Skessuhorn - 22.11.2006, Síða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
Fallið frá hækkun leikskólagjalda
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness hefur fallið ffá hugmyndum
sem uppi voru um hækkun leik-
skólagjalda um 10% ffá næstu ára-
mótum. Forseti bæjarstjórnar segir
það verá í samræmi við stefnu
meirihlutans um að leikskólagjöld
séu svipuð og sveitarfélögum af
svipaðri stærð. Bæjarfulltrúi minni-
hlutans segir Frjálslynda flokkinn
svínbeygja Sjálfstæðisflokkinn og
komi þannig í veg fyrir lækkun leik-
skólagjalda. Leikskólagjöld verða
því óbreytt.
Eins og ffam hefur komið í frétt-
um Skessuhorns samþykkti bæjar-
ráð í síðustu viku að hækka þjón-
ustugjöld, þar með talin leikskóla-
gjöld, um 10% frá næstu áramót-
um. A sama fundi var felld tillaga
Sveins Kristinssonar bæjarfulltrúa
Samfylkingarinnar um að lækka
dvalargjöld í leikskólum og grunn-
skólum um 25%. Meirihlutinn
bókaði hins vegar að full ástæða
væri til að skoða tillöguna nánar.
Þegar málið kom til afgreiðslu í
bæjarstórn í gær lagði Gísli S. Ein-
arsson bæjarstjóri ffam svohljóð-
andi tillögu: „Bæjarstjóm samþykk-
ir að dvalargjöld í leikskólum og
grannskólum taki ekki gjaldskrár-
breytingum um næstu áramót.“
Sveinn Kristinsson lagði til að til-
laga hans í bæjarráði um lækkun
dvalargjalda yrði borin upp sérstak-
lega. Tillaga Sveins var felld með
fimm atkvæðum gegn fjórum. Til-
laga bæjarstjóra var að því loknu
samþykkt með fimm samhljóða at-
kvæðum.
Gunnar Sigurðsson forseti bæj-
arstjórnar segir að tillaga um hækk-
un leikskólagjalda hafi verið dregin
til baka þar sem í ljós hafi komið,
við nánari athugun, að hækkun
gjaldanna hefði haft það í för með
sér að leikskólagjöld á Akranesi
yrðu ekki í samræmi við það sem
tíðkast í sambærilegum sveitarfé-
lögum, eins og stefna meirihlutans
sé.
Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar segir það auð-
vitað gleðiefni að tekist hafi að
koma í veg fyrir hækkun leikskóla-
gjalda. Best hefði auðvitað verið að
tillaga um lækkun leikskólagjald-
anna hefði verið samþykkt því slíkt
var einnig á stefhuskrá Sjálfstæðis-
flokksins fyrir síðustu kosningar.
„Frjálslyndi flokkurinn hefur hins
vegar viljað hækka leikskólagjöldin
og og bæjarfulltrúi þeirra hefur
greinilega svínbeygt bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og því kemur
einn bæjarfulltrúi af níu í veg fyrir
tímabæra lækkun leikskólagjalda,“
segir Sveinn. HJ
Þú gefur styrk
Viðskiptavinir sparisjóðanna geta
valið hvaða verkefni fær þeirra
framlag og allir eru hvattir til að
leggja fram viðbótarframlag.
Einnig verður opnaður söfnunar-
sími 901 1000 og kostar hvert sím-
tal 1.000 krónur og markmiðið er
að safna tuttugu og fimm milljón-
um króna.
BGK
íkveikjur sumarsins
upplýstar
Lögreglan á Akra-
nesi hefur nú upplýst
allar íkveikjur sem
urðu í bænum í sum-
ar, eða fjórar talsins.
Fyrsti bruninn varð í
júní við Sements-
verksmiðjuna á Akra-
nesi þar sem kveikt
var í brettastæðum
og olli eldurinn
skemmdum á bygg-
ingum þar við. Annar
bruninn var í einnig í
júní en þá var kveikt í
tanki með tjöru-
Ahaldahúsið hrann íjúlí.
hreinsi við birgðastöð Olís við ið send til umfjöllunar félagsmála-
Hafnarbraut þar sem skapaðist
mikil hætta vegna eldfimra efiia
sem þar voru geymd. I júlí var
kveikt í áhaldahúsi sem hýsti starf-
semi Vinnuskólans og brann það
hús til grunna. Að lokum var í á-
gúst kveikt í plastgámum við síld-
arverksmiðju HB-Granda og
hlaust af mikið tjón auk þess sem
flytja þurfti lögreglumann á slysa-
deild vegna reykeitrunar.
Tvær íkveikjur upplýstust fljót-
lega eftir að atvikin komu upp og
tvær nú í vikunni. I öllum tilvikum
var um drengi á aldrinum 12-13
ára að ræða en þó ekki þá sömu í
öllum tilfellum. Mál allra hafa ver-
yfirvalda.
Eitt branamál er enn til rann-
sóknar hjá löreglunni á Akranesi
en þar kviknaði í húsi sem hýsir
hreinlætisaðstöðu við tjaldsvæðið í
Kalmansvík á Akranesi. Eldsupp-
tök voru í ruslafötu inni á salerni
hússins og bendir rannsókn til að
kviknað hafi í út frá sígarettuglóð
sem hent hafi verið í ruslafötuna.
Ef einhver hefur upplýsingar um
mannaferðir á tjaldsvæðinu síð-
degis og að kvöldi fimmtudagsins
9. nóvember, er sá hinn sami beð-
inn að setja sig í samband við lög-
regluna á Akranesi.
KH
Frá upphafi s'ófnunarátaksins.
Sparisjóðimir hafa hafið átakið
„Þú gefur styrk“ meðal viðskipa-
vina sinna og landsmanna allra til
styrktar geðheilbrigðismálum. Það
eru átta frjáls félagasamtök sem
njóta góðs af því sem safhast í átak-
inu og eiga öll það sameiginlegt að
vera með uppbyggingar,- út-
breiðslu,- fræðslu- og þróunarverk-
efni í geðheilbrigðismálum.
Með þessu móti er vakin athygli
á fjölbreytni geðrænna vandamála
með það fyrir augum að draga úr
fordómum gagnvart þeim, er þurfa
að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu.
Staðreyndin er sú að einn af hverj-
um fjórum landsmönnum glímir
við geðræn vandamál, einhvern
tímann á lífsleiðinni. Það eru því
fáar fjölskyldur sem ekki fá bank á
dyrnar hjá sér, frá þessum sjúkdóm-
Ljóð í sjóð tíl styrktar MND félaginu
„Ljóð í sjóð“ er heiti á bók sem
inniheldur málverk, ljóð og geisla-
disk með íslenskri tónlist og ljóða-
lestri. Um er að ræða gjöf lands-
liðs íslenskra listamanna til handa
MND félaginu; sjúklingum og að-
standendum þeirra. Listamenn-
irnir sem að verkinu komu skipta
tugum og ber það þess glæsilegt
vitni. Jón Olafsson tónlistarmaður
leiddi vinnuna við tónlistina. Hin
ástsælu leikarahjón Margrét Olafs-
dóttir, Steindór Hjörleifsson og
Ragnheiður Steindórsdóttir dóttir
þeirra lesa úrval ljóða undir ljúfum
tónum Friðriks Karlssonar. Gísli
MND FÉLAGIÐ Á ÍSLANDi
Helgason hljóðritaði.
MND félagið (www.mnd.is)
styður við rannsóknir á taugasjúk-
dómnum MND sem og við þá sem
fengið hafa sjúkdóminn og að-
standendur þeirra. I tilkynningu
frá félaginu segir að meðal verk-
efna MND-félagsins á næstunni
megi nefna að safna 1 dollara á
hvern íslending og leggja það til
rannsókna á MND sjúkdómnum,
öðrum þjóðum til eftirbreytni. Þá
stefnir félagið á að útbúa aðstöðu
fyrir MND veika á HNLFÍ í
Hveragerði. Loks er stefna félags-
ins að til verði orlofssvæði sem
hefur aðgengi fyrir alla mikið fatl-
aða, minna fatlaða og ófatlaða. Það
verkefni ber vinnuheitið „Orlof
fyrir alla.“ MM
Sldlmenningar og Hjartaheíll
færa SHA gjafir
íbúar fyrrum Skilmannahrepps og
stjórnarmenn samtakanna Hjarta-
heill á ÖVesturlandi komu færandi
hendi á Sjúkrahúsið og heilsgæslu-
stöðina á Akranesi í síðustu viku og
afhentu stofnuninni búnað og tæki.
Fyrr á þessu ári höfðu. fulltrúar i
sveitarstjóm Skilmannahrepps, sem
nú hefur verið sameinaður öðrum
sveitarfélögum í Hvalfjarðarsveit,
samþykkt að veita fjárhæð úr bú-
setusjóði hreppsins til tækjakaupa á
SHA.
I samráði við stjómendur SHA
var ákveðið að festa kaup á svæfinga-
vél og vöktunartæki fyrir slysastofu,
á lífgunarborði fyrir nýbura og
tölvustýrðri sprautu fyrir skurð- og
Á myndinni eru fulltrúar Skilmannahrepps, f.v. þeir Sigurður Sverrir Jónsson, fyrrv.
oddviti, Helgi Þorsteinsson og starfsmenn SFLA, hjúkrunarfraUngamir Olafia Sigurð-
ardóttir ogKristjana Kristjánsdóttir og svæfingaUknamir Bjórn Gunnarsson og Rún
Halldórsdóttir við lífgunarborðfyrir nýfodd böm.
svæfingadeild. Samtökin Hjartaheill gangráð sem notað verður á lyf-
á Vesturlandi gáfu stofhuninni afar
vandað hjartastuðtæki með ytri
A myndinni erufulltiiiar úr stjóm Hjartaheilla á Vesturlandi, f.v. Bjami Skarphéðinsson,
. Sigrún Ríkharðsdóttir, Ólafur Magnússon, Sigurður Helgason, form. Hjartaheilla á Vest-
urlandi, Björg Kristófersdóttir, Elín Frímannsdóttir og Sigurður Agústsson á sjúkrastofu
lyflækningadeildar við búnaðþann sem Samtökin Hjartaheill á Vesturlandi gáfu til SFIA.
A myndina vantar tvo stjómarmenn, þá Bjartmar Hannesson og Magnús Þorgrímsson.
lækningadeild sjúkrahússins.
í síðustu viku voru öll þessi tæki
afhent formlega og í hófi sem hald-
ið var af því tilefni voru tækin sýnd
gefendum og lýstu læknar og hjúkr-
unarfólk hvemig notkun þeirra væri
háttað. Guðjón Brjánsson fram-
kvæmdastjóri SHA þakkaði fulltrú-
um beggja aðila fyrir sýndan vinar-
hug og velvild í garð stofhunarinnar,
sagði frá því að áður hefðu borist
gjafir og stuðningur frá þessum aðil-
um sem væri mikilsverður í raun og
staðfesti að mikill og góður skilning-
ur ríkti meðal þeirra fyrir mikilvægi
stofmmarinnar í samfélaginu. HJ
Starfs- og skólakynn-
ingarferð 10. bekkjar
Tíundu bekkingar í Grunn-
skóla Borgarfjarðar fóru í
starfs- og skólakynningarferð
til Reykjavíkur og Akraness
dagana 13. og 14. nóvember
sl. Tilgangur ferðarinnar var
að kynnast ólíkum starfsgrein-
um og ólíkum gerðum ffarn-
haldsskóla. Nemendur eru
farnir að íhuga framhaldsnám
næsta vetur og því þótti mikil-
vægt að kynna fyrir þeim hvað í boði
er og hvaða inntökukröfur eru gerð-
ar í ólíkum skólum.
í ferðinni var m.a. farið til
Reykjavíkur; í Borgarleikhúsið,
Dominos og farið í strætóferð því
sumir nemendur höfðu aldrei nýtt
þann ágæta ferðamáta áður. Þá var
Iðnskólinn sóttur heim og m.a.
tölvudeild, rafiðnadeild, smíðadeild,
Þröstur Ólafsson, kennari í málmiðnadeild FVA leiddi
Borgprðinga í allan sannleika um ágæti iðnbrauta skólans.
I biðskýli Vilhjálms á leið ífyrstu stratóferðina.
listasvið, hönnunardeild og hár-
greiðsludeild skoðaðar. Því næst var
Kvennaskólinn heimsóttur og loks
haldið á Akranes þar sem víðtæk
kynning á Fjölbrautaskóla Vestur-
lands fór fram; fræðst um námsleið-
ir, inntökukröfur, uppbyggingu fjöl-
brautakerfisins, heimavist og iðn-
deild skólans var skoðuð sérstaklega.
„Starfs- og skólakynningarferð
okkar tókst mjög vel.
Nú ætti að vera auðveld-
ara fyrir nemendur að
velja nám næsta vetur og
jafnvel framtíðarstarf,
við vitum a.m.k. meira
núna um það sem er í
boði,“ sagði Hulda
Hrönn Sigurðardóttir,
umsjónarkennari hóps-
ins. AÍM