Skessuhorn - 22.11.2006, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 2006
...f.llllWl,.
Obreytt röðun þriggja efstu firam-
bjóðenda Sjálfstæðisflokks
skipa áfram þrjú efstu sæti listans. bóndi í Húnavatnssýslu og í sjötta
I fjórða sæti kemur ný inn á listann sæti Birna Lárusdóttir, forseti bæj-
og í pólitík, Herdís Þórðardóttir, arstjórnar á Isafirði.
fiskverkandi á Akranesi. I fimmta MM
sæti er Guðný Helga Björnsdóttir,
Sturla Böðvarsson, stýrir áfram lista
Sjálfstæðisflokks í kjördæminu.
Á kjördæmisþingi Sjálfstæðis-
manna í Norðvesturkjördæmi, sem
fram fór í Borgarnesi á laugardag
var samþykktur framboðslista fýrir
komandi alþingiskosningar. Flokk-
urinn fékk þrjá þingmenn kjörna í
síðustu kosningum, ráðherrana
Sturlu Böðvarsson og Einar K.
Guðfinnsson auk þingmannsins
Einars Odds Kristjánssonar. Þeir
Listi. SjálfsUeðisflokksins í NorðvesturkjörcLemi:
1. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Stykkishólmi
2. Einar Kristinn Guðfmnsson, sjávarútvegsráðherra, Bolungarvík
3. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri
4. Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi, Akranesi
5. Guðný Helga Bjömsdóttir, bóndi ogformaður Byggðarráðs Húnaþingi
vestra
6. Bima Lárusdóttir, forseti bœjarstjómar, Isafirði
7. Magnea Guðmundsdóttir, húsfreyja, Skagafirði
8. Bergþór Ólason, aðstoðamaður samgönguráðherra, Akranesi
9. Þórdts Kolbrún Reykfiörð Gylfadóttir, nemi, Akranesi
10. Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, Snæfellsbæ
11. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafirði
12. Hjörtur Amason, hótelstjóri, Borgarbyggð
13. Sigríður Svavarsdóttir, framhaldsskólakennari, Skagafirði.
14. Sunna Gestsdóttir, fijálsíþróttakona, Blönduósi
15. Guðmundur Skúli Halldórsson, formaður Egils FUS, Borgarbyggð
16. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri, Suðureyri
17. Jóhanna Pálmadóttir, bóndi, Akri
18. Guðjón Guðmundsson, famkvæmdastjóri, Akranesi
Magnús og Herdís leiða
lista Framsóknarflokks
Magnús Stefánsson hafnaði ífyrsta sæti
og leiðir hann þvt áfram.
Úrslit í talningu úr póstkosn-
ingu í prófkjöri Framsóknarflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi lágu
fýrir á öðrum tímanum aðfararnótt
laugardags. Frá því fýrstu tölur
birtust um tíuleytið um kvöldið
var Magnús Stefánsson, alþingis-
maður í fýrsta sæti listans, Herdís
Sæmundardóttir á Sauðárkróki í
öðru sæti og Kristinn H Gunnars-
Herdís A Sœmundardóttir fierðist t póst-
kosningunni upp um eitt sœti og verður í
öðru sæti listans.
son, alþingismaður í því þriðja. Sú
röðun hélst til loka talningar sem
og röðun næstu manna, þeirra
Valdimars Sigurjónssonar í fjórða
sætið og Ingu Osk Jónsdóttur í
fimmta sætið. I sjötta sæti lenti G.
Valdimar Valdimarsson, í sjöunda
sæti Albertína Elíasdóttir og Heið-
ar Þór Gunnarsson í því áttunda. Á
kjörskrá voru 2.522 í prófkjörinu.
Samtals greiddu 1.674 atkvæði eða
66,38%. Einn seðill var auður og
60 ógildir.
Tíðindi prófkjörsins voru tví-
mælalaust þau að Kristinn H
Gunnarsson féll um eitt sæti á list-
anum og víkur fýrir Herdísi. Full-
víst verður að teljast að þriðja sæt-
ið sé ekki þingsæti, ekki síst í Ijósi
þess að þingmönnum kjördæmis-
ins fækkar úr 10 í 9 í næstu kosn-
ingum.
MM
Lokatölur: 1.
1 .Magnús Stefánsson 883
2. Herdís Sæmundardóttir 41
3. Kristinn H. Gunnarsson 672
4. Valdimar Sigurjónsson 9
5.1nga Osk Jónsdóttir 3
1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5.
1.079 1.207 1.293 1.362
979 1.155 1.273 1.380
773 879 932 986
99 732 1.024 1.235
118 320 830 1.172
„Rétt að hafa meiri
áhyggjur af flokknum
en mér“
Kristinn H. Gunnarsson, al-
þingismaður segir ástæðu til þess
að hafa meiri áhyggjur af pólitískri
framtíð Framsóknarflokksins en
sinni eigin að aflokinni póstkosn-
ingu meðal flokksmanna í Norð-
vesturkjördæmi. Kristinn H. sótt-
ist eftir fýrsta sæti listans en lenti í
því þriðja. Magnús Stefánsson
fékk flest atkvæði í fýrsta sætið og
Herdís Sæmundardóttir fékk flest
atkvæði í annað sætið. Kristinn
segir úrslitin vissulega vonbrigði
fýrir sig og stuðningsmenn sína en
segist að öðru leyti mjög þakklátur
fýrir þann stuðning sem hann hafi
hlotið. Hann hafi hlotið um 40%
greiddra atkvæða í fýrsta sætið
sem sé góður árangur hvernig sem
á það sé litið og því beri að varast
að gera lítið úr þeim pólitíska
styrk sem þessi niðurstaða gefi.
Kristinn segir að þrátt fýrir allt
sé mikill stuðningur við hans sjón-
armið innan Framsóknarflokksins
og ekki mikið minni en við þau
sem urðu ofan á í póstkosningunni
að þessu sinni. I pistli á heimasíðu
sinni segir Kristinn orðrétt: „Nið-
urstaðan er skýr að því leyti að
kosin er óbreytt vegferð flokksins
og þeir sem dyggilega hafa fýlgt
henni eru valdir í möguleg þing-
sæti. Það er valin áfram hægri
Framsókn. Það er auðvitað eðli-
legt og sjálfsagt að hlíta niðurstöð-
unni. Hinir sem fýlgja sjónarmið-
unum, sem ég hef talað fýrir innan
flokksins, hljóta að virða úrslitin
en líkast til halda sér til hlés.“
Margir hafa orðið til þess að
túlka þessi orð Kristins á þann veg
að hann hyggist hætta þátttöku í
stjórnmálum, í bili að minnsta
kosti. Hann segir það ekki rétta
túlkun. „Eg mun áffam starfa í
stjórnmálum en það er hvorki
staður né stund nú til þess að
ákveða með hvaða hætti það verð-
ur,“ segir Kristinn og ekki sé held-
Kristinn H Gunnarsson, alþingismaður.
ur tímabært að svara þeirri spurn-
ingu hvort hann muni þiggja
þriðja sæti framboðslistans og því
síður er hann tilbúinn til þess að
ræða hugmyndir um hugsanlegt
sérffamboð.
Aðspurður segist hann óttast að
fýlgi flokksins í kjördæminu dali
eftir niðurstöðu póstkosningar-
irmar. „Staðreyndin er sú að sú
stefna sem hefur ráðið ríkjum í
flokknum hefur gert það að verk-
um að hann stendur mjög höllum
fæti í skoðanakönnunum og
mælist nú aðeins með 6-8% fýlgi
og í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum fékk flokkurinn innan við
12% fýlgi á landsvísu. I skoðana-
könnunum hefur flokkurinn hins-
vegar verið sterkastur í Norðvest-
urkjördæmi þar sem frarn hefur
farið opinská og gagnrýnin um-
ræða innan flokksins. Slíkt hefur
greinilega fallið fólki betur en sú
stefna sem rekin hefur verið á
landsvísu. Þeir sem skemmta sér
yfir útkomu minni í póstkosning-
unni ættu að hafa meiri áhyggjur
af pólistískri framtíð Framsóknar-
flokkins, með núverandi stefhu, en
pólitískri framtíð rninni," segir
Kristinn H. Gunnarsson að lok-
um.
HJ
www.skessuhom.is
PISTILL GISLA
TæknUeg mistök
Þótt ég hafi komið víða við
og eigi á stuttri ævi tiltölulega
fjölbreyttan starfsferil að baki
þá hefur mér ekki enn auðnast
að láta tdl mín taka, svo nokkru
nemi, á glæpabrautinni. Eg við-
urkenni þó að ég hef stundum
hugleitt það í blankheitum
mínum að bankarán, fjárdráttur
eða misferli hvers konar gæti
verið heppileg leið. Eg er alla-
vega búinn að sjá það fyrir
löngu að það er eins og hver
önnur bábilja að heiðarleiki
borgi sig. Eg lærði það fyrir
rúmum tuttugu árum. Þá þurfd
ég að opna ávísanahefti mitt,
ffá Sparisjóði Mýrasýslu, nán-
artiltekið, vegna tilfallandi út-
gjalda, og sá ég þá að þar var
enn ávísun sem ég taldi mig
hafa látið af hendi í Kaupfélagi
Borgfirðinga tveimur dögum
fyrr. Allavega var það á hreinu
að ég hafði fengið greitt til baka
nokkuð stóra fjárhæð á þeirra
tíma mælikvarða enda var þetta
fyrir tíma íslenskra trilljóna-
mæringa.
Þar sem ég er alinn upp í
Guðsótta og góðum siðum á-
kvað ég að leiðrétta þessi mis-
tök þegar ég átti næst leið í
kaupfélagið. Þar fór hinsvegar
fjarri því að ég fengi klapp á
bakið fýrir heiðarleikann held-
ur þess í stað óbótaskammir
fyrir að bera ábyrgð á því að
kassinn stemmdi ekki þennan
tiltekna dag. Það er því miklu
ffekar kjarkleysi mínu um að
kenna heldur en blindri trú á
réttlæti heimsins sem ég hef
ekki lagt fyrir mig ábatasama
glæpi.
Það skal þó tekið ff am að mér
hefur ekki alveg tekist að feta
beinu brautina. Ekki að aka
hana í öllu falli. Eg hef nefni-
lega um nokkur skeið sérhæff
mig í umferðarlagabrotum. Þar
vil ég reyndar kenna um á-
kveðnum hagsmunaárekstrum
þar ég vinn við að flýta mér en
umferðarlögin miðast að því að
hægja á mér og mínum líkum.
Það má því kannski segja að
ég sé einn af góðkunningjum
umferðarlögreglunnar og
kvarta ekki yfir því þannig lag-
að. Eg hef hitt margan góðan
lögreglumanninn undir bláum
ljósum og átt skemmtilegar
samræður í baksætinu á lög-
reglubílum.
Eg tek það þó skýrt fram að
ég er síst að hæla mér af þessu
framferði og veit upp á mig
skömmina. Því þótt ég sé
kannski seinn til þá endar það
vonandi hjá mér eins og flest-
um öðrum að ég læri af reynsl-
unni. Það bætist líka við að
vegna starfa minna hef ég þurft
að koma að mörgum ljótum
bílslysum og það er ekki
skemmtileg sjón sem blasir við
þegar tveir bílar hafa skollið
saman á miklum hraða. Meðal
annars þessvegna hef ég heitið
sjálfum mér því að reyna effir
ffemsta megni af hafa hemil á
hvötum mínum til hraðaksturs.
Hvort sem menn trúa því eða
ekki þá er mér að þessu sinni
fúlasta alvara.
Að vísu hef ég um tvo kosti
að velja. I stað þess að skamm-
ast rnm og iðrast minna
hraðakstursbrota þá gæti ég lit-
ið á þau sem tæknileg mistök
því auðvitað er þetta ekkert
annað ef út í það væri farið.
Mistökin fólust í því að færa
eldsneytisgjöfina full neðarlega
með hægri fæti. Tæknilegri
mistök er vart hægt að hugsa
sér. Hinsvegar verð ég líkt og
aðrir að spyrja mig að því hvort
ég hafi snefil af sjálfsvirðingu.
Gísli Einarsson,
upprisinn ærlega.