Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 26
inum og lést svo nokkrum klukku-
stundum síðar á gjörgæsludeild
Landspítalans hafi hann verið
búinn að taka það í sátt að vera
utangarðsmaður. „Það gerðist eitt-
hvað í kollinum á honum. Hann
fylltist ró og var bara búinn að sætta
sig við þetta líf. Hann var bara orð-
inn maður götunnar. Svolítið eins
og hann væri bara búinn að gefast
upp. Áður hafði hann átt tíma inn á
milli þar sem hann reyndi að hætta,
en því miður entist það aldrei lengi.
Það þarf svo markvissan og mikinn
stuðning við þá sem eru á þessum
stað og vilja snúa við blaðinu. Hvað
bíður þeirra? Það verður eitthvað
að bíða fólks, ég er til dæmis með
gott bakland núna. Á konu og þak
yfir höfuðið og þrjá ketti og lífið er
bjart fram undan. En ég veit alveg
hvernig það er þegar maður sér enga
aðra lausn en að drekka.“
Frosti segist halda að þótt Loftur
hafi verið búinn að sættast við
götulífið hefði hann getað hjálpað
honum.
„Hann gat verið rosalega erfiður
þegar hann var drukkinn. Ég bjó um
tíma á Laugavegi og hann kom oft
og bankaði upp á hjá mér. Betlaði
stundum og var með læti, ég var þá
stundum leiðinlegur við hann. Ég
hugsa um þetta af eftirsjá og í dag
væri ég algjörlega tilbúinn til að
hjálpa honum. Ég var það bara ekki
þá, ég var alveg jafn veikur og hann.
Bara á öruggari stað. Og ég held það
eigi við um marga. Þeir eru jafn
veikir en á öruggari stað en Loftur
var. Og það er ekki sjálfgefið.“
Strákar mega ekki gráta
Talið berst að tilfinningum og fyrir-
myndum stráka á unglingsaldri.
Það sé lítið við því að gera að fyrir-
myndirnar lifi lífi sem leiðir til glöt-
unar. „Ég held að það sé því miður
enn þá þannig að strákar megi ekki
gráta og sýna tilfinningar sínar eða
pæla í þeim. Það er eins og það taki
kynslóðir að læra þessa hluti. Ég
er 38 ára gamall og er í fyrsta sinn
að tækla hluti út frá tilfinningum
og finnast ég mega það. Án þess að
grípa í f löskuna eða eitthvert dóp
til að deyfa mig. Og ég hef verið
listamaður alla ævi, allar hetjurnar
mínar voru fíklar. Eða hötuðu
samfélagið eða drápu sig. Tilheyra
ákveðinni andfélagslegri trúar-
stefnu. Þegar ég var lítill var hetjan
mín Kurt Cobain, heróínisti sem
skaut sig í hausinn. Í dag er þetta
alveg eins, nema það eru rapparar
sem rappa um oxý. Og þetta mun
aldrei breytast. En það þarf að ræða
þetta. Það þarf að aðstoða stráka
við að bera kennsl á tilfinningar
sínar og á þetta skaðlega mynstur
sem einkennir drykkju margra
Íslendinga og felst í að deyfa til-
finningalífið.
Sem ungum listamanni fannst
mér það eiginlega bara skylda mín
að nota eiturlyf og þetta voru svo
ótrúlega mörg ár sem fóru í súginn.
Það er svolítið erfitt að horfa til
baka og hugsa um það hvað ég hefði
getað gert við allan þennan tíma.
Vaknar glaður
Ég hefði getað verið hugrakkari og
kafað dýpra í hlutina. Þetta þurfa
ungir listamenn að vita, þeir eiga
ekki að vera feimnir við að sækja
sér hjálp við drykkju og neyslu. Það
þarf ekki að vera fyllibytta til þess
að vera töff listamaður, þvert á móti.
Ég vildi óska að ég hefði áttað mig á
þessu fyrr því tíminn er það mikil-
vægasta sem maður hefur.
Nú vakna ég á morgnana og er
glaður, möguleikarnir eru fleiri. Þó
að ég sé reyndar enn að díla við eft-
irköstin eftir 25 ára stanslaust partí.
Það tekur tíma. Það má segja að ég
sé búinn að skola bílinn en þurfi nú
að fara að skoða undir húddið. Ég
þarf að halda áfram að rækta minn
innri mann. Mér finnst ég hafa verið
eins og uppvakningur, en nú sé ég
til staðar.“
Frosti er einn þeirra sem skipu-
leggja minningartónleikana á Hard
Rock á miðvikudaginn í næstu viku.
Hann hefur einnig gert heimildar-
myndina Meinvill í myrkrunum lá
sem fjallar um Loft. Myndin verður Frosti og Loftur á Kárahnjúkum. MYND/SPESSI
Ég hefði getað
verið hugrakk-
ari og kafað
dýpra í hlutina.
Þetta þurfa ung-
ir listamenn að
vita, þeir eiga
ekki að vera
feimnir við að
sækja sér hjálp
við drykkju og
neyslu. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
sýnd þann 15. september næst-
komandi í Bíó Paradís og rennur
sömuleiðis allur ágóði af miðasölu í
minningarsjóðinn. Hann og Hrafn-
hildur kærasta hans eru samhent í
starfi sínu fyrir sjóðinn og styðja
almennt við málefnið. Þau tóku þátt
í þöglum mótmælum um aðstæður
útigangsmanna á Austurvelli á dög-
unum.
Minnast Lofts
„Hrafnhildur hefur verið kærastan
mín í átján ár og hefur mikið hjálp-
að til í undirbúningnum fyrir minn-
ingartónleikana. Hún var líka góð
vinkona Lofts og við fórum saman
í gær á þögul mótmæli sem móðir
Þorbjarnar Hauks, sem einnig lést
á götunni, stóð fyrir við Alþingis-
húsið. Þar hittum við Hrafnhildur
Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann
velferðarráðs, og ræddum aðeins
við hana. Okkur þótti vænt um að
hún þekkir það mikilvæga starf sem
minningarsjóður Lofts hefur unnið
og hjarta hennar er á réttum stað.
Hún er bara einn hlekkur í þessari
baráttu svo fleiri innan borgarinnar
verða að styðja við þessar úrbætur
Þeir sem komast ekki á tón-
leikana eða sýningu heimildar-
myndar um Loft í Bíó Paradís en
vilja styðja við minningarsjóð
Lofts geta lagt inn á reikning
sjóðsins.
Bankanr. 318-26-5171
Kt. 461112-0560
sem þarf, og fyrst og fremst þarf
peninga og til þess erum við að
halda þessa tónleika.“
Þeir tónlistarmenn sem koma
fram á minningartónleikunum
gefa vinnu sína málstaðnum. Á
meðal þeirra sem koma fram eru
Krummi, Pétur Ben, K.K og Syca-
more Tree en Gunnar Hilmarsson
var mágur Lofts og hefur verið afar
ötull í störfum sínum í þágu sjóðs-
ins. „Við viljum fyrst og fremst safna
í minningarsjóðinn til góðra verka
og vekja athygli á málstaðnum en
líka eiga góða kvöldstund, hlusta
saman á góða tónlist og minnast
Lofts. Hann átti marga góða vini.“
7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-C
6
1
0
2
3
B
9
-C
4
D
4
2
3
B
9
-C
3
9
8
2
3
B
9
-C
2
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K