Skessuhorn - 22.11.2006, Side 19
^ácuunuK.
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
19
Kiwanisklúbbiuinn Þyrill
afliendir SHA gjafir
Trygvason forseti Þyr- ustu stofnunarinnar við læknins-
Guðni Tryggvason forseti Þyrils afhendir Gudjóni Brjáns-
syni framkvœmdastj. SHA gjöfina.
Á almennum fundi í Kiwanis-
klúbbnum Þyrli nýlega að við-
stöddiun Þyrilsfélögum og 11 fé-
lögum úr Kiwanisklúbbnum Kötlu
úr Reykjavík, afhenti Guðni
ils Guðjón Brjánssyni
framkvæmdastjóra
SHA eina milljón
króna af gjöf sem á að
ganga upp í kaup á
tölvusneiðmyndatæki
fyrir sjúkrahúsið. A
þessum fundi skýrði
Guðjón og Þórir Ber-
mundsson læknir fyrir
fundarmönnum ffam-
tíðaráform um rekstur sjúkrahúss-
ins. Kom ffam hjá þeim að það væri
gleðiefhi að skynja áhuga og skiln-
ing heimamanna á hagsmunamál-
um sem lúta að umbótum í þjón-
ffæðilegar myndgreiningar, einkum
með tölvusneiðmyndatækjum í
huga. Þetta er oft nefnt CT tækni.
Heilbrigðisstofnanir sem ekki eiga
því láni að fagna að geta endurnýj-
að búnað sinn í takt við tímann
verða fljótt eftirbátar annarra og
hætta er á að greiningarmöguleikar
verði fyrr en varir ófullnægjandi.
Þetta leiðir síðan í kjölfarið tdl þess
að erfiðara verður að ráða hæft fag-
fólk til að starfa sem gerir kröfu um
öguð og vönduð vinnubrögð.
Metnaður starfsfólks SHA er fyrir
að hafa þjónustuna sem allra besta.
MM
Jólahopp og hí í Hvalí] arðarsveit
í Hvalfjarðarsveit er ráðgert að
verði kátt á hjalla alveg ffam að jól-
um og meðal þess sem þar má finna
til afþreyingar eru jólamarkaðir,
hlaðborð, aðventusamkomur, kór-
atónleikar og hverskyns skóla-
skemmtanir. Jólamarkaðir verða
um helgar í gamla sláturhúsinu við
Laxá en einnig Gallerí Alfhól á
Bjarteyjarsandi. A báðum þessum
mörkuðtun verður leitast við að
hafa sem besta jólastemningu, fjöl-
breyttdr handunnir munir til sýnis
og sölu, kynt undir jólarómantíkina
og eitthvað góðgæti geta gestir
keypt sér í gogginn.
A Hótel Glym verður sitthvað
um að vera en fýrir utan hið villta
jólahlaðborð sem þeir bjóða upp á
til jóla, verður þar Þorláksmessu-
skata og áramótagleði. Auk þess
mun hótelið vera með hst, ljós,
hönnun og margt fleira. Kam-
merkór Akraness, ásamt strengja-
sveit, mun halda tónleika í Hall-
grímskirkju í Hvalfjarðarsveit en
einnig verða hinar venjubundnu
aðventusamkomur í kirkjunni.
Kvenfélagið Lilja mun halda jóla-
fund í veiðihúsinu við Laxá, bingó
verður á Hlöðum og skólaskemmt-
un í Heiðarskóla 1. desember þar
sem allir eru velkomnir.
KH
Dagskrá RUV til sjómanna
um gervihnött innan tíðar
Innan tíðar hefjast útsendingar á
efni Ríkisútvarpsins um gervitungl
sem nýtast eiga sjómönnum og Is-
lendingum erlendis. Þetta kemur
ffam í svari Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra á Alþingi við fyrirspum Guð-
mundar Hallvarðssonar. Guðmund-
ur spurði ráðherra hvort Ríkisút-
varpið hefði áform um að senda dag-
skrár hljóðvarps og sjónvarps um
gervitungl, svo að sjómenn á hafi úti
og Islendingar erlendis fái notið.
í svari ráðherra kemur fram að
ekki hafi allir landsmenn aðgang að
efni RUV á staffænum gæðum. Al-
þingi ákvað á sínum tíma að verja
150 milljónum króna af söluand-
virði Símans til útsendinga á dag-
skrám RÚV um gervitungl og segir
ráðherra að sú upphæð standi und-
ir kostnaði við útsendingar í þrjú ár.
Þannig verði efni ríkismiðlanna að-
gengilegt áhorfendum um land allt
og einnig sjómönnum á hafi útd svo
og íslendingum erlendis.
„Akveðið hefur verið að bjóða
þjónustuna út á Evrópska efha-
hagssvæðinu. Er það gert til að fá
tilboð frá sem flestum gervihnatta-
fyrirtækjum og þurfa tilboð að
berast í síðasta lagi 16. nóvember
nk. Ekki er hægt að segja til um
hvenær útsendingar hefjast, en
RUV áskilur sér rétt til að nýta
nokkrar vikur til að fara yfir þau
tilboð sem berast,“ segir orðrétt í
svari ráðherra.
HJ
Góður samgönguráðherra
Fyrir stuttu síðan var ung kona,
sem enn situr á Alþingi, að skrifa
um samgöngumál. Það var alveg
eðlilegt, því það er hlutverk þeirra
alþingismanna að sjá um þau mál á
alla lund. Hún talar um „úreltan
samgönguráðherra". Það er
óvenjulegt orð um þá sem starfa að
miklum ffamkvæmdum eins og nú-
verandi ráðherra gerir. Mér finnst
rétt að minna á, að ef mál eru skoð-
uð af sanngirni - og án allra öfga, að
þá sé mikið gert í samgöngumálum
á Islandi í dag og mörg hin síðari ár.
Og ef litið er til lengri tíma svo sem
ffá árinu 1920 - þegar nær engir
vegir voru tdl og engar brýr og eng-
in jarðgöng, þá hefur hér verið
unnið stórvirki í samgöngumálum.
Lítum á: Vegir lagðir um allt land -
lengi fyrst með handverkfærum og
allur flutningur jarðefnin flutt á
hestvögnum, malarvegir um allt
land og margar ár brúaðar yfir stór-
fljót og minni ár. Og svo hin síðari
ár með öflugum tækjum sem breytt
hafa svo miklu - bæði í brúargerð
og vegalagningu. Og svo ennfrem-
ur jarðgöngin sem rjúfa einangrun
á mörgum stórum svæðum og gera
alla flutninga og ferðalög auðveld-
ari. Ekki má heldur gleyma bundnu
slitlagi sem nú er komið á marga
vegi og breytir það mjög miklu á
margan hátt. Það hefur því mikið
verið gert í samgöngumálum og er
enn gert.
Margir mætir menn hafa hér
komið við sögu á liðnum árum og
unnið vel - og þakka ber þeim. Nú-
verandi samgönguráðherra, Sturla
Böðvarsson hefur unnið vel að
þessum málum og mörg stórvirki
verið gerð í hans tíð sem margir sjá
og njóta í dag. Hann á því þakkir
skyldar fyrir sín góðu verk í sam-
göngumálum.
En Samgönguráðherra - hver svo
sem hann er - verður að hafa fjár-
magn tdl ráðstöfunar og það er al-
þingismanna að sjá um það. Mér
hefur heyrst að þingmenn úr
Reykjavík álíti það sé í Reykjavík
sem vegi þurfi, en síður úti á landi,
því þar er fólkið svo fátt s.b. Héð-
insfjarðargöng. Ef til vill getur
unga þingkonan sem ég nefndi í
upphafi stuðlað að því að þingmenn
Reykjavíkur vilji auka fjárveitingu
til samgöngumála úti á landi ásamt
öðrum þingmönnum. Það vilja
flestir fá góða vegi, en til þess þarf
fjármagn - og þó vel hafi verið unn-
ið að samgöngumálum er mikið
effir. Það er ekki Sturlu Böðvars-
syni að kenna. Það er engu máli til
ffamdráttar að gera lítið úr þeim
sem vel vilja og vel vinna - þó það
sé stundum reynt tdl að upphefja
aðra sem eru aðeins áhorfendur en
ekki gjörendur.
En Sturla Böðvarsson hefur unn-
ið vel í þessum málum og á þakkir
skilið, en ekki lítdlsvirðingu.
Hjörtur Einarsson
Skipulagsmal og
íbúaþróun í Dorgarbyggð
SQmfylkingQrfélag BorgarbyggðQr
boðar til opins félagsfundar fimmtudaginn
23. nóvember kl. 20.30. Fundurinn verður í
Alþýðuhúsinu í Borgarnesi.
Fulltrúar Borgarlistans í skipulagsnefnd, þau
Sigríður Björk Jónsdóltir bæjQrfulltrúi og Jóhannes
Freyr Stefónsson, munu leiða umræður um
skipulogsmál og íbúaþróun í sveitorféloginu.
Að umræðum loknum mun stjómin bjóðo upp
á samsöng og kaffiveitingar.
Allir velkomnir
Samfylkingin
www.skessuhorn.is
RÍKISKAUP
14135 - Til sölu:
Landakortagrunnar
Landmœlinga Islands
Landmælingar íslands (LMÍ) hætta útgáfu prentaðra landakorta
og sölu þeirra á almennum markaði um næstu áramót, sbr. ný
lög um starfsemi stofnunarinnar (nr. 103/2006).
Óskað er eftir tilboðum í fimm stafræna Freehand
landakoitagrunna, sem eru afleidd gögn af frumgagnagrunnum
LMÍ og gerðir hafa verið fyrir útgáfu prentaðra korta.
Landakortagrunnamir eru: Ferðakort 1:500 000, Ferðakortabók
1:500 000, Ferðakort 1-3 1:250 000, Vegaatlas 1:200 000 og
Ferðakort 1:750 000
Heimilt er að bjóða í einstaka landakortagrunna.
Hægt verður að skoða kortin á prentuðu og stafrænu formi hjá
I Rflriskaupum, Borgatúni 7,105 Reykjavík, föstudaginn 24
: nóvember milli kl. 14.00 og 16.00.
Sölulýsing með söluskilmálum verður aðgengileg á
s heimasíðu Ríkiskaupa (www.rikiskaup.is) frá og með
þriðjudeginum 21 nóvember.
Kauptilboðum skal skilað til Ríkiskaupa, Borgatúni 7,105
Reykjavík, fyrir kl. 14.00 þann 13. desember 2006.
Akraneskaupstaður
Verkefnisstjóri æskulýðs-
og forvarnarmála
Auglýst er eftir verkefnisstjóra, um er að ræða fullt
starf. Verkefnisstjóri hefur umsjón með æskulýðs- og
forvarnarstarfi á vegum Akraneskaupstaðar og
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Lögð er áhersla á
samvinnu við stofnanir, foreldra og ungmenni.
Viðkomandi þarf að sýna mikið frumkvæði í starfi og
hafa reynslu af vinnu með ungu fólki. Starfsreynsla
á sviði ráðgjafar er kostur. Gerð er krafa um
háskólamenntun sem tengist uppeldis-, heilbrigðis-,
tómstunda- eða félagsfræði. Starfslýsing fyrirliggjandi.
Laun skv. launakjörum viðkomandi stéttarfélags.
t Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2007.
Umsóknarfrestur til 8. des. n.k. Umsóknum sem
* greina frá starfsreynslu og menntun skai skila á
bæjarskrifstofur, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslu-,
tómstunda- og íþróttasviðs í síma 433 1000.