Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Qupperneq 31

Skessuhorn - 26.04.2006, Qupperneq 31
■..Aiim... MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 31 Bárður Eyþórsson kveður Hólminn Bárður Eyþórsson, sem þjálfað hefur karlalið Snæfells í körfu- bolta við góðan orðstír síðatliðin fimm ár, gekk á dögunum til liðs við ÍR. Bárður hafði verið orðað- ur við nokkur lið í borginni og Ijóst mátti þykja að félagaskipti voru yfirvofandi. Samningurinn er til fögurra ára og tekur Bárður við þjálfun liðisins á næstu leik- tíð. Eíéttaritari kom að máli við Bárð Eyþórsson og í Ijósi frétta af vistaskiptum hans lá beint við að spyrja hversvegna hann ákvað að skipta um félag? „Mig langaði að breyta til en ekki að hætta í körfubolta strax. ÍR er spennandi félag og ég tel mig eiga góða möguleika á að gefa af mér það sem liðinu hefur vantað upp á.“ En verður ÍR liðið í toppbarátt- unni strax á næstu vertíð? „Það stefna auðvitað allir þjálfarar að því að vera með sín lið í efri hlut- anum. Þar er ég engin undan- tekning." En ertu þá ánægður með árangur Snæfells í vetur? „Já ég get ekki sagt annað. Við fórum auðvitað ekki alla leið einsog stefnt var að en það vant- aði bara herslumuninn upp á þetta hjá okkur. Ég get þvi ekki kvartað. Mér finnst ég skila liðinu vel af mér og í ágætis málum. Og ég get því skilið sáttur.“ En hvað finnt Bárði um að flytja suður, heldur hann að grisling- arnir hans geti gengið „sjálfala" í Breiðholtinu einsog þeir gera í Hólminum? „Nei, þau verða bara lyklabörn. Nei, án gríns þá erum við bara venjuleg fjölskylda, við þurfum bæði að vinna fyrir okkur og hljótum að geta aðlagast nýju umhverfi einsog aðrir hafa gert.“ Bárður Eyþórsson þjálfari og stýrimaður. Verður þú áfram titlaður stýri- maður í símaskránni? „Ætli mað- ur fari nokkuð að breyta því úr þessu. Þetta er ágætis titill að bera og þó ég hafi kannski lítið verið á sjó undanfarin ár get ég alveg eins borið þennan titil í Breiðholtinu," segir Bárður en bætir við: „Ég vil bara þakka bæjarbúum og stuðningsmönn- um fyrir þennan góða tíma. Hólmarar þurfa ekkert að kvíða framtíðinni. Það er líf í körfubolt- anum eftir mig en það er mikil- vægt að standa þétt við bakið á þeim þjálfara sem verður ráðinn. Það er fullt af efnilegum strákum að koma upp í meistarflokkinn á næstu árum. Framtíðin hlýtur því að vera björt hvað varðar körfu- bolta í Stykkishólmi.“ JTA Skagamenn féllu út úr deildar- bikarkeppninni Síðastliðinn fimmtudag mætti m.fl. ÍA ( knattspyrnu liði Kefla- víkur í deildarbikarnum á Ásvöll- um í Hafnarfirði. Skagamenn þurftu á sigri að halda til að halda áfram í keppninni en Kefl- víkingum nægði jafntefli. Keflvík- ingar voru sterkari fyrstu 20 mín- útur leiksins og komust yfir eftir 15 mínútna leik þegar að boltinn fór af markmanni Skagamanna, Páli Gísla Jónssyni, í eigið mark eftir hornspyrnu inn í markteig. Skagamenn tóku vel við sér eftir mark andstæðinganna og tóku völdin smám saman á vellinum. Arnar B. Gunnlaugsson jafnaði leikinn fyrir Skagamenn eftir stutta sendingu frá Ellerti Jóni Björnssyni. Þrátt fyrir að lið Skagamanna hafi verið meira með boltann í stðari hálfleik náðu þeir ekki að skora og lauk leikn- um því með 1 -1 jafntefli. Því voru það Keflvíkingar sem að komust áfram í deildarbikarkeppninni. SO Skallagrímur og Snæfell með fimm verðlaun á lokahófi KKÍ Glæsilegt lokahóf Körfuknatt- leikssambands íslands var hald- ið sl. föstudag á Hótel Sögu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru leikmenn og þjálfarar sem skar- að hafa fram úr í vetur í lceland Express deildinni heiðraðir. Vesturlandsliðin Skallagrímur og Snæfell fóru ekki tómhent heim og hlutu samtals fimm verðlaun. Þjálfari Snæfells, Bárður Eyþórsson, sem nýlega gekk í raðir ÍR-inga, var valinn besti þjálfari tímabilsins og I. Magni Hafsteinsson leikmaður Snæfells var valinn besti varnar- maður deildarinnar. Magni var einnig valinn í úrvalslið karla sem samanstendur af færustu körfuknattleiksmönnum lands- ins. Skallagrímsmenn fengu þrenn verðlaun en það voru þeir Christopher Manker sem fékk viðurkenningu fyrir bestu þriggjastiga nýtinguna, George Byrd fékk verðlaun fyrir flest frá- köst að meðaltali í leik og Pálmi Sævarsson var valinn prúðasti leikmaður deildarinnar. KÓÓ Andri valinn í U 21 landsliðið í knattspyrnu Andri Júlíusson, 21 árs, sem spilar með Knattspyrnufélagi (A hefur verið valinn í 18 manna leik- mannahóp U-21 landsliðs íslands en liðið mætir Andorra í und- ankeppni Evrópukeppninnar sem fram fer þar ytra þann 3. maí nk. Andri er eini leikmaðurinn úr röð- um ÍA sem er í þessum hópi. KÓÓ B-listinn opnar kosningaskrifstofu 28. apríl B-listinn á Akranesi opnar kosningaskrifstofu við Sunnubraut 21 föstudaginn 28. apríl kl. 17:00-18:00. Heitt á könnunni og tónlistaratriði. Vertu með frá byrjun! Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Akranesi www.xb.is/akranes * *■ Sendum dyxfxfum ó tudninyðfnetimtm, ótyHÍdxvuid ilum ay aðuim aelunnwuun aMuvt áeötu þakkvt þyxvt þtáðœum ótuðniny í aetwt. fffi trji I« ftt rtk s» ■i. «

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.