Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 8

Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 ^kUuunuki OR skoðar nýjan valkost í vatnsöflun fyrir Borgfirðinga Esporting WATER Framkvæmdir á næsta Réttur myndatexti með Óhætt er að segja að Skessuhorn hafi fengið mikil viðbrögð við röngum myndatexta sem birtist í síðasta tölublaði með annarri af tveimur myndum sem birtar voru frá Ljósmyndasaíhi Reykjavíkur og voru teknar af Ólafi Arnasyni ljós- myndara. Myndin var réttilega sögð tekin í dráttarbrautinni á Akranesi við skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts, eða í Slippnum. Verið var að sjósetja Haukaberg SH 20 þann 28. september árið 1974. í textanum í blaðinu stóð að lengst til hægri hafi staðið Runólfur frá Grundarfirði, eigandi skipsins. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Hið rétta er að á myndinni eru ffá hægri: Hjálmar Gunnarsson, útgerðar- maður, Margrét Hjálmarsdóttir dóttir hans og Helga Þóra Ama- dóttir eiginkona Hjálmars. Beðist er velvirðingar á þessu, en þær upp- lýsingar sem fóru með myndinni eru ættaðar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, og sýnir þetta glöggt nauðsyn þess að safnið hafi réttar upplýsingar um myndirnar. Gunnar Hjálmarsson, skipstjóri á Haukaberginu hringdi til Skessu- horns sl. föstudag og kvaðst vera staddur í Póllandi. Sagði hann sím- ann ekki hafa þagnað hjá sér eftir að Skessuhorn kom út og vildu menn Frá Grábrókarhrauni en líkur eru til þess að vatnsveitan þaðan muni þjóna mun stterra svteði en upphaflega var ráðgert. Bifröst og Baula í bakgnmni. uppundir OK-jökli. Sú lögn átti að þjóna neysluvatnsþörf á fyrr- greindum veitusvæðum sem búið hafa við skort á nægjanlegu magni af góðu vatni mörg undanfarin ár. „Við erum að kanna hagkvæmni þess að nýta vatnsveituna úr Grá- brókarhrauni og myndum þá leggja nýja lögn út frá henni við verslunina Bauluna, yfir Norðurá og Stafholtstungur og alla leið í Reykholt. Þetta er dýrari lausn en að leggja vatnsveitu frá Rauðsgili, en ef aukinn markaður reynist fýr- ir vatn á þessari leið, þ.e. nýir not- endur svo sem á Varmalandi og víðar í Stafholtstungum, þá getur vel farið svo að við veljum hana frekar og leggjum þá af hugmynd- ir um vatnsveitu frá Rauðsgili," sagði Jakob S Friðriksson, verkefn- isstjóri hjá OR í samtali við Skessuhorn. Hann segir umhverfisþætti mæla gegn vatnsveitu frá Rauðsgili þó líklega sé sú framkvæmd ódýrari. „Ef farið verður í þá veitu þarf m.a. að leggja nýjan veg meðfram Rauðsgili sem myndi óhjákvæmi- lega verða mjög áberandi í lands- laginu. Því er ekki síður út frá um- hverfissjónarmiðum sem við könn- um aðrar leiðir til vatnsöflunar fyr- ir svæðið.“ Einnig verða aðrir möguleikar til öflunar vatns kann- aðir í nágrenni Reykholtsdals. Að- spurður segir að Jakob að flutn- ingsgeta Grábrókarveitunnar sé yfirdrifið nógu mikil til að bæta þessum fjölda nýrra notenda við. „Við hönnun veitunnar var gert ráð fyrir að hún dygði næstu ára- tugina fyrir Borgarnes og aðra notendur í héraðinu og flutnings- geta hennar er það mikil að við getum hæglega bætt fleiri svæðum við hana,“ segir Jakob. koma réttum upplýsingum á fram- færi. Gunnar segir að Haukabergið sé nú í mikilli klössun í Stettin í Póllandi, verið sé að endurnýja vél, brú og afturhluta skipsins. Gert er ráð fýrir að viðgerðum og endur- bótum ljúki innan mánaðar. Það er Hjálmar ehf. sem gerir út skipið og að sjálfsögðu frá Grundarfirði. MM leiti hjá Icelandia Forsvarsmenn fyrirtækisins Icelandia, sem hyggur á byggingu vatsnverksmiðju á Rifi, vonast til þess að framkvæmdir við verk- smiðjuna geti hafist fyrir áramót. Líkt og Skessuhorn hefúr greint frá er undirbúningur fyrir bygginguna á lokastigi. Birgir Viðar Halldórs- son, einn af stjórnendum fyrirtæk- isins, sagði í samtali við Skessuhorn að samningar um vélar og tæki væru á lokastigi og val á tegund bygginga stæði yfir, en um er að ræða 15.000 fermetra stálgrindar- hús og 800 fermetra skrifstofuhús- næði að auki. Birgir Viðar var á ferð um bygg- ingarsvæðið og nágrenni þess þeg- ar Skessuhorn náði tali af honum. Með í för voru allir stjórnendur fyrirtækisins og sagði hann að þetta væri í fýrsta skipti sem þeir væru allir komnir saman í einu á staðn- um. Birgir sagði að búið væri að velja arkitektafýrirtæki til að sjá um hönnun og menn væru að verða klárir í slaginn. Aðspurður hvenær verkinu lyki sagði hann það ráðast á næstu dögum. „Þetta hangir allt saman við smíði tækjanna. Þetta tekur átta til tíu mánuði eftir að hún hefst. Við vonumst eftir því að geta hafið rekstur á þriðja ársfjórð- ungi næsta árs,“ sagði Birgir. Reiknað er með að fýrsta kastið starfi um 40 starfsmenn við verk- smiðjuna en þeim muni fjölga í 60 innan tíðar. Líkt og sjá má á með- fýlgjandi mynd er búið að setja upp glæsilegt skilti við svæðið þannig að nú sést vel hvar verksmiðjan mun rísa. Myndin er fenginn af vef Snæ- fellsbæjar www.snb.is Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er nú þessa dagana unnið við mat á hagkvæmni þess að taka legg út úr nýju neysluvatnsveitunni, sem verið er að leggja frá Grábrók- arhrauni í Norðurárdal og í Borg- arnes, og leiða upp Stafholtstung- ur og alla leið í Reykholt. Við það skapast einnig möguleiki fýrir nýja notendur á þessari leið að tengjast veitunni. Ef þessar hugmyndir verða að veruleika mun sú veita koma í stað fýrirhugaðrar vatns- veitu frá Rauðsgili sem þjóna átti neysluvatnsþörf í Reykholtsdal og víðar í héraðinu. Með þessu má forðast rask á viðkvæmu svæði í kringum Rauðsgil. Jákob S Friðriksson, verkejnisstjóri hjá OR. Flutningsgetan yfirdrifin fyrir stærra svæði Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í vor tók OR við rekstri neysluvatnsveitnanna á Hvanneyri, í Bæjarsveit, Klepp- járnsreykjum og Reykholti sl. vor og hafa áætlanir verið uppi um að leggja nýja neysluvatnslögn með- fram Rauðsgili og í uppsprettu Vígsla í Borgamesi í nóvember Framkvæmdir við lagningu nýju vatnsveitunnar frá Grábrókar- hrauni og í Borgarnes eru á loka- stigi. Verkið hefur staðið yfir frá því árið 2005 og hafa vegfarendur um þjóðveg eitt getað fýlgst með framkvæmdunum því yfirleitt fýlg- ir veitan veglínunni. Vatnsveitan mun þjóna byggðinni í Borgarnesi og leysa þar með af vatnstökuna sunnan Borgarfjarðar. Auk Borgar- ness mtm veitan þjóna fjölda not- enda á leiðinni frá Norðurárdal og í Borgarnes. Þar eru m.a. stór og vaxandi sumarhúsahverfi sem tengjast henni, svo sem Munaðar- nessvæðið, Svignaskarð og fleiri sumarhúsabyggðir í Borgarhreppi. „Verkefnið er á lokastigi, aðveitu- æðin er að verða tilbúin, enn er verið að vinna í mannvirkjum og gera þau tilbúin en auk þess er ver- ið að vinna við greiningar við lögnina og virkjun borhola í Grá- brókarhrauni. Við vonumst því til að geta formlega tekið veituna í notkun í nóvemberrnánuði,“ sagði Jakob S Friðriksson að lokum. MM Endumýjun bæjarsldlta í Grundarfirði Nýhafin er uppsetning nýrra bæjarskilta við alla bæi í dreifbýli Grundarfjarðar. Bæjastjórn samþykkti í júní að ráðast í verkefhið og vegna eðlis þess hefur verið haft samráð við Vega- gerðina, enda þurfa skiltin að uppfýlla ákveðna staðla. Gömul bæjarskilti í Grundarfirði verða fjarlægð og nýjum komið fýrir, en þau gömlu voru af ýmsum toga. Við framsveitarveg verð- ur einnig sett upp kortaskilti sem sýnir framsveitarveginn og staðsetningu bæja, kirkju, golfvallar ofl. Áætlað er að uppsetningu og frágangi ljúki fljódega og verða allar merk- ingar í dreifbýlinu þá samræmdar og skil- merkilegar. www.grundarfjordur.is greindi frá. -KÓP Atvinnumálanefiid vill lækka gjaldtöku af afla Atvinnumálanefhd Akraneskaup- staðar hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til stjórnar Faxa- flóahafna að gjaldtöku fýrirtækisins af lönduðum afla verði endurskoð- uð með það í huga að gera löndun á Akranesi hagkvæmari en nú er. Eins og fram hefur komið í fréttum er í framtíðaráformum Faxaflóa- hafha gert ráð fýrir uppbyggingu Akraneshafnar þannig að hún nýt- ist sjávarútveginum sérstaklega. Jafhframt fagnaði atvinnumála- nefndin þeim framkvæmdum sem þegar eru í gangi við lagfæringu löndunaraðstöðu á aðalhafnargarð- inum á Akranesi og einnig óskar nefndin eftir upplýsingum um hvenær hafist verði handa við byggingu fiskmarkaðar í bænum en fýrir skömmu samþykkti stjórn Faxaflóahafna að vinna að bygg- ingu slíks húss. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.