Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006 Timi til að lifa Fyrirsögn þessarar greinar vitnar til eins af slagorðum Sjálfstæðismanna í Reykjavík og þau eiga á margan hátt vel við hér í Borgar- firði. Ar stöðnunar og framkvæmdaleysis sem einkenndu hluta níunda áratugs síðustu aldar eru að baki og hjólin hafa svo sannar- lega farið að snúast það kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Við frambjóðendur D- listans í nýju sameinuðu sveitarfélagi erum full áhuga og metnaðar fyrir því að stjórn hins nýja sveitarfélags viðhaldi áframhald- andi vexti, þ.e. að yfirvöld dragi ekki lappirn- ar í ákvörðunartöku heldur leyfi framtaks- semi einstaklinga og fyrirtækja að blómstra. Við ætlum ekki að fara í hástemmda loforða- keppni fyrir kosningarnar 27. maí eins og farin er af stað víða um land. Við munum ekki taka þátt í „kapphlaupinu að botninum" heldur leggjum við áherslu á að bjóða góða þjónustu og ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins leyfir þá munum við lækka verð á þeirri þjónusm sem er í boði. Við viljum gefa íbú- um sveitarfélagsins tíma til að lifa. Þess vegna munum við leggja áherslu á að efla þjónustu við fjölskyldufólk og félagslega þjónustu. Við stefnum einnig að því að stór- bæta aðstöðu til íþróttastarfs og útivistar. Dvalarheilmili aldraðra í Borgarnesi full- nægir ekki lengur kröfum hvað varðar húsa- kost fyrir íbúa og starfsfólk. Stjórn DAB og vinnuhópur sem skipaður var henni til stuðnings hefur nú samþykkt tillögu að við- byggingu sem mun skila verulegum úrbótum á húsnæði og allri aðstöðu Dvalarheimilisns. Vonandi tekst að fjölga hjúkrunarrýmum verulega þannig að við getum tekið á móti því fólki sem þarf á hjúkrunarrýmum að halda, hinum sem heilsuhraustari eru þurf- um við að geta boðið upp á þjónustu sem hverjum og einum hentar, þeim sem vilja búa heima þurfum við að sinna vel. Annað verkefni sem blasir við á næstu misserum er úrbætur á Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þar er húsnæðið of lítið, sérstak- lega með tilkomu Menntaskóla Borgarfjarð- ar. Við leggjum áherslu á að stækkun Iþrótta- miðstöðvarinnar þjóni bæði fjölbreyttum al- menningsíþróttum og afreksfólki, ásamt því að gefa möguleika á stækkun sundlaugar- svæðisins. En heilsurækt snýst ekki bara um íþróttir, heilsurækt snýst líka um útivist. Þar reynir á að sveitarfélagið sé vakandi fyrir gerð göngustíga, leikvalla og almennings- garða. Þessi atriði hafa setið á hakanum síð- usm árin vegna margvíslegra vaxtarverkja, en nú er tíminn kominn. Tími til að lifa. Ágæm lesandi, frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins tóku sig til um síðustu helgi og dvöldu í góðu yfirlæti vesmr á Snorrastöðum í vinnubúðum til að móta stefnu og áherslu- atriði fyrir kosningabarátmna. Við höfum fjölmargar spennandi hugmyndir sem við hlökkum til að miðla til kjósenda - hug- myndir sem miða að því að nýja sveitarfélag- ið okkar verði gott samfélag þar sem ólíkir einstaklingar og ólík samfélög fá að njóta sín. Við munum búa í einu landmesta sveitaifé- lagi landsins eftir sameiningu og það er mik- ilvægt að sú fjölbreymi í mannlífi sem nú einkennir þetta stóra svæði lifi áfram en það er samt mikilvægt að íbúar hins nýja sveitar- félags nái að upplifa samfélagið sem eina heild og að samhljómur náist meðal íbúa og stjórnskipulagsins. Því munu ein af einkunn- arorðum okkar sjálfstæðismanna fyrir kosn- ingarnar verða: XD - Stondum saman - Vinnum saman Bjöm Bjarki Þorsteinsson, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð. Skipar 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi. 'f^enninti^l Þekkingarþorp á Akranesi Eitt af þeim verkefnum sem við í Sam- fylkingunni viljum beita okkur fyrir á næsta kjörtímabili er að reisa þekkingar- þorp á Akranesi. Hugmyndin felur í sér að á einu svæði verði reistar íbúðir fyrir há- skólastúdenta, fullkomin námsaðstaða og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn og einyrkja. Stórbættar almenningssamgöngur við Reykjavík gera það að verkum að það er lítið mál að stunda nám í Reykjavík en búa á Akranesi, að því tilskyldu að góð aðstaða fyrir námsmenn sé til staðar í bænum. Með því að reisa hér íbúðir fyrir stúdenta viljum við bjóða ungu fólki upp á raunverulegt val um að þurfa ekki að flytja úr bænum þegar það hyggur á háskólanám, hugsanlega með börn á viðkvæmum aldri sem þurfa þá að aðlagast nýju samfélagi og umhverfi. Ibúð- irnar yrðu ekki eyrnamerktar nemendum í tilteknum skóla heldur gætu allir sem stunda háskólanám í Reykjavík eða öðrum nágranna byggðalögum átt möguleika á hentugu og ódýru húsnæði fyrir sig og fjöi- skyldu sína á meðan námi stendur. Góður aðgangur En námsmönnum er ekki nóg að hafa þak yfir höfðið. Háskólanám fer að miklu leyti fram utan hefðbundinna kennslu- stunda í skólanum, því fylgir iðulega mikill lestur, rannskóknarvinna, gagnasöfnun og heimildaöflun. Til þess að hámarka árang- ur í námi er nauðsynlegt að hafa aðgang að vel útbúinni námsaðstöðu, námsgögnum og námshvetjandi félagsskap. Með því að bjóða upp á gott vinnuver og tengingu við yfirgripsmikil rafræn gagnasöfn má tryggja námsmönnum á Akranesi framúrskarandi námsumhverfi í heimabyggð þar sem að- gangur að gögnum, fróðleik og hvetjandi félagsskap er til fyrirmyndar. Virkja fólk til samstarfs Markmiðið með því að gera ráð fyrir að- stöðu fyrir fræðimenn í þekkingarþorpinu er að efla fræðastarf á Akranesi og virkja menn og konur til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu og ný tækifæri til rannsókna. Þarna gæfist námsmönnum líka kostur á því að fylgjast náið með og jafnvel taka þátt í rannsóknarstarfinu að einhverju leyti. Það hefur háð langskólagengnum Akurnesingum sem vilja snúa heim að námi loknu að atvinnutækifærin eru rýr - þó allar aðrar aðstæður hér séu frábærar fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Suðupottur nýrra hugmynda Með því að veita hugmyndinni um þekk- ingarþorp brautargengi má að verulegu leyti snúa vörn í sókn því það gildir það sama með fræðimennsku eða rannsóknar- vinnu henni tengda og háskólanám, það er lítið mál að vera fræðimaður á Akranesi ef möguleikar til þess að stunda fræðin við góðar aðstæður í félagsskap annarra eru til staðar. Það er ekki nokkrum vafa undirorp- ið að samfélag af þessu tagi yrði til þess að auka fjölbreytni mannlífs á Akranesi og efla möguleika til nýsköpunar. Ekki síst ef einyrkjarnir sem nú eru að atast í ýmiskon- ar verkefnum heima hjá sér eða hver í sínu horni blandast inn í þetta samfélag sem ég veðja á að verði suðupottur nýrra hug- mynda og atvinnuskapandi verkefna. Anna Lára Steindal, skipar 3. sceti á lista Samfylkingarinnar og óháðra á Akranesi. 'PenniJUi— Hlutverk kirkjunnar í samfélaginu Ég hef stundum velt því fýrir mér hvert hlutverk kirkjunnar eigi að vera í samfélaginu. Eg þykist vita að margir sjái hlutverk hennar fyrst og ffemst snúa að helgiat- höfnum, á stórhátíðum eða á tíma- mótum í lífi fólks. Líklega snýr þó stór hluti af starfi hennar að því að líkna fólki í neyð. Prestarnir koma inn í líf fólks þegar nauðsyn krefur, en annars eru störf þeirra ekki svo sýnileg. Það er þáttur á Rás 1 sem ber heitið Lóðrétt og lárétt. Þetta heiti er mjög lýsandi fyrir hlutverk kirkjunnar. Lóðrétta hlutverkið snýr að okkur einstaklingunum þegar við upplifum vanmátt okkar. Trúin hefur það hlutverk að veita okkur styrk þar sem vanmáttur okkar og ófullkomleiki koma fram. Lárétta hlutverkið snýr að okkar mannlega samfélagi og sambandi við annað fólk. Kærleika okkar til náungans og allra samferðar- manna. Virðingu fyrir öðru fólki og umhverfinu. Lárétta hlutverk kirkjunnar á ekki að vera minna, en það lóðrétta. I þættinum lóðrétt og lárétt á Rás 1, sunnudaginn 23. apríl var viðtal við prófast okkar Borgfirð- inga sr. Þorbjörn Hlyn Árnason. Þar kom Þorbjörn Hlynur fram með það að kirkjan eigi að taka virkan þátt í samfélaginu og vinna m.a. að umhverfisverndarmálum. Erindi kirkjunnar varðar mannlífið allt, hvernig lífi við lifum og hvernig samfélagið er gagnvart öllu fólki, ekki síst þeim sem minna mega sín. Hún á að hafa skoðun á félagslegu réttlæti og því hvernig samfélagið sinnir sínum. Kirkjan hefur verið meira upptek- in af að sinna þjónustu við einstak- linga, í stað þess að láta sig varða velferðamál samfélagsins. Stjórn- málmenn eiga að vinna í þágu al- mennings, en ekki huga að eigin hag. Eg vil taka undir þessi orð Þor- björns Hlyns. Kirkjan á að halda gildum sínum að stjórnvöldum og þannig verður hún að einhvers konar stjórnarandstöðu sem stöðugt minnir á það sem er mikil- vægast. Kirkjan á að standa fýrir ákveðnum gildum, þar sem virðing fýrir fólki og umhverfinu eru í fýr- irrúmi. Hún heldur á lofti gildum mennskunnar. Hvenær sem stjórn- völd sniðganga þessi gildi á hún að minna á sig. I hvert skipti sem við í dagsins amstri gleymum þessum gildum þá á hun að minna á þau. Kirkjan á því stöðugt að minna á og halda á lofti mikilvægi hverrar einustu manneskju og velferð hennar. Kirkjan á að standa vörð um mennsku og mannlega reisn. Staða ýmissar opinberrar þjónustu við fólk í samfélaginu er stundum það kröpp að það þrengir að þessum gildum. Við sjáum það skýrt í stöðu aldraðra sérstaklega á dvalar - og hjúkrunarheimilum. Það þarf að meta alla þá þjónustu upp á nýtt út frá því hvernig hún getur stutt sem best við mannlega reisn hvers einstaklings. Kirkjan á stöðugt að minna okkur öll á þessi gildi og ekki láta staðar numið. Hún á að halda á lofti réttlæti og mannlegri reisn fatlaðra og fjölskyldna þeirra. Kirkjan á stöðugt að minna á stöðu barnanna í samfélaginu og hvernig fjölskyldurnar, stofnanir samfélagsins og samfélagið allt getur hlúð sem best að börnum. Kirkjan á stöðugt að minna á mik- ilvægi fyrirbyggjandi starfs. Og hún á stöðugt að minna okkur á að huga að þeim sem minna mega sín. Það er ekki nóg að huga einung- is að eigin sáluhjáp. Við verðum öll að huga að velferð annarra sam- borgara okkar og leggja okkar að mörkum til að bæta samfélagið. Verkefnið sem við stöndum öll frammi fýrir, er hvernig getum við hlúð að kirkjunni þannig að hún geti sinnt og sinni þessu hlutverki. Það er svo auðvelt fýrir okkur öll að sitja með hendur í skauti og láta prestana um þetta allt saman og svo getum við skammast út í þá. Fyrsta skrefið er að taka virkan þátt í umræðum um málefni kirkj- unnar. Mæta á fundi hennar og taka þátt í starfinu. Kirkjan er í eðli sínu íhaldssöm stofnun. Sumir segja að hún eigi að vera það. Ég tel hins vegar að við, hvert og eitt okkar, getum tekið þátt í að gera kirkjuna að virkari hluta af samfélaginu. Við skulum ekki bíða með að taka næstu skref. Magnús Þorgrímsson, Sóknamefndarmaður í Borgamesi og framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu fatlaðra á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.