Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
23
Vesturlandsliðin í toppbaráttunni i körfunni
Borgnesingar og Snæfellingar eru í
banastuði þessa dagana. Hér er Jo-
han Zdravevski, leikmaður Skallagíms
í kröppum dansi.
Ljósm: Svanur Steinarsson.
Staðan í úrvalsdeildinni eftir
leiki vikunnar er þannig að Snæ-
fell og KR tróna á toppnum með
14 stig, en þar á eftir koma
Skallagrímur og Grindavík með
12 stig. Vesturlandsliðin eru
þannig að sýna og sanna að þau
eru fremst meðal jafningja um
þessar mundir, bókstaflega raða
inn sigrum.
Skemmtilegur ieikur
í Borgarnesi
Það var hraður og skemmtileg-
ur leikur sem átti sér stað í Borg-
arnesi s.l. sunnudagskvöld, á milli
Skallagrímsmanna og Grindvík-
inga, og var hann það allt frá upp-
hafi. Varnarleikur beggja liða var
öflugur og þrátt fyrir einhver mis-
tök heimamanna til þess að byrja
með lagaðist það fljótt. Leikurinn
var allur hinn fjörugasti og í fyrsta
leikhluta fór Darrel Flake á kost-
um og skoraði 15 stig fyrir Skalla-
grím.
[ seinni hluta leiksins var allt í
járnum, liðin spiluðu fína vörn en
sóknarleikurinn var mistækur.
Steven Thomas frá Grindavík
skoraði 11 stig, bæði utan af velli
en einnig tróð hann vel og lífgaði
vel upp á leikinn. Dramatíkin ein-
kenndi síðasta leikhlutann og ekki
á vísan að róa hjá Skallagríms-
mönnum með sigur, þrátt fyrir að
vera yfir, því Grindvíkingar voru
ætíð fast á hæla þeirra. Leikurinn
fór þó þannig að Skallagrímur
sigraði með 83 stigum gegn 74.
Darrel Flake skoraði 24 stig, tók
15 fráköst og vann afar vel fyrir
liðið allan tímann. Johan Zdra-
vevski stóð sig einnig með prýði
Iþróttafélög á Snæfellsnesi
í samstarf við ESSO
íþróttafélögin á Snæfellsnesi,
sem á dögunum ákváðu sam-
starf sín á milli í yngri flokkum í
knattspyrnu, hafa gert sam-
starfssamning við Olíufélagið
ESSO sem verður aðal styrktar-
aðili samstarfs knattspyrnufélag-
anna. Samningurinn kveður á um
að Safnkortshafar sem tengja
kort sin samstarfinu styrkja það í
hvert sinn sem þeir eiga viðskipti
við ESSO. Auk þess renna 2
krónur á hvern seldan elds-
neytislítra í afslátt í formi safn-
kortspunkta til viðskiptavinarins
ásamt 3% af vörusölu.
[ frétt frá íþróttafélögunum
segir að það sé von knatt-
spyrnudeildanna að allir stuðn-
ingsmenn og velunnarar félag-
anna styðji við bakið á því öfluga
starfi sem einkennt hefur félögin
undanfarin ár með því að versla
ávallt eldsneyti hjá Esso, hvort
sem það er á stöðvum félagsins
á Snæfellsnesi eða á öðrum
stöðvum Esso þegar ferðast er
um landið.
„Því betur sem við stöndum að
góðri umgjörð í rekstri barna- og
unglingastarfs því meiri árangri
náum við í forvörnum. Það er því
von okkar að þessi fjárhagslegi
stuðningur Olíufélagsins ESSO
og safnkortshafa á Snæfellsnesi
hjálpi okkur í því mikilvæga verk-
efni sem framundan er,“ segir í
tilkynningunni.
HJ
Sundæfingum ítrekað
frestað vegna veðurs
Sundfélag Akraness hefur ítrek-
að þurft að fresta sundæfingum sl.
viku vegna veðurs og kulda. Nú
standa æfingar yfir af kappi fyrir
íslandsmeistaramót. í viðtali við
yfirþjálfara liðsins, Ragnheiði Run-
ólfsdóttur, kemur fram að hún
kennir um slæmri aðstöðu sundfé-
lagsins og þrátt fyrir vilyrði sveita-
stjórnar um nýja sundlaug árið
2008, segir hún félagið vilja að-
gerðir og úrbætur hið fyrsta.
Ragnheiður, sem hefur verið yf-
irþjálfari sundfélagsins undanfarin
ár, hefur náð góðum árangri með
félagið og er það nú meðal
fremstu í sinni röð yfir landið og
hefur það vakið sérstaka athygli
fyrir sterka sundmenn, frá ekki
stærra sveitarfélagi. Ragnheiður
segir að í síðustu viku hafi þurft að
fresta fjórum sinnum æfingum
vegna veðurs, bæði útaf öldu-
gangi en einnig verði hröð kólnun
á vatninu í lauginni þegar veðrátt-
an hefur verið eins og undanfarið.
„Það er ekki hægt að bjóða krökk-
unum upp á slíkar aðstæður og
hreinlega heilsuspillandi að æfa í
slíkum kulda eins og hefur verið
undanfarið. Þetta er bagalegt og
ótækt þegar á sér stað æfingaferli
fyrir stórmót eins og nú iiggur fyr-
ir,“ segir Ragnheiður.
„Stjórn sundfélagsins lagði til
árið 2005 við Bæjarstjórn Akra-
ness þrjár mismunandi leiðir sem
hægt væri að fara til þess að bæta
úr ástandinu. Það var vel tekið í
hugmyndirnar og vonandi verður
ráðist í framkvæmdir á næsta ári.
Svo er það bara spurning um hvað
þetta tekur langan tíma. Fram-
kvæmdir hefðu helst þurft að hefj-
ast strax á þessu ári, við þurfum
úrræði strax! Ef við eigum að
standa undir þeim titli að kallast
íþróttabær eins
og við viljum,
verður sveitafé-
lagið að leggja
sitt af mörkum til
þess að svo
verði. Saga sund-
félagsins hér er
mjög góð, héðan
hafa komið af-
reksmenn og
Ólympíufarar oft-
ar en einu sinni
og náð glæsiieg-
um sigrum. Nú er
það þannig að
við getum ekki
einu sinni fjölgað í
sundhópunum
Ragnheiður Runólfsdóttir
vegna þess að hvorki er aðstaða til
þess að taka á móti öllum þeim
fjölda sem vill stunda sund en auk
þess eru allir þeir hópar sem fyrir
eru fullir. Þessir krakkar eru að
leggja ómælda vinnu á sig, mæt-
ingar hér á æfingar eru um 95%
mánuð eftir mánuð og ég tel með
slíkri ástundun og áhuga sé ekki
aðeins þjálfaðir framtíðar afreks-
menn heldur hefur þetta einnig
gríðarlegt fon/arnarlegt gildi,“ seg-
ir Ragnheiður með áherslu.
Hún heldur áfram: „Okkar krafa
er sú að fá innilaug og að mögu-
leiki væri að halda þar mót. Það er
lífsnauðsynlegt fyrir félagið að
geta haldið stórmót eins og t.d.
AMÍ - Aldursflokkameistaramót ís-
lands, sem væri ekki síður mikil
lyftistöng fyrir bæjarfélagið að taka
þátt í. Það er stærsta og fjölmenn-
asta mót innan sundgreinarinnar
hér á íslandi og mikill fjöldi kepp-
enda og aðstandenda sem það
sækja. Okkar draumur er að sjálf-
sögðu 50 m innilaug með 8 braut-
um en frekar viljum við 25 m sund-
og Pétur Sigurðsson átti dýrmæt-
ar þriggja stiga körfur.
Snæfell heldur sigur-
göngu sinni áfram
Snæfell tók á móti Tindastóli í
Stykkishólmi á mánudagskvöldið
og sigraði með 108 stigum gegn
85. Varnarleikurinn hjá báðum lið-
um var góður en þó sérstaklega
hjá liði Snæfells, sem sýnir mjög
góða breidd þessar vikurnar, undir
styrkri stjórn Geof Kotilla þjálfara.
Menn voru varfærnir til þess að
byrja með og var ekki laust við að
gætti taugatitrings hjá báðum lið-
um sem kom niður á skotnýting-
unni i fyrsta leikhluta. Það átti hins
vegar eftir að breytast og héldu
heimamenn gestunum undir, út all-
an leikinn.
Skagfirðingar léku ákveðið eftir
leikhlé og reyndu hvað þeir gátu til
þess að minnka forskotið en tókst
ekki og því sigur Snæfells vís.
Sigurður Á. Þorvaldsson átti
stórleik fyrir Snæfell og skoraði 37
stig, sem verður að teljast glæsi-
legur árangur og einnig var Justin
Shouse að sýna sig og sanna. Lið-
ið var í heild mjög samhent,
breiddin góð og sigurinn verð-
skuldaður.
KH
Lionsmót
Skallagríms 2006
Hið árlega
Lionsmót sund-
deildar Skalla-
gríms var haldið
dagana 11. og
12. nóvember í
sundlaug Borg-
arness. Til leiks
mættu um 90
keppendur á
aldrinum 5-12
ára frá 6 sundfé-
lögum og var
keppt í 26 greinum. Gestir Skalla-
gríms að þessu sinni voru Aftur-
elding Mosfellsbæ, Húnar
Hvammstanga, Snæfell Stykkis-
hólmi, Reykdælir og Víking-
ur/Reynir Ólafsvík en lið Geisla á
Hólmavík sat heima vegna veð-
urs. Gestirnir gistu í Grunnskóla
Borgarness og var öll umgengni
þeirra um húsnæðið til mestu
prýði. Mest var þátttakan í yngstu
aldursflokkunum og margir kepp-
endur að synda sín fyrstu sund-
tök á móti enda aðstaða til
keppni í yngriflokkum góð í
innilauginni. í heildina tókst mótið
með ágætum og allir fóru ánægð-
ir heim með flottan verðlauna-
pening og snyrtitösku sem viður-
kenningu fyrir þátttöku. Það eru
sérstaklega yngstu keppendurnir
sem eru áhugasamir um verð-
launapeningana eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd af efnilegri
sundkonu úr Skallagrími.
Eins og undanfarin ár styrkti
Lionsklúbbur Borgarness mótið
af myndarbrag og þá lagði Spari-
sjóður Mýrasýslu einnig lið en
hann hefur um ára bil gefið þátt-
tökupeningana. Stjórn Sund-
deildar Skallagríms þakkar öllum
þeim sem styrktu mótið á einn
eða anna hátt fyrir framlag sitt og
síðast en ekki síst starfsfólki
[þróttamiðstöðvar og grunnskóla
fyrir hjálpsemi og liðlegheit við
undirbúning og framkvæmd
mótsins.
ÁM
laug, með 8 brautum og fá hana,
en ekki. Við viljum bakkapláss þar
sem að hægt væri að athafna sig
með góðu móti og áhorfendapalla
þar sem fólki er boðið að koma og
hvetja sitt fólk.“
Ragnheiður segir að Skaga-
menn eigi griðarlega góða afreks-
menn í sundi og efniviðurinn og
metnaðurinn sé nægur. „Ef við
ætlum okkur að vera áfram meðal
þeirra bestu, verðum við að bæta
aðstöðuna. Nágrannasveitarfélög-
in eru að stinga okkur af hvað
þetta varðar, enda hafa þeir gert
sér grein fyrir hversu nauðsynleg
slík aðstaða er. Krakkarnir horfa til
þeirra afreksmanna og -kvenna
sem eru héðan og geta borið sig
saman við þau. Þau sjá að fyrir
þeim er möguleiki að ná jafn góð-
um árangri, jafnvel kannski betri,
og það er okkar sem sveitarfélag
að verða við þeim óskurn," segir
Ragnheiður að lokum áður en hún
drífur sig út í norðan garrann, tilbú-
in að gefa skipanir á sundlaugar-
bakkanum. KH
ýi rU’íjiir jóímtatíjddiu í crdur iuifduiu
i C/úflcnýiifhói, 'BjíiilcyjarstUhii i ‘Kvafjiröi.
fiefganiar 25. - 26. n&vembcrog 2. —3. dcscmbcr.
'Tifsýnis ocj sölu veróa hamiininir munir
cftir fiUjiirfcra svcitarínnar
'Boöid vcrdur itpp á fafji, fieitt súff ufaöi,
nýfkifiid gódgœti og tónfist.
Cjerum offurgíadan daq i svcitinni oggcfum öóruvisi
jófagjajir i ár.
Opiö mifti fj', 13 og 18.
Tfamlverfsjóffí ‘Mvaffirói
cnnv. ftjarícyjarsandur. is
6