Skessuhorn - 22.11.2006, Qupperneq 13
§BESSUH©iBÍ3
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
13
kynnast bæði foreldrar og starfs-
menn sem er mikilvægt og skilar sér
í skólastarfið."
Fréttabréfið skapar
rammann
Það hefur verið fastur liður að for-
eldrar bama í Laugagerðisskóla fái
fréttabréf ffá skólanum, um hver
mánaðamót, svokölluð mánaðar-
bréf.
„Eg tók þetta strax upp þegar ég
tók við,“ segir Jóhanna. „Þetta er
gott fyrir alla, starfsfólk, foreldra og
böm. \fið sendum heim á alla bæi,
sem eiga böm í skólanum, skipulag
fyrir hvem mánuð, hvað verður um
að vera. Foreldrafélagið kemur
einnig að þeirri vinnu. Þetta er gott
því þá þarf að setjast niður og skoða
hvað á að gera í hverjum mánuði,
áðtu- en fféttabréfið fer út. Og ég er
nokkuð ströng með það að þurfa
ekki að senda út neitt annað. Þetta á
að duga. Þama inni eiga að vera all-
ir þeir viðburðir sem tengjast skól-
anum í hverjum mánuði og allt sem
bömin okkar taka þátt í. Það er varla
að ég leyfi að nokkuð sé gert ef það
hefur ekki komið inn á þetta mánað-
arlega skipulag. Þetta er eitt blað,
öðrum megin, eitt blað á ísskápinn,
svoleiðis er þetta hugsað. Þetta skap-
ar mikla festu í skólastarfinu. Svona
vinna krefst samvinnu, opnar skóla-
starfið og eyðir tortryggni. Allir vita
hvað við í skólanum erum að gera.
En fréttabréf sem kemur bara stund-
um, hefur ekki eins mikið gildi, því
hef ég lagt ríka áherslu á það að við
höldum áffam að senda bréfið út um
hver mánaðamót, það hefur aldrei
bragðist hingað til og ég hef lagt
metnað minn í að svo verði áfram.
Allt starf í svona litlum skóla
krefst þess að allt starfsfólkið vinni
vel saman fyrir skólann sinn- að
starfsfólkið sé sveigjanlegt og beri
hag skólans og þar með nemend-
anna fyrir brjósti. Takist að gera
starfið skemmtilegt þá skilar það ár-
angri. Einkunnarorð skólans em:
Menntun og Metnaður. Þau hvíla
samt á öðrum ekki síður mikilvæg-
um einkunnarorðum sem eru
Traust, Virðing og Vinátta."
Blaðamaður þakkar þessari geð-
þekku konu fyrir ánægjulegt spjall.
Ríkari en áður er gengið af þessum
fundi. BGK
Litlu stubbamir búnir að gera myndarlegan snjókarl.
Ekki hættu-
leg mengun á
svæðinu
Þann 9. nóvember sl. fór ffam
skoðun Heilbrigðisefdrlits Vestur-
lands á vamarsvæðinu að Miðsandi
í Hvalfirði. „Skoðun þessi fór ffam
í kjölfar margítrekaðrar fyrirspum-
ar Heilbrigðisnefndar til vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðtmeytis-
ins. Óskað var efrir að fá að vita
hvað yrði um mannvirkin í Hval-
firði þegar varnarliðið væri að
hverfa ffá landinu og eins hvort um
hættulega mengun væri að ræða.“
Frá þessu er greint á heimasíðu
Hvalfjarðarsveitar.
Þar segir að fulltrúi vamarmála-
skrifstofu hafi ekki getað mætt á
staðinn, þannig að ekkert svar
fékkst við fyrri spumingunni. En
þama vora meðal annarra mættir
Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi
Vesturlands sem var að skoða þetta
svæði í fyrsta sinn; Magnús Guð-
jónsson, ffamkvæmdastjóri heil-
brigðisefrirlits Suðumesja (sem fer
með eftirlit á vamarsvæðum), Guð-
jón Hafliðason umsjónarmaður á
svæðinu (ffá árinu 1967), Einar Öm
Thorlacius, sveitarstjóri Hvalfjarð-
arsveitar og Amheiður Iljörleifs-
dóttir, formaður umhverfis- og
náttúruverndamefndar Hvalfjarð-
arsveitar.
Allir olíutankamir á vamarsvæð-
inu em tómir og hafa verið tómir
ámm saman. Lagður var ffam hluti
nýrrar skýrslu sem Vamarliðið hef-
ur samið vegna starfseminnar í
Hvalfirði. I þessu skýrslubroti
koma m.a. fram upplýsingar um
staðsetningu olíumannvirkja, tölu-
legar upplýsingar um stærð olíu-
mannvirkjanna og greint ffá þrem-
ur lekavandamálum sem upp komu
árin 1975, 1990 og 1994. Enn
fremur var rætt um sameiginlegan
sorpurðunarstað varnarliðsins,
Hvals h/f o.fl. í hlíðinni ofan við
hvalstöðina, en hann er ekki notað-
ur lengur. Lítið er vitað um hvað
hefur verið urðað eða brennt á
þeim stað.
„I dag er engin starfsemi á svæð-
inu tengd vamarstöðinni. Hins
vegar hefur sérsveit nkislögreglu-
stjóra verið með æfingar á svæðinu.
Umsjónarmaður hefur efrirlit með
mannvirkjunum. Ekki er vitað á
þessari stundu hvað gera á við
mannvirki á staðnum í nánustu
ffamtíð. Hættuleg mengun virðist
ekki vera fyrir hendi á svæðinu, sem
betur fer,“ segir á hvalfjordur.is
MM
i
Norðurál og umhverfið
Norðurál kappkostar að álverið skipi sér í fremstu röð i heiminum í umhverfismálum. Starfsleyfi Norðuráls var veitt með því skilyrði
að það fullnægði ströngustu kröfum, m.a. að það sé búið bestu fáanlegu tækni til þess að hreinsa efni í útblæstri og viðhalda
loftgæðum. Það er stefna fyrirtækisins að framfylgja, eða fara fram úr, öllum kröfum um umhverfismál sem lög, reglugerðir og
starfsleyfi kveða á um.
• Við leggjum áherslu á að halda losun úrgangsefna í lágmarki og að endurvinna sem mest.
m Samfelld vöktun er á loftgæðum, veðurfari, gróðri, jarðvegi, ferskvatni og búfénaði á Hvalfjarðarsvæðinu.
• Vöktunin erframkvæmd af óháðum aðilum undir eftirliti Umhverfisstofnunar.
Umhverfisdagur Norðuráls
UmhverfisdagurNorðurálsverðurhaldinnfimmtudaginn23.nóvemberámillikl. 15:30 og 20:30á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd.
Þar munu starfsmenn Norðuráls kynna árangur í umhverfismálum og niðurstöður umhverfisvöktunar. Kynning verður á orkuöflun
Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirlestur verður haldinn á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma og
kynna sér starfsemi fyrirtækisins.
N#**4 rv i*«t a tn Á i
__ ORÐOhAL
Century m i n u m
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000»Fax430 1001 • nordural@nordural.is •www.nordural.is