Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 2006 «kU»vnu>j Tvö verká Vesturlandi tilnefnd Bocciamót Lionsklúbbs Akraness Tveir myndhöfundar sem unnið hafa að verkum á Vesturlandi eru nú meðal þeirra sex myndhöfunda er keppa nú um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs ís- lands, sem Forseti íslands úthlutar við hátíðlega athöfn þann 21. nóv- ember. Sigríður Sigþórsdóttir, VA arkitekum, var meðal annars til- nefnd fyrir hönnun Landnámsset- urins í Borgarnesi „þar sem næm tilfinning og virðing fyrir náttúru- legu umhverfi og sögulegu sam- hengi er haft að leiðarljósi“ og Val- gerður Bergsdóttir var meðal ann- ars tilnefnd fyrir steinda glugga sína í Reykholtskirkju. Kallað var eftir ábendingum frá að- ildarfélögum Myndstefs, sem og frá einstökum félagsmönnum og valdi þriggja manna dómnefnd þá sem tilnefndir voru úr þeim hópi. Forseti ísiands mun veita heið- ursverðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands, HJ Allir verðlaunahafar ásamt Lionsmönnum. Hér má sjá þá félaga frá vinstri: Arnór Már, Ingi Þór og Guðjón Reynir. Þrír Skaga- menn á verð- launapalli í hnefaleikum Þrír drengir úr Hnefaleikafélagi Akraness unnu til verðlauna á móti í diploma hnefaleikum á móti sem haldið var á dögunum í húsnæði Hnefaleikafélags Reykjavíkur. Diploma hnefaleikar eru ættaðir frá Svíþjóð og er að nokkru frá- brugðnir ólympískum hnefaleikum á þann veg að ekki er eingöngu dæmt eftir fjölda högga sem kepp- andi kemur á andstæðing sinn heldur eru einnig gefin stig fyrir fótaburð, vörn og hreinleika högga og einnig er höggþungi takmark- aður. Það voru þeir Arnór Már Gríms- son, Ingi Þór Jónsson og Guðjón Reynir Guðjónsson sem kepptu syðra og komu þeir heim með tvö guil og eitt silfur. Ingólfur Ágúst Hreinsson hjá Hnefaleikafélági Akraness segir íþróttina í miklum vexti á Akranesi og nú æfi um 40 manns hjá félaginu. Þann 2. des- ember verður keppt í ólympfskum hnefaleikum í Reykjavík og munu fjórir keppendur frá Akranesi stíga í hringinn á því móti. HJ Síðastliðinn laugardag var haldið hið árlega Bocciamót íþróttafélagsins Þjóts. Mótið er styrkt af Lionsklúbbi Akraness, sem leggur til öll verðlaun og sér að auki um kaffiveitingar í móts- lok. Að þessu sinni kepptu 16 lið í liðakeppninni og var það A-lið Þjóts sem bar sigur úr býtum. Liðið skipuðu þeir Helgi Sævar Sveinsson, Sverrir Haraldsson og Sigurður Arnar Sigurðsson sem var fyrirliði. í rennuflokki kepptu þrjú lið og sigraði lið [þróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Heildarfjöldi keppenda var 54 í báðum flokkum. íþróttafélagið Þjótur virðir mik- ils samstarfið við Lionsklúþþ Akraness. MM í mótslok afhenti Lionsklúbburinn peningagjafir til sambýlanna þriggja á Akra- nesi, í tilefni að 800. fundi klúbbsins, sem haldinn var í síðasta mánuði. Sam- býlið Vesturgötu 102 og Sambýlið Laugarbraut 8 fengu 100.000,- og Búsetan að Einigrund 29 fékk kr. 50.000. Með á myndinni er Benjamín Jósefsson, for- maður Lionsklúbbs Akraness. Ljósmyndir: Guðmundur Þorvaldsson. Vel heppnuð æskulýðshátíð í Borgarnesi Árleg Forvarnar- og æskulýðs- hátíð unglinga var haldin í íþrótta- miðstöðinni Borgarnesi fimmtu- daginn 9. nóv. sl. Um 300 ung- lingar úr skólum og félagmið- stöðvum af Vesturlandi og víðar að skemmtu sér hið besta á hátínni sem tókst vel. Mikið var dansað og var það hljómsveitin Eins og hinir sem lék fyrir dansi. „Hátíðin er með öllu vímuefnalaus og er skipulögð og framkvæmd að öllu leyti eins og unglingarnir sjálfir vilja sjá forvarnardag sem þennan. Forvarnarslagorð sem unglingar í Óðali höfðu samið og gert í vikunni áður voru út um allt hús,“ sagði Indriði Jósaftsson, æskulýðsfulltrúi í samtali við Skessuhorn. Veðrið þennan dag var reyndar ekki eins og best var á kosið og hættu fimm skólar og félagsmið- stöðvar við komu af þeim sökum. Kvöldvaka var haldin þótt skemmtiatriði væru í/færri kantin- um í ár. „Áberandi var hve margar efnilegar unglingahljómsveitir tróðu upp og greinilega er að skila sér inn í tónlistarflóruna sú hljómsveitaraðstaða sem víða er búið að koma upp fyrir unglinga í félagsmiðstöðvum og skólum á síðustu árum. Við komu í húsið fengu allir unglingarnir merki í barminn með slagorði á í tilefni dagsins sem var að þessu sinni „Ég elska lífið - nei þýðir nei“. Á það að vísa til þess að í dag eru ótal tækifæri fyrir unglinga til að iðka jákvæðar og skemmtilegar tómstundir og unglingar eiga að vera það vel upplýstir í nútíma samfélagi að þeir eiga stoltir að geta sagt nei við þeim fjölmörgu neyslutilboðum og öðru áreiti sem beinist að þeim í auknum mæli,“ sagði Indriði. MM Hrafn Traustason náði glæsilegum árangri Sundlið ÍA ásamt þjálfurum sínum. Baráttan var hörð á íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug sem fram fór sl. helgi í Laug- ardalslauginni. Lið (A var þar á meðal og náði mjög góðum árangri. Rakel Gunnlaugsdóttir varð t.d. í 3. sæti bæði í 200 m fjórsundi kvenna og einnig í 100 m bringusundi. Auk þess að vinna til þrennra verðlauna þá synti hún sig inn í hópinn sem tekur þátt i Norður- landameistaramóti unglinga í Helsinki í næsta mánuði. Ágúst Júlíusson náði 3. sæti í 100 m flugsundi en glæsilegasta árangrinum náði Hrafn Traustason, en hann setti þrjú drengja- met, í 200 m fjórsundi, 200 m bringusundi og 400 m fjórsundi. Hrafn varð einnig 3. sæti í 100 m flugsundi. Fjölmörg íslandsmet voru slegin á mótinu og þakka menn það bættri aðstöðu sem sundíþróttin hefur fengið víða á síðustu misserum. Ekki er hægt að láta ógetið frábærs árangurs Skagakonunnar Kolbrúnar Ýr Kristjánsdóttur, sem nú æfir og keppir með Ægi. Hún setti hvorki fleiri né færri en 5 íslandsmet á mótinu. KH Bjöm gerír það gott í Hollandi Skagamaðurinn ungi, Björn Jóns- son, sem samningsbundinn er Heerenveen í Hollandi er að gera það gott með liði félagsins sem skipað er leikmönnum yngri en 17 ára. Um síðustu helgi átti hann stór- leik þegar leikið var gegn Ajax í Amsterdam. Leiknum lauk með sigri Björns og félaga í Heerenveen með tveimur mörkum gegn einu. Björn skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir aukaspyrnu um miðjan sfðari hálfleik. Undir lok leiksins átti Björn svo stoðsendingu sem gaf sigurmark leiksins. Átti hann því stóran þátt í sigri liðsins. Með sigrinum er liðið komið í efsta sæti í keppni liða í flokki liða skipuð eru leikmönnum undir 17 ára aldri. Björn er 16 ára gamall og hefur ver- ið á samningi við liðið í rúmlega eitt ár. Sem kunnugt er leikur annar Skagamaður með liðinu, Arnór Smárason. HJ Birgir Leifur á Evrópu- mótaröðina Akurnesingurinn Birgir Leifur Haf- þórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tryggði sér sl. fimmtudag þátttöku- rétt á Evrópumótaröðinni í golfi, fyrstur íslenskra karla. Birgir Leifur lék lokahringinn á mótinu í dag á 69 höggum, sem er þremur höggum undir pari San Roque vallarins á Spáni. Hann endaði í 25.-30. sæti en rúmlega 150 kylfingar hófu keppni í sfðustu viku. Þetta er f 10. skipti sem Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð- ina en í fyrsta sinn sem hann kemst áfram. MM Eydís tvöfald- ur meistari í kumite Eydís Líndal Finnbogadóttir félagi í Karate- félagi Akra- ness varð á dögunum tvö- faldur íslands- meistari í kumite. Eydís sigraði í opnum flokki og einnig f +57 kg. flokki. Aðrir keppendur frá Akranesi náðu einnig eftirtektar- verðum árangri á mótinu því Eyrún Jóna Reynisdóttir varð önnur í +57 kg. flokki og þriðja í opnum flokki. Þá varð Ágústa Andrésdóttir f þriðja sæti í +57 kg. flokki og einnig f þriðja sæti í opnum flokki. Þær stöllur urðu síðan í öðru sæti í liða- keppni. Þá varð Daníel Þorgeir Arnarson þriðji í -65 kg. flokki og Tómas Árnason varð þriðji í -70 kg. flokki. Karatefélag Akraness varð síðan íslandsmeistari félaga þar sem það náði flestum stigum allra félaga á mótinu. HJ IA mætir meisturum FH Dregið var í töfluröð úrvalsdeildar- innar í knattpspyrnu fyrir næstu leiktíð á laugardaginn og f fyrstu umferð hefja íslandsmeistararnir f FH titilvörn sína á Akranesi þegar þeir mæta ÍA. Meðai gestann á Skagann verða tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, fyrrverandi þjálfarar og leikmenn ÍA sem gengu eins og kunnugt er til liðs við FH fyrir skemmstu. Síðasti leikur ÍA á næstu leiktíð veröur hinsvegar suður með sjó þegar þeir mæta liðsmönnum Keflavfkur. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.