Skessuhorn - 22.11.2006, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
aiusunu^.
S
Sameining styrkir Sparisjóð Olafsvíkur til verka
Helga Valdís GuSjónsdóttir, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóös Olafsvtkur.
Frá slökhiistarfi við birgðastöð Olís 15.
júní í sumar. I þeim bruna mátti litlu
muna að eldurinn bœrist inn í geymslu-
hús sem varfullt af bráðeldfimum efnum
og vann Slökkvilið Akraness gott stafí
þessum bruna sem öðrum á þessu ári.
Tveir
þrettán ára
játa íkveikjur
Lögregan á Akranesi hefur nú
upplýst tvo bruna sem urðu í bæn-
um í júní á þessu ári. Um var að
ræða bruna við Sementsverksmiðj-
tma þar sem kveikt var í brettastæð-
um og bruna í birgðastöð Olís við
Hafnarbraut þar sem kveikt var í
tanki með tjöruhreinsi. I báðum tál-
fellum var tjón umtalsvert bæði á
munum og mannvirkjum. Nú í vik-
unni bárust upplýsingar tdl lögreglu
sem urðu tdl þess að gerendur í mál-
tmum fúndust. Reyndust það vera
tveir 13 ára drengir sem höfðu
kveikt í á báðum stöðum. Hafa þeir
verið teknir til viðtals hjá lögreglu
og játuðu þeir báðir verknaðinn
skýlaust. Drengimir eru ósakhæfir
sökum aldurs og hafa mál þeirra
verið send félagsmálayfirvöldum til
umfjöllunar. MM
Stofhfjáraðilar í Sparisjóði Ólafs-
víkur munu væntanlega um miðjan
desember taka endanlega ákvörðun
um sameiningu sjóðsins við Spari-
sjóð Keflavíkur. Engar breytingar
verða á starfsmannahaldi sjóðsins
við sameininguna og hún mun gera
sjóðnum kleift að sinna betur þörf-
um stærri viðskiptavina.
Eins og fram kom í fréttum
Skessuhorns á föstudag hafa stjórn-
ir Sparisjóðs Ólafsvíkur og Spari-
sjóðs Keflavíkur undirritað áætlun
um samruna sjóðanna sem miðast
við 1. júlí 2006. Við samrunann
verður miðað við sama hlutfall á
milli stofnfjár og annars eigin fjár í
báðum sjóðtmum og til að ná því
markmiði hefur verið ákveðin
aukning stofnfjár í Sparisjóði
Ólafsvíkur. I nýja sjóðnum munu
stofnfjáreigendur í Sparisjóði
Ólafsvíkur eiga um það bil 3,2% en
eigendur stofnfjár í Sparisjóðnum í
Keflavík 96,8%.
Helga Valdís Guðjónsdóttir,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafs-
víkur segir að vilji stjórnar spari-
sjóðsins til samstarfs eða samein-
ingar við aðra sjóði hafi legið fyrir í
tvö ár eða allt frá því að Helgi
Kristjánsson, formaður stjórnar
sjóðsins lýsti þeim vilja á ársfundi
sparisjóðanna. Frá þeim tíma hafa
nokkrar fjármálastofnanir kannað
hug stjórnenda sjóðsins til nánara
samstarfs.
Það hefur óneitanlega vakið at-
hygli að Sparisjóður Keflavíkur
hafi orðið fyrir valinu en ekki ein-
hver bankastofmm nær starfssvæði
Sparisjóðs Ólafsvíkur. Helga Valdís
segir að í raun skipti staðsetning
ekki máli í þessu sambandi. Það
sem ráðið hafi úrslitum í þessu efni
hafi verið sú staðreynd að einungis
Sparisjóður Keflavíkur var tilbúinn
til sameiningar. Aðrar fjármála-
stofnanir hafi einungis viljað yfir-
taka starfsemi Sparisjóðs Ólafsvík-
ur.
Helga Valdís segir að rekstur
Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa gengið
vel á undanförnum árum og það
séu því ekki erfiðleikar í rekstri sem
valdi því að þessi leið sé farin. Hins
vegar hafi smæð sjóðsins gert það
að verkum að erfitt hafi verið að
þjónusta stærri viðskiptavini sjóðs-
ins og þeir hafi því þurft að leita á
önnur mið. Hinn nýi sjóður hafi
hins vegar mikinn styrk og geti
sinnt mun betur þörfum Snæfell-
inga.
Engar breytingar verða gerðar á
starfsmannahaldi við sameining-
una. Helga Valdís segir að með
tímanum geti þó starfssvið ein-
stakra starfsmanna breyst því sam-
eining gefi ákveðin tækifæri til hag-
ræðingar. Verkefni geti því færst á
milli starfsstöðva og því geti farið
Fyrsti slökkvibíll sinnar
tegundar í Dalina
Samþykkt hefur verið í sveitar-
stjórn Dalabyggðar að kaupa nýjan
útkallsbíl, með ffoðuútbúnaði, sem
væntanlega kemur til notkunar í
mars. Að sögn Jóhannesar H.
Haukssonar, slökkviliðsstjóra í
Dalabyggð mun bíllinn nýtast sem
fyrsti bíll á vettvang, hvort sem um
er að ræða bíl-, eitrunarslys eða eld.
Þetta er fyrsti bíllinn á landinu sem
er sérsmíðaður með þessu kerfi sem
kallast „One-seven 2400E“. Fyrir
er á Dalvík bíll sem kerfið var sett í.
Það er að vísu minna, en Dalvík-
ingar eru hæstánægðir með hann.
Nafnið, „One-seven“ kemur til
vegna þess að sjö ffoðukúlur eru
myndaðar úr hverjum vatnsdropa
með því að bæta við það froðuhvata
og þrýstilofti. Ur eitt þústmd lítr-
um af vatni, þremur lítrum af sápu
og sjö þúsund lítrum af lofti, verða
til átta þúsund lítrar af ffoðu. Það
magn samsvarar 8 tonnum af vatni,
sem aldrei myndi geta gengið í út-
kallsbíl. Mun meiri kæling næst
einnig vegna þessarar margföldun-
ar vatns við að breyta því í ffoðu.
Efnið hefur mikinn slökkvimátt og
næst allt að 80% nýting á ffoðunni
sem notuð er á eldinn. Einnig er
ffoðan umhverfisvæn því 99,8% af
henni brotnar niður á 15 dögum. I
bílnum er bæði A og B ffoða. A-
ffoðan er notuð á eld í föstu elds-
neyti, en B-ffoðan í logandi elds-
Það eru geðveikt góðir englar á meðal okkar
Sparisjóðurinn og viðskiptavinir hans sameinast nú um að styrkja samtök sem vinna að úrbótum í geðheil-
brigðismálum. Við bjóðum viðskiptavinum Sparisjóðsins að velja eitt af þeim átta félögum sem við höfum
ákveðið að styrkja í ár. Þá mun Sparisjóðurinn greiða 1.000 kr. fyrir hvern viðskiptavin sem tekur þátt. Auk
þess geta allir, viðskiptavinir og aðrir, lagt málefninu lið og bætt við upphæð að eigin vali.
Farðu inn á www.spm.is eða komdu
í næsta Sparisjóð og gefðu þinn styrk.
im\
Stiilholti 18 I 300 Akranesi I Digranesgötu 2 I 310 Borgarnesi I Sími 430 7500 I spm.is
*
^SPARISJOÐURINN
- fyrir þig og þína
svo að í framtíðinni fjölgi störfum
hjá sjóðnum í Ólafsvík. Ekkert hafi
þó verið ákveðið í því efni.
Eins og áður sagði hafa stjórnir
sjóðanna undirritað áætlun um
samruna sjóðanna. Það eru hins
vegar stofnfjáraðilar sjóðanna sem
eiga síðasta orðið og að sögn Helgu
Valdísar er stefnt að því að þeir
komi saman til fundar um málið
fyrir jól.
HJ
neyti, eins og bensín og olíur.
Einnig er hægt að vera með blauta
og þurra ffoðu. Sú blauta slekkur
elda en sú þurra er notuð til vemd-
ar, t.d. ef verja þarf nærliggjandi
byggingar. „Ekki leikur nokkur vafi
á því að öryggi í Dölum mun aukast
verulega við þessi kaup,“ sagði Jó-
hannes að lokum.
BGK
Hesta-
menn vilja
reiðvegi
Hestamannafélagið Dreyri
lagði á dögunum fyrir bæjarráð
Akraness tillögu um uppbygg-
ingu á reiðvegum og umhverfi í
kringum hesthúsahverfið Æðar-
odda á Akranesi. Samkvæmt
ffamkvæmdaráætlun er gert ráð
fyrir uppbyggingu vega, lýsingu
meðffam þeim og á svæði félags-
ins og malbikun á akvegum. Ráð-
gert er að ffamkvæmdimar kosti
rúmar 22 milljónir króna. Bæjar-
ráð vísaði málinu til gerðar fjár-
hagsáætlunar næsta árs.
„Það þýðir ekkert annað en að
vera bjartsýnn með jákvæðar
undirtektir,“ sagði Stefán Jóns-
son, forsvarsmaður reiðvega-
nefhdar Dreyra, í smttu spjalli
við Skessuhom. „Það hefúr hing-
að til verið góðiu stuðningur við
aðrar íþróttagreinar í bænum og
því hlýtur það sama að eiga við
um okkur. Dreyri á auk þess 60
ára afmæli á næsta ári og væri því
við hæfi að gera vel við félagið af
því tilefni." Stefán sagði jafn-
framt að undanfarið hefði verið
mikil fjölgun félaga innan Dreyra
og því væri greinilegt að starf-
semi félagsins væri í góðum vexti
og engin ellimörk að sjá né heyra
þar. KH
Ferðaþjón-
usta bænda
kaupirFV
Fyrir skömmu var undirritaður
samningur milli Ferðaskrifstofu
Vesturlands hf., sem ffam undir
þetta hefur verið rekin í Borgar-
nesi, og Ferðaþjónusm bænda hf.
um kaup Fb hf. á Ferðaskrifstofa
Vesmriands hf. Fyrirtækið hefúr
um árabil getið sér gott orð með-
al innlendra og erlendra við-
skiptavina en meðal annars hefúr
skrifstofan átt farsæl viðskipti við
ferðaskrifstofur í Bandaríkjtmum
og skipulagt ferðir Islendinga til
útlanda, m.a golfferðir til Túnis
og ferðir á landbúnaðarsýningar í
Danmörku.
„Starfsemi Ferðaþjónusm
bænda hefur eflst undanfarin ár
og með tilkomu utanlandsdeildar
Ferðaþjónusm bænda árið 2003
opnuðust ný tækifæri sem hafa
átt þátt í að festa ferðaskrifstof-
una betur í sessi segir í frétt frá
FB. Rekstur Ferðaskrifstofu
Vesturlands fellur vel að starf-
semi Ferðaþjónustu bænda hf. að
mati stjómenda, bæði innanlands
sem og á erlendum mörkuðum,“
segir í tilkynningu frá Ferðaþjón-
usm bænda hf. MM