Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 12
BRETLAND Nýliðin vika er algjör-
lega fordæmalaus í breskum stjórn-
málum. Nýr forsætisráðherra, Boris
Johnson, tapaði sínum fyrstu kosn-
ingum í þinginu. Tapaði svo aftur.
Og svo aftur. Meirihluti ríkisstjórn-
arinnar féll á meðan Johnson hélt
ræðu um styrka stjórn. Þingmenn
með áratuga reynslu og fyrrverandi
ráðherrar voru reknir úr flokknum.
Bróðir forsætisráðherra sagði af sér
ráðherraembætti. Breska þingið er
orðið að apasirkus.
Undir öllum venjulegum kring-
umstæðum væri búið að leysa upp
þing og boða til nýrra kosninga.
Eftir niðurlægingu eins og sást í vik-
unni ætti sitjandi forsætisráðherra
ekki möguleika á að sigra í slíkum
kosningum og yrði steypt af stóli af
eigin flokksmönnum. En Brexit eru
engar venjulegar kringumstæður.
Brexit hefur gjörbreytt hinu
Herkænska eða hrunadans Johnsons
Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráða-
brugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. Ætlunin gæti verið sú að ná fram samningi án ábyrgðar.
Eftir hasarinn í þinginu skrapp Johnson til Skotlands þar sem hann kynnti sér landbúnað. NORDICPHOTOS/GETTY
pólitíska landslagi, þá sérstaklega
Íhaldsflokknum. Tilfinningar eru í
spilinu og rista djúpt. Fólk er tilbúið
til að fórna pólitískri framtíð sinni.
Mörgum brá í brún þegar fregnir
bárust af því að Johnson hefði geng-
ið á línuna og rekið 21 þingmann úr
flokknum á stalínískan máta. Þar á
meðal tvo fyrrverandi fjármálaráð-
herra og barnabarn sjálfs Winstons
Churchill. Þessir þingmenn eru ekki
róttæklingar heldur grandvarir og
frekar óspennandi menn með ára-
tuga hollustu við flokkinn að baki.
En þetta kom þeim sjálfum ekki á
óvart. Johnson hafði hótað þessu
ef þeir hlýddu ekki en þeir voru til-
búnir að fórna sinni pólitísku fram-
tíð fyrir málstaðinn.
Í dag spyr fólk sig hvað sé í gangi
og hvað muni gerast. Hvert er
planið hjá Boris Johnson og aðal-
ráðgjafa hans, Dominic Cummings?
Cummings er enginn bjáni. Hann
skipulagði útgönguherferðina sem
leiddi til þess að Brexit var sam-
þykkt sumarið 2016. Enginn hafði
trú á honum þá en Cummings hugs-
ar marga leiki fram í tímann. Í dag
virðist Boris Johnson með óvinn-
andi stöðu á borðinu en kannski er
þetta allt saman úthugsað og sam-
kvæmt áætlun. Enn hefur ekki verið
samið við Brussel, Jeremy Corbyn
er ekki orðinn forsætisráðherra og
þó að þingf lokkurinn sé orðinn
fámennari þá er hann samheldnari.
Kenningar hafa verið uppi um
að Boris Johnson sé að berjast fyrir
útgöngu án samnings, hörðu Brexit,
til þess að fá samning. Efnahags-
þrengingar muni fylgja útgöngunni
með tilheyrandi niðurskurði og það
er ekki öfundsvert að vera forsætis-
ráðherra á slíkum tímum. Johnson
og Cummings hafi því kokkað það
upp að hótunin um hart Brexit sé
svo slæm fyrir Brussel að Merkel,
Macron og félagar muni gefa eftir
og leita eftir samningi hagstæðum
Bretlandi. Hvort þetta sé snilldar
herbragð eða voðaskot mun koma
í ljós. Pólitíski pistlahöfundurinn
Jonathan Freedman sagði Johnson
vera eins og bankaræningja sem
heldur byssu upp að eigin höfði.
En hvað gerist næst? Nokkuð
ljóst er að kosningar verða haldnar
á næstu mánuðum. Boris hefur sagt
að hann ætli ekki aftur til Brussel til
að biðja um frekari frest og aðrir í
ríkisstjórninni hafa talað á sömu
leið. Þeir segja ekki víst að lögunum
sem þingið setur verði fylgt eftir.
Þar að auki hefur ríkisstjórnin ekki
meirihluta og stjórnarandstaða
margra f lokka og brottrekinna
Íhaldsmanna virðist ekki líkleg til
að mynda bandalag í kringum Cor-
byn. Rætt hefur verið um að mynda
tímabundna stjórn til að koma á
samningi. Ken Clarke, einn hinna
brottreknu, hefur verið nefndur
til sögunnar sem forsætisráðherra
í því samhengi. Ef Johnson vinnur
kosningar eftir að samningur hefur
verið gerður getur hann þvegið
hendur sínar af
honum og jafn-
f r a mt not ið
ávaxtanna.
kristinnhaukur@
frettabladid.is
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru
úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt
af mörkum til að ná heimsmarkmiðunumum
sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir
nýjum viðskiptatækifærum og aukinni
samkeppnishæfni?
Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri
fyrir íslenskt atvinnulíf.
Allt að 200 milljónir króna verða til úthlutunar.
Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til
þróunarsamvinnu.
Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og
sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum
frá skráðum fyrirtækjum.
Umsóknir þurfa að berast fyrir lok 15. október 2019
á netfangið atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is.
Fyrirspurnir þurfa að berast eigið síðar en 8. október á sama netfang.
Allar nánari upplýsingar á utn.is/heimsljos
Styrkir úr
Samstarfsjóði við atvinnulífið
um heimsmarkmiðin
Dominic Cummings, aðalráðgjafi
Johnsons. NORDICPHOTOS/GETTY
7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-A
8
7
0
2
3
B
9
-A
7
3
4
2
3
B
9
-A
5
F
8
2
3
B
9
-A
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K