Skessuhorn - 22.11.2006, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 2006
Nýr leikskóli á
Hvanneyri?
BORGARBYGGÐ: Fræðslu-
nefnd Borgarbyggðar hefur sam-
þykkt samhljóða ályktun þar sem
athygli byggðaráðs er vakin á
nauðsyn þess að á árinu 2007
verði ráðist í byggingu nýs leik-
skóla á Hvanneyri. I ályktun
nefndarinnar segir að núverandi
húsnæði sé til bráðabirgða og
uppfylli ekki þær kröfur sem
eðlilegt er að gera til leikskóla-
húsnæðis. Alyktunin var sam-
þykkt í kjölfar þess að lagt var
ffam á fundi nefndarinnar erindi
frá Valdísi Magnúsdóttur leik-
skólastjóra Andabæjar á Hvann-
eyri um nýjan leikskóla á staðn-
um. -hj
Aflaaukning
í október
VESTURLAND: í október var
landað 5.108 tonnum af sjávar-
fangi í höfnum á Vesturlandi. Er
þetta ríflega 53% aukning ffá því
í sama mánuði í fyrra. Mestum
afla var landað á Akranesi eða
2.848 tonnum. Af einstökum
fisktegundum var mestu landað
af þorski eða 908 tonnum. Fyrstu
tíu mánuði ársins var landað
80.534 tonnum af sjávarfangi í
höfiium Vesturlands en á sama
tfina í fyrra var landað 87.680
tonnum. Samdrátturinn er því
rúm 8%. Af einstökum höfnum
hefur mestu verið landað á Akra-
nesi eða 39.217 tonnum og af
einstöku fisktegundum hefur
mestu verið landað af þorski eða
24.488 tonnum. -hj
Uppbygging
samgöngukerfis
haldi áfram
SNÆFELLSNES: Héraðs-
nefiid Snæfellinga hvetur stjóm-
völd til að halda áffam uppbygg-
ingu samgöngukerfis á Snæfells-
nesi. Þetta kemur ffam í ályktun
aðalfundar nefndarinnar sem
haldinn var í vikunni. Þar segir
að bylting hafi orðið á undan-
fömum árum í samgöngum á
Snæfellsnesi en nauðsynlegt sé
að halda áfram uppbyggingu
vega um Fróðárheiði, Skógar-
strönd og Utnesveg. Beina þurfi
meiri fjármunum til uppbygg-
ingar og viðhalds safiivega og
efrir því sem umferð og álag á
vegakerfið aukist þurfi að tryggja
meira fjármagn til viðhalds og
breikkunar vega. -hj
Óhappalítil
umferðarvika
BORGARFJÖRÐUR: Þrjú
umferðaróhöpp urðu í umdæmi
lögreglunnar í Borgamesi í sl.
viku og öll minniháttar. Verður
það að teljast vel sloppið miðað
við færð og veðurlag undanfarið.
Um 40 vom teknir fyrir of hrað-
an akstur af lögreglunni í vik-
unni. Eitt fíkniefhamál kom upp
þar sem um var að ræða áhöld til
fíkniefiianeyslu og lagði lögregl-
an hald á það hjá tvítugum Borg-
nesingi. -kh
Stuðningur við fráveitur
og jarðhitaleit verði auldnn
Héraðsnefnd Snæfellinga hvetur
til þess að aukinn verði stuðningur
við jarðhitaleit og virkjun jarðhita
á svokölluðum „köldum svæðum.“
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á aðalfundi nefndar-
innar sem haldinn var í Stykkis-
hólmi í síðustu viku. Einnig benti
fundurinn á nauðsyn þess að bæta
stöðu þeirra sem ekki hafa aðgang
að jarðvarma til kyndingar íbúðar-
húsnæðis.
Einnig töldu fundarmenn nauð-
synlegt að ríkisvaldið komi með
„stærri og ábyrgari hætti að úr-
lausn fráveitumála,“ að því er segir
í ályktun fundarins. Þar segir
einnig að sveitarfélögin á Snæfells-
nesi standi frammi fyrir risavöxnu
verkefni á næstu tveimur árum
„sem sveitarfélögin ráða ekki við
ein og sér með núverandi fyrir-
komulagi."
Hjf
Faxaflóahafioir vilja kaupa Faxabraut 7A
Húsið við Faxahraut 1A erfyrir miðri mynd.
Stjóm Faxaflóahafna hefur óskað
efrir viðræðum við Verslunarþjón-
ustuna hf. um hugsanleg kaup á hús-
eigninni Faxabraut 7A og er ætlunin
að húsið verði
nýtt undir
starfsemi fisk-
markaðar.
Fyrr á þessu
ári sóttust
Faxaflóahafnir
eftir lóðinni
nr. 3 við Faxa-
braut og var
hugmyndin að
þar yrði reist
tveggja hæða
hús og var
stefnt að því
að það hús myndi hýsa veitingastað
og fiskmarkað. Faxabraut 7A hefur
hins vegar verið til sölu um nokkurt
skeið.
Fyrir eiga Faxaflóahafnir húseign-
ina Faxabraut 1 en svæðið milli þess
húss og Faxabraut 7A er óbyggt.
Gísli Gíslason hafiiarstjóri Faxaflóa-
hafha segir að gengið verði til við-
ræðna með þeim fyrirvara að Akra-
neskaupstaður samþykki að svæðið
milli húsanna verði til ff amtíðar nýtt
fyrir fisksækna starfsemi. Hann von-
ast til þess að viðræður um kaupin
geti tekið stuttan tíma og Fiskmark-
aður Islands geti því fyrr en ella
komist í góða aðstöðu nær höfninni
en verið hefur fram að þessu.
Faxabraut 7A er um 485 fermetr-
ar að stærð á tveimur hæðum og var
reist árið 2003. Brunabótamat húss-
ins er tæpar 72 milljónir króna.
W
Fyrsta vélskóflustungan að Menntaskóla
Arsæll Guðmundsson, verkefn-
isstjóri og tilvonandi skólameistari
Menntaskóla Borgarfjarðar tók í
gær fyrstu vélskóflustunguna að
hinu nýja skólahúsnæði við Borg-
arbraut í Borgarnesi. Eins og frá
var greint á sínum tíma, þá tók
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra fyrstu hand-
skóflustunguna að húsinu sl. vor.
Það er Borgarverk hf. sem sér um
jarðvinnu.
MM
Lögreglan sendir
foreldrum ökumanna bréf
Allmikið hefur borið á brotum
Lögreglan á Akranesi hefur nú
gripið til þess ráðs að senda for-
ráðamönnum ökumanna undir 18
ára aldri, sem hafa brotið af sér í
umferðinni, bréf þar sem fram
kemur hvort þeir eigi von á sekt
eður ei. Þetta er nýbreytni í vinnu-
brögðum lögreglunnar og vonast
hún til að með þessu grípi forráðar-
menn inn í hættulega hegðun barna
sinna.
ungra ökuínanna í umferðinni á
síðustu mánuðum., Því miður hafa
ekki allir látið segjast og tekið upp
betri siði við afskipti lögreglu og
sektir sem þeim hafa fylgt. Því var
ákveðið að senda foreldrum eða
forráðamönnum ökumanna undir
18 ára aldri þ.e. ólögráða, bréf þar
sem greint er frá því að viðkomandi
hafi verið staðinn að broti og eins
hvort hann megi eiga von á sekt eða
ekki. Fyrsm bréfin voru send nú í
vikunni og hefur lögregla fengið
viðbrögð við þeim ffá foreldrum
sem eru á einu máli um að hér sé á
ferðinni þarft framtak.
Er það von lögreglumanna að
með því að upplýsa foreldra ungra
ökumanna með þessum hætti megi
stuðla að öruggari umferð í ffam-
tíðinni. M- KH
Tölvuþjónustu Vesturlands stækkar
Um síðustu mánaðamót samein-
uðu E-bit ehf á Akranesi, sem rekið
hefur Tölvuþjónustu og verslun á
Akranesi og Tölvuþjónusta Vestur-
lands í Borgamesi rekstur sinn, und-
ir merkjum Tölvuþjónustu Vesmr-
lands. Markmið fyrirtækisins verður
að sinna fyrirtækjum og einstakling-
um á Vesturlandi með tölvu- og
skrifstofubúnaði, ásamt ýmsum
tengdum vörum.
Eggert Herbertsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri E-bit ehf.,
verður framkvæmdastjóri hins nýja
félags. Hann segir að fyrirtækið
muni áffam sinna almennri tölvu-
og tækniþjónusm, ásamt því að reka
verslanir á Akranesi og í Borgamesi.
Einnig sé ætlunin að auka almenna
tölvu- og tækniþjónustu á Vestur-
landi ásamt því að aukin áhersla
verði lögð á að sinna fyrirtækjum
með almennar skrifstofuvömr í
samstarfi við Odda skrifstofuvörur.
Omar Orn Ragnarsson mun
starfa sem rekstrarstjóri í verslun
Tölvuþjónusm Vesturlands í Borg-
amesi og Olafur Rúnar Sigurðsson
verður rekstrarstjóri í verslun fyrir-
tælrisins á Akranesi. Eggert segir að
sjö starfsmenn muni starfa hjá hinu
sameinaða fyrirtæki. Fyrirtækið
verður í samstarfi við öll helstu fyr-
irtæki á sínu sviði og má þar nefina
Odda skrifstofuvörur, Opin kerfi,
EJS, Nýherja og Hátækni.
Verslanir fyrirtækisins verða
áffam til húsa á sama stað eða á
Esjubraut 49 á Akranesi og Brúar-
torgi 4 í Borgamesi. Heimasíða hins
nýja fyrirtækisins er
www.tolvuversltm.is HJ
Kjördæmis-
þingSF
HRÚTAFJ ÖRÐUR: Kjör-
dæmisþing Samfylkingarinnar í
Norðvestur kjördæmi verður
haldið í Reykjaskóla í Hrúta-
firði um næstu helgi og hefst kl.
13 á laugardag. A fundinum
mun kjörnefnd bera fram til-
lögu að lista, flutt verða erindi,
stefhumótunarvinna fer fram
og vinnuhópar starfa á fundin-
um. Fundurinn er opinn öllu
Samfylkingarfólki þó að ein-
ungis kjörnir fulltrúar hafi
kosningarétt.
-mm
Mikið um óskoð-
aða bíla
AKRRANES: Aðeins tvö um-
ferðaróhöpp voru tilkynnt til
lögreglu í vikunni sem verður
að teljast gott. Mikil hálka og
slæm færð var um helgina og
hefði allt eins mátt búast við
einhverjum óhöppum. Sú varð
ekki raunin og ekkert óhapp
hefur verið tilkynnt eftir að
færð tók að spillast. Tveir af
þeim ökumönnum sem stöðv-
aðir voru í eftirliti lögreglu
voru handteknir og færðir til
yfirheyrstu grunaðir um ölvun
við akstur. Báðir höfðu gefið
öndunarsýni sem gaf til kynna
að þeir höfðu neytt áfengis.
Mál þessara tveggja bíða niður-
stöðu úr blóðrannsókn. Þá
fengu 14 umráðamenn óskoð-
aðra bifreiða boð um að mæta
með þær til skoðunar á skoðun-
arstöð. Með þessum 14 hafa 52
verið boðaðir til skoðunar með
óskoðaðar bífreiðar. Siimí um-
ráðamenn ekki boðunum sem
þessum innan þess frests sem
gefinn er mega þeir búast við
að númer verði tekin af bifreið-
unum. -kh
Hótel Glymur
skorar
HVALFJ ARÐ ARSVEIT:
Hótel Glymur í Hvalfirði fær
hæstu einkunn á alþjóðlegum
ferðavef, um hótel á Islandi þar
sem um fimm milljónir ferða-
langa gefa meðal annars hótel-
um umsagnir um þá staði sem
þeir hafa heimsótt. Vefurinn
nefnist www.tripadvisor.com
sem hefur þau einkunarorð,
lauslega þýdd: „fáðu sannleik-
ann og farðu svo.“ Hótel
Glymur var tekið til gagngerra
endurbóta síðásta vetur og
virðist sem ferðalöngum hafi
líkað það vel sem gert var. Að
sögn Jóns Rafiis Högnasonar,
eiganda hefur aðsókin aukist
jafnt og þétt síðustu mánuði,
reyndar svo mikið að um nærri
50% aukningu er að ræða frá
sama tíma í fyrra. „Þessi um-
mæli á tripadvisor eru náttúru-
lega bara gleðileg viðbót við
það sem við höfum verið að
reyna að gera hér. Það er alltaf
gott þegar maður fær áþreyfan-
lega sönnun þess að fólki líkar
verldn manns,“ sagði Jón Rafn.
-bgk
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og f
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhom.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is