Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 24
VIÐ STÓÐUM SVO FYRIR
UTAN REYKJAVÍKUR-
FLUGVÖLL MEÐ BJÓRDÓS
OG JÓNU OG HORFÐUM Á
HVOR ANNAN OG BARA
HLÓGUM. HVAÐ VORUM
VIÐ NÚNA KOMNIR ÚT Í!
Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til hans,“ segir Frosti Run-ólfsson um besta vin sinn Loft Gunnarsson sem féll frá árið 2012.
„Það eru hversdagslegir hlutir sem
leiða hugann að honum, til dæmis
áhugaverðir sjónvarpsþættir eða
tónlist, eitthvað sem ég hefði viljað
deila með honum.“
Loftur Gunnarsson hafði verið
heimilislaus um nokkurt skeið
þegar hann lést 32 ára gamall árið
2012. Minningarsjóður Lofts Gunn-
arssonar var stofnaður af ástvinum
hans það sama ár í þeim tilgangi að
bæta hag útigangsmanna í Reykja-
vík og berjast fyrir því að mannrétt-
indi þeirra séu virt. Loftur Gunn-
arsson hefði orðið fertugur þann
11. september næstkomandi. Af því
tilefni verða haldnir styrktartón-
leikar þar sem allar tekjur munu
renna beint til þess að bæta aðbún-
að útigangsmanna í Reykjavík.
Litli og stóri
Frosti og Loftur kynntust á ungl-
ingsárum. „Við bjuggum nálægt
hvor öðrum í Garðabænum og
urðum mjög fljótt nánir vinir þótt
það hafi verið tveggja ára aldurs-
munur á okkur. Ég var þrettán ára
og hann var fimmtán ára gamall.
Hann var hávaxinn, eiginlega risa-
stór og spilaði körfubolta. Ég held ég
hafi náð honum upp í mitti,“ segir
Frosti og brosir út í annað. „Við
vorum alltaf kallaðir litli og stóri.“
Frosti og Loftur bjuggu báðir að
því að grípa f ljótt í húmorinn og
höfðu svipaðar hugmyndir um lífið.
„Við hugsuðum eins og kláruðum
setningar hvor annars. Hann var á
hjólabretti og mér fannst það töff og
við byrjuðum að skeita saman. Ef ég
keypti mér eitthvað flott, til dæmis
eins skó og Kurt Cobain, hetjan mín
og fyrirmynd, átti, þá gerði hann
það líka. Við vorum mjög tengdir, á
milli okkar voru órjúfanleg bönd.“
Frosti segist aldrei fyrr hafa
skynjað vináttuna, örlög Lofts og
Strákar mega gráta
Þeir voru kallaðir litli og stóri og voru óaðskiljanlegir vinir. Þeir
Frosti Runólfsson og Loftur Gunnarsson. En örlög þeirra urðu ólík.
Frosti og Loftur, „litli og stóri“.
sögu þeirra vina sterkar en einmitt
nú eftir að hann hætti sjálfur að
drekka fyrir rúmu ári.
„Ég hef eiginlega verið fullur
síðan ég var þrettán ára gamall.
En Loftur byrjaði fremur seint að
drekka. Ég byrjaði að drekka strax
í áttunda bekk, hann fór á sitt fyrsta
fyllerí þegar ég var í tíunda bekk. Þá
var hann átján ára. Eftir á að hyggja
held ég að hann hafi byrjað svona
seint af óttablandinni virðingu.
Þegar hann datt fyrst í það þá var
það bara eins og hann hefði fundið
það sem honum var ætlað, hann
opnaði pandóruboxið.“
Frosti segist stundum hugleiða
hvað það hafi verið sem gerði það
að verkum að það var Loftur sem
endaði á götunni en ekki hann. Og
hvers vegna alkóhólisminn greip
hann svo föstum tökum. „Loftur
var f lókinn persónuleiki og mjög
listrænn. Hann sagðist alltaf vilja
vera frjáls eins og fuglinn. Það væri
hann sem hefði valið sér þetta líf.
Hann sagðist ekki trúa á kerfið og
hafði sterkar skoðanir á því hvað
lífið snýst um. Þannig er það oft,
réttlætingin er svo sterk.
Það virðist ekki skipta máli hvort
þú kemur af góðu heimili eða ekki,
alkóhólisminn kviknar samt sem
áður. Ég veit um marga slíka, ég er
til dæmis einn þeirra. En það tók
langan tíma fyrir Loft að enda á
götunni enda stóðu honum allar
dyr ástvina opnar. Í upphafi neit-
aði hann að lúta þeim reglum sem
fylgja því að búa á heimili foreldra
sinna. Hann f lutti út og drykkjan
tók völd. Og svo er það þannig að
þegar þú drekkur þá borgar þú
ekki reikningana þína. Þú ert eins
og í öðrum heimi og afneitunin og
réttlætingin ræður för.
Ég finn þetta sjálfur þótt ég hafi
ekki farið sömu leið og Loftur. Ég
sótti mér aðstoð í júní á síðasta ári
og lagðist inn á Vog. Mér hefur sjald-
an liðið jafn vel, það er eins og hulu
hafi verið svipt af. Ég sé lífið svo
skýrt. Ég hef lagt mikið á samband
okkar Hrafnhildar og þetta hékk
allt saman hjá mér á lyginni,“ segir
Frosti. Kærastan hans er Hrafn-
hildur Hólmgeirsdóttir og eiga þau
von á sínu fyrsta barni saman seint
í desember.
Útlegðin á Kárahnjúkum
„Við drukkum mikið saman við
Loftur,“ segir Frosti og rifjar upp
minnisstætt ár með vini sínum
austur á Kárahnjúkum. „Árið 2004
hætti ég með konunni minni í smá
tíma og hélt að samband okkar
væri bara alveg búið. Sem betur
fer var það ekki en á þessum tíma
trúði ég því. Ég bjó í herbergi á
Hringbrautinni og las Bukowski og
svona,“ segir Frosti. „Þá bjó hann
Loftur ekki neins staðar. Ég fékk þá
hugmynd í kollinn að ráða okkur
í vinnu á Kárahnjúkum og sagði
honum ekki einu sinni af því. Ég
hringdi bara í hann og tilkynnti
honum þetta og hann sagði bara:
Já, allt í lagi, ókei. Þetta var svona
sjálfskipuð útlegð hjá okkur.
Við stóðum svo fyrir utan Reykja-
víkurflugvöll með bjórdós og jónu
og horfðum hvor á annan og bara
hlógum. Hvað vorum við núna
komnir út í!“
Frosti og Loftur voru einu
íslensku verkamennirnir á Kára-
hnjúkum. „Íslendingarnir sem
unnu þarna voru allir á einhverjum
græjum eða í stjórnendastöðum en
við Loftur vorum einu verkamenn-
irnir af Íslendingunum. En þarna
voru 1.200 manns samankomnir
og f lestir af erlendu bergi brotnir.
Loftur sá þetta svo skemmtilega
og kunni vel við hversu svaðalegt
þetta var allt saman. Í minningunni
var það að koma þangað eins og að
stíga inn í Mad Max-mynd eða að
fara í fangelsi. Við fengum afhentan
kraftgalla, hamar, stígvél og hjálm.
Þetta voru svo tólf tíma vinnudagar,
sex daga vikunnar uppi á öræfum.
Á sunnudögum var okkur svo keyrt
á Egilsstaði þar sem við fengum að
vera frjálsir í þrjár klukkustundir.
Einu sinni í mánuði fékk maður svo
að fara til Reykjavíkur og þá eydd-
um við Loftur öllu sem við höfðum
unnið okkur inn í sukk og rugl. Þá
var veisla!“
Orðinn maður götunnar
Frosti segir að í nokkurn tíma áður
en Loftur hneig niður á Laugaveg-
„Allar hetjurnar mínar voru fíklar. Eða hötuðu samfélagið eða drápu sig,“ segir Frosti um fyrirmyndir sínar þegar hann var unglingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-C
B
0
0
2
3
B
9
-C
9
C
4
2
3
B
9
-C
8
8
8
2
3
B
9
-C
7
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K