Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Ákveðnar vísbendingar eru um að hland-skálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Du- champs og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúr- skarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Lista- konur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Gall- eríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gall- erísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Krist- ínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefáns- dóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Skuggi karla Eru það mannréttindi að þurfa ekki að sitja fastur í umferðarteppu? Samkvæmt nýstárlegri túlkun varaborgarfulltrúa Flokks fólksins á stjórn- skipunarlögum er svarið já. Ásgerður Jóna Flosadóttir fullyrti á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykja- víkur að flokkur hennar teldi meirihlutann í borgar- stjórn tefja viljandi fyrir umferð „til að styðja þeirra hugmynd um að miðbærinn eigi að vera bíllaus“. Þetta sagði Ásgerður „mjög ósanngjarnt“ og „stríða gegn jafnræðisreglunni“ en jafnræðisregla stjórnar- skrárinnar kveður á um að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Órar Ásgerðar eiga sér væntanlega ekki hljómgrunn nema meðal örfárra frekra öfga-unnenda einkabílsins; heittrúarmanna sem tilbiðja við færiband Henrys Ford, innblásnir af heilögum koltvísýringi. Eða hvað? Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í f leirum en virðist við fyrstu sýn? Dánarorsök endurskoðuð Ella Kissi-Debrah átti heima í Hither Green hverfinu í suðausturhluta Lundúna. Hún ætlaði að verða sjúkra- þyrluflugmaður þegar hún yrði stór. Átta ára skrifaði hún breska flughernum og bað um að aldurstakmarkið í ungliðahreyfingu flughersins yrði lækkað svo að hún gæti byrjað að læra að fljúga sem fyrst. Herinn sagðist ætla að skoða málið. En ári síðar, í febrúar 2013, lést Ella. Hún var níu ára að aldri. Móðir hennar skreytti líkkistuna með myndum af f lugvélum Rauðu örvanna, listflugsveit breska hersins, sem Ella hlakkaði alltaf til að sjá á árlegri f lugsýningu. Á dánarvottorði Ellu var skráð að hún hefði látist af völdum astmakasts. Nú, sex árum síðar, hefur breskur dómstóll kveðið á um að endurskoða eigi dánarorsök hennar. Ella bjó nálægt einni umferðarþyngstu götu Lundúna. Áður en hún lést hafði Ella verið f lutt á sjúkrahús 27 sinnum vegna astmakasta. Á síðasta ári kom Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southamp- ton, auga á sláandi fylgni á milli sjúkrahúsinnlagna Ellu og skyndilegrar aukningar á loftmengun. Holgate sagði það mjög líklegt að „ef ekki hefði verið fyrir ólöglegt magn loftmengunar hefði Ella ekki dáið“. Akstur og andardráttur Breskir grunnskólar tóku til starfa í vikunni. Dóttir mín hóf nám í sex ára bekk þar sem ég bý í London. Nýverið tóku skólar hverfisins upp á þeirri nýbreytni að loka götum kringum skólana fyrir bílaumferð við upphaf og lok skóladags. Með þessu á að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti þegar foreldrar ferja börn sín til og frá skóla á bílum. Ráðstöfuninni er ætlað að bæta loft- gæði á skólalóðinni. Í síðustu viku var fjölskyldan stödd á Íslandi. Fékk dóttirin að prófa að sækja íslenskan skóla. Upplifunin af skólastarfinu var frábær. Eitt í fari foreldra vakti hins vegar furðu. Í lok hvers skóladags stóð röð af bílum fyrir utan skólann þar sem foreldrar sátu og biðu eftir börnum sínum. Slíkt væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasti bíll var í gangi, spúandi eitruðum útblæstri yfir leikvöll barnanna. Talið er að í Bretlandi megi rekja 64.000 andlát á ári til loftmengunar. Ef réttarrannsókn leiðir í ljós að mengun dró Ellu Kissi-Debrah til dauða verður það hins vegar í fyrsta sinn sem loftmengun er formlega skráð sem dánarorsök á dánarvottorði. Fari svo kunna bresk stjórnvöld að hafa gerst sek um mannréttindabrot að sögn lögfræðings fjölskyldu Ellu. „Þau létu hjá líða að koma í veg fyrir andlát þótt þeim hafi verið fullljós hættan sem stafar af loftmengun.“ Akstur er ekki mannréttindi. Andardráttur er hins vegar lífsnauðsyn. Leyfum ekki okkar innri Ásgerði að brjótast fram. Drepum á bifreiðum fyrir utan skóla barnanna okkar. Eitur og frekjur Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -8 0 F 0 2 3 B 9 -7 F B 4 2 3 B 9 -7 E 7 8 2 3 B 9 -7 D 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.