Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 36

Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 36
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is When Harry Met Sally (1989) Þessi klassíska rómantíska gamanmynd sýnir New York í haustbúningi og allar persónurnar eru klæddar í kósí föt. Góð til að komast í haustgírinn. Haustið er mætt með látum og þá er auðvitað ekkert betra en að kúra uppi í sófa og njóta þess að hlusta á rigning- una og rokið berja húsið að utan á meðan maður nýtur góðs gláps. Ef maður getur fagnað haustinu er auðveldara að kveðja sumarið og því er ekki vitlaust að koma sér í rétta gírinn með nokkrum bíómyndum sem eru fullkomið haustlægðagláp. Hér eru tíu góðar, í engri sérstakri röð. Tíu kósí myndir fyrir haustlægðirnar Þegar hitastigið lækkar og rokið og rigningin eykst verður óspennandi að fara út og betra að njóta þess að kúra og horfa á myndir. Hér eru nokkrar sem gætu gert haustlægðirnar bærilegri. You’ve Got Mail (1998) Kósí rómantísk gamanmynd með Meg Ryan sem gerist í New York seint á árinu. Litirnir eru hlýir og sagan er hugljúf. Svo er Tom Hanks náttúrulega alltaf kósí. Good Will Hunting (1997) Þessi þroska­ saga sýnir Bost­ on í haustbún­ ingi og gerist að miklu leyti í skóla. Það gerir hana viðeigandi haustmynd. Dead Poets Society (1989) Meira af Robin Williams sem kennara, meiri skólafílingur og meiri haustlitir. Þarf eitthvað meira? Fantastic Mr. Fox (2009) Haustlitirnir eru allsráðandi í þessari fallegu og óhefðbundnu fjölskyldu­ mynd frá Wes Anderson. Harry Potter (2001-2011) Það eru skiptar skoðanir um hvort myndirnar séu jólamyndir eða ekki. Þær byrja alltaf á haustin þegar skólinn fer í gang og henta því árstíðinni vel. Rushmore (1998) Önnur mynd úr smiðju Wes Anderson og enn og aftur er skóla­ þemað áberandi. Nálgunin hér er þó heldur sérviskulegri en vanalega, enda varla við öðru að búast frá Anderson. The Lord of the Rings (2001-2003) Aftur má deila um hvort þessar séu meira viðeigandi á jólunum, en LOTR myndirnar minna að minnsta kosti marga á að liggja undir teppi og eiga betur við á veturna en sumrin. Dan in Real Life (2007) Steve Carrell leikur ekkil í þessari hugljúfu gaman­ og dramamynd sem gerist að hausti til á Rhode Island og fjallar um fjölskyldu og ást. Far From Heaven (2002) Þessi lítt þekkta verðlaunamynd sem gerist á sjötta áratugnum varð bara að vera á listanum vegna þess að hún skartar fögrum haustlitum í næstum öllum atriðum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem fram- leiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslensk- um, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafi. Magnús Friðbergsson, verk- efnastjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgna- hylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgna- hylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgna- hylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjunum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Hjúkrunarfræð- ingurinn Dýrleif Sigu jónsdóttir sta fa á vöku- deild Landspítal- ans. Hún s undar hreyfingu og útiveru af krafti og stefnir alltaf lengra og hærra. Dýrleif stunda í dag mikla hreyfingu en hún er að æfa Boot Camp og er frekar nýlega komin með æði fyrir utan- vegahlaupum, fjallahlaupum og þríþraut. „Ég myndi segja að aðal- hreyfingin mín í dag séu hlaup. Ég fór á byrjendanámskeið í þríþraut í maí og gjörsamlega elskaði það. Þar er mikil áhersla á hlaup, sund og hjól og maður kemst í mjög skemmtilegt form á stuttum tíma. Eins og staðan er núna er ég mest í því að hlaupa, synda og hjóla,“ segir Dýrleif. Krefjandi en skemmtilegt Hún tók þátt í sinni fyrstu sprett- þraut í byrjun maí. „Þrautin samanstendur af 400 metra sundi, 10 kílómetra hjóli og 3 kílómetra hlaupi. Ég skal alveg viðurke na að þetta v r meira krefjandi en margt annað sem ég hef keppt í en á sama tíma gríðarlega skemmti- legt. Það er mjög sérkennilegt að fara beint úr sundi í hjól og svo beint úr hjóli í hlaup. Fæt- urnir verða þreyttir en það er svo skemmtileg fjölbreytni í þessu sporti að maður fær ekki nóg,“ útskýrir Dýrleif. Dýrleif hefur alla tíð verið mikið í útivist en hún kunni ekki alltaf að meta það hvað útivera er góð fyrir mann. „Pabbi labbaði með mig frá unga aldri í bakpoka á bakinu upp á fjöll. Ég ólst upp í Noregi og þar voru foreldrar mínir mikið að draga mig ásamt systkinum mínum í fjallgöngur sem ég kunni lítið að meta á þeim tíma. Áhuginn kviknaði þegar ég varð eldri og þroskinn orðinn meiri.“ Í janúar á þessu ári skráði Dýrleif sig í fjallgönguhóp á vegum Tindar Travel með það markmið að leiðar- ljósi að klífa Hvannadalshnjúk í maí síðastliðnum. „Vilborg Arna pólfari er ein af stofnendum hóps- ins og hún sagði á fyrsta fundi að við myndum öll fá fjallabakteríuna eftir hnjúkinn og það gerðist svo sannarlega hjá mér. Eftir Hvanna- dalshnjúkinn fór ég að klífa eitt til þrjú fjöll á viku, og ég fæ ekki nóg.“ Mikilvægt fyrir líkama og sál Dýrleif hefur fundið fyrir betra andleg a jafnvægi eftir að hún fór að stunda meiri útiveru. „Talandi af eigin reynslu þar sem ég náði lí ið sem ekkert að ganga á fjöll þ g r ég var í hásk la þá finn ég gríðarlega mikinn mun á and- legri heilsu minni eftir að ég fór að fá þessa svokölluðu fjallabakt- eríu.“ Hreyfing úti í náttúrunni getur oft verið góð núllstilling. „Ef maður er undir miklu álagi eins og ég er oft í mínu starfi þá er gott að gera eitthvað annað sem brýtur upp álagið. Ég myndi segja að hlaup, útivist og öll þjálfun hafi hjálpað mér gríðarlega mikið að takast á við vinnuálagið sem fylgir vaktavinnu,“ segir Dýrleif. „Mér finnst eiginlega lífsnauðsyn- legt að stunda hreyfingu og vera í náttúrunni til að tæma hugann og næra sálina.“ Það er nóg um að vera hjá Dýrleif á næstunni og hún ætlar ekkert að slaka á. „Ég ætla að taka þátt í þríþrautarkeppni á Akranesi núna í júlí þar sem farið er um Langa- sand og Akrafjall. Ég ætla svo til Noregs í orlofinu mínu til að vinna og í leiðinni mun ég klífa fjöll og taka þátt í þríþraut sem heitir Tripp Trapp Triathlon og fer fram í hinum fallega Lysefjorden.“ Hún er spennt fyrir komandi tímum og markmiðin fyrir næsta ár eru skýr. „Mín helstu markmið í hreyfinu þessa stundina eru að halda áfram á sömu braut sem ég er á núna og bæta mig enn frekar í hlaupum og þríþraut.“ Hún stefnir á Laugavegshlaupið næsta sumar. „Til þess að ná því markmiði ætla ég að skrá mig í utanvegahlaupa- hóp í haust til þess að ná að halda mér vel við efnið.“ Ævintýrin í náttúrunni heill Dýrleif á toppi Hvannadalshnjúks í 2.110 metra hækkun. Dýrleif tók þátt í Snæfellsjökulshlaupinu í júní síðastliðnum. Til þess að ná því markmiði ætla ég að skrá mig í utanvega- hlaupahóp í haust til þess að ná að halda mér vel við efnið. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -E 8 A 0 2 3 B 9 -E 7 6 4 2 3 B 9 -E 6 2 8 2 3 B 9 -E 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.