heldur var kuldalegt um að litast í bænum og vafalítið hefur farið hrollur um farfuglinn, en spáin lofar góðu fyrir fugla og menn. Síðastliðinn föstudag flutti starfsemi útibús KB banka í Borgarnesi í nýtt og glæsilegt húsnæði að Brúartorgi 4. Af þessu tilefni var mikið um dýrðir, kökur og veitingar í boði og sumarhátíð á laugardeginum þar sem í bland fór skemmtun, leikir og íþróttir. Meðal armarra gesta mætti Björgvin Frans Gíslason og sá um skemmtidagskrá og kynnti dagskrárliði, Idol stjarnan Snorri Snorrason tók nokkur lög og hafði mikið að gera í eig- inhandar áritunum og grunnskólabörn sáu um andlitsmálningu og fluttu atriði úr Ávaxtakörfunni. Söguhlaup KB banka og UMSB var í fyrsta skipti hlaupið en það er tæplega þriggja kílómetra skemmtiskokk fyr- ir alla aldurshópa. Þátttakendur í hlaupinu voru 45 og sigurvegari í því varð Axel Om Ásbergsson, en hann er 10 ára gamall. Almennt mál manna er að húsið, sem er ný viðbygging við húsnæði Framköllunarþjónustannar, hafi heppnast mjög vel að innan sem utan en þegar inn er komið virkar það mun rúmbetra en menn áttu von á. MM/ Ijósm. SO ----7----------------------- Atakgegn umferðar- lagabrotum Lögregluliðin á suðvesturhorn- inu hafa staðið að sameiginlegu átaki sem ffiiðar af því að koma í veg fyrir umferðarlagabrot og þá hættu sem þeim fylgir. Lögreglan á Akranesi sinnti um hundrað verkefnum í liðinni viku og þar af vora 47 sem sneru að umferðareftirliti. Fjórtán öku- menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og mældist sá sem hraðast ók á 130 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Fjórir umráðamenn vörubifreiða voru kærðir fyrir að leggja bílum sínum inn í íbúðarhverfum sem er með öllu bannað. Þá eiga tíu ökumenn von á sektum fyrir að nota ekki ör- yggisbelti og aðrir fimm voru kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað eins og skylda er. Nýlega var maður dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar og til greiðslu fimmtíu þúsund króna í málskostnað vegan réttindaleysis við akstur en hann hefur ítrekað verið tekinn fyrir ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur áður hlotið 60 daga fangelsis- dóm vegna brota af þessu tagi og því óhætt að segja að honum virðist erfitt að læra af reynslunni. KOO Hluti starfrfólks bankans. Frá vinstri eru: Sigríóur, Dóra, Gerður, Inga, Skúli, Iris, Hrönn og Gylfi útibússtjóri. Se?n hluti afhömmn húsnœðisins er árstiöabundnar skreytingar á veggjum áber- andi. Hægt er að skipta aðahnyndunum á veggjunum út eftir árstímum eóa af öórum ástæóum og breyta þannig yfirbragói eftirþví sem henta þykir. IST ISO 9001 Nú er tími vorverkanna. Fyrstu skrefin aö sælureit fjölskyldunnar liggja í Fornalund. Landslagsarkitekt okkar aðstoðar þig við aS breyta garðinum þínum í sannkallaÖan sælureit. Hringdu í 585 5050 og fáöu tíma í ráSgjöf. ÞaS kostar ekki neitt. BM-VAIIA Söludeildir BM*Vallá: í Fornalundi 110 Reykjavík Sími: 585 5050 • Suðurhrauni 6 210 GarSabæ Sími: 585 5080 V/Súluveg 600 Akureyri Sími: 460 2200 • Ægisgötu 6 730 ReySarfirði Sími: 477 2050 • HöfSaseli 4 300 Akranes Sími: 433 5600

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.