Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 24
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Ibúðalánasjóður www.ils.is FJÁRHAGSLEG GLITNIR^ VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17. # > Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 .... * landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is Annir í ófærð á Akranesi Björgunarfélag Akraness fékk 70-80 útköll á mnnudagmótt og um morguninn. Miklar annir voru hjá lögreglunni á Akranesi sl. helgi vegna ófærðar og slæms veðurs. Björgunarfélag Akra- ness var ræst út til aðstoðar aðfar- amótt sunnudags og voru tveir öfl- ugir fjórhjóladrifsbílar sendir af stað fólki til aðstoðar. Víða vom bílar fastir í snjósköflum og stóðu lög- regla og björgunarsveitarmenn í ströngu við að losa þá og koma þeim út af götunum. Um þrjátíu slík tdlvik vom bókuð í dagbók lögreglu. I samtab við Asgeir Om Kristinsson, formann Björgunarfélagsins vom hans menn kallaðir til í 70-80 útköll til aðstoðar fólki í ófærð um nóttina og næsta dag. Var þar bæði um að ræða fólk sem þurfd að komast úr og í vinnu og fólk sem hafði bmgðið sér af bæ og komst ekki heim aftur. Alls komu um 10 björgunarsveitarmenn og 8 lögreglumenn að þessari vinnu. Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til björgunarfélagsmanna en án þeirra aðstoðar hefði ástandið aðfararnótt sunnudagsins, verið óviðráðanlegt. Talsvert tjón varð á annarri bifreið Björgunarfélagsins en öxlar í henni brotnuðu í miklum átökum við að losa fólksflumingabiffeið sem sat föst. Auk þess var notaður í fyrsta skipti nýr sérhæfður fjallabíll af Toyota Ttmdra gerð sem sveitin tók sl. sunnudagsmorgun einfaldlega úr höndum breytingasmiðanna sem unnu að lokaffágangi bflsins. Fékk hann því óvænta eldskím við þetta tækifæri og reyndist vel. Að sögn As- geirs Arnar höfðu sumir þeirra sem aðstoðar nutu í ófærðinni umrædda nótt orð á því hve langan tíma bíða hefði þurff effir aðstoð. „Utköllin vora einfaldlega það mörg að við höfðum engan veginn undan þrátt fyrir að hafa bæði vaskan hóp manna og tækja tdl aðstoðar. Við slíkar að- stæður sem sköpuðust þessa nótt verður að teljast eðlilegt að fólk hefði þurft að bíða aðstoðar, enda kom það í raun ekki að sök, flestir vom jú í erindagjörðum afþreyingar og áttd því að geta sýnt biðlund,“ sagði Asgeir Om. Vart hefur farið ffamhjá nokkrum manni rmdanfama daga og vikur að vetur er genginn í garð. Að þessu sinni minnir hann fljótt og ákveðið á sig og segja má að undanfamar vik- ur hafi ff emur fáir rólegir dagar ver- ið í veðrinu. Gengið hefur á með roki, rigningu sem snarlega breytt- ust í frosthörkur og sumsstaðar einnig snjó. Frostdð í síðusm viku gekk djúpt niður í jörðu þar sem það kom í kjölfar mikilla rigninga og víðast hvar á auða og blauta jörð. Meðfylgjandi myndir tók Ragn- heiður Stefánsdóttir í Borgamesi við Hafnará í Melasveit. MM/KH Nýi Toyota Tundra bíllinn reyndist vel íþessari óvœntu eldskím sem hannfékk. Ágjsutu Akumeiinuar Akraneskaupstaður Þann 30. nóvember n.k. verða teknar í notkun 3 grenndarstöðvar vegna sorpflokkunar á Akranesi og fleiri munu bætast við á næstu mánuðum. Staðsetning gámastöðvanna er við Samkaup strax, Skagaver og Bíóhöllina. Akraneskaupstaður og Gámaþjónustuna hf. eru í samstarfi um þetta verkefni. Við val á staðsetningu er m.a. haft í huga að aðgengi sé gott, umhverfi snyrtilegt, stöðvarnar séu í nánd við verslanir eða þjónustu og í akstursleið fyrir sem flesta. Stjórnendur bæjarins munu leggja metnað sinn í að Ijúka við frágang stöðvanna svo fljótt sem mögulegt er. Akranes er fyrsta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins sem býður upp á þessa þjónustu. Þar með erum við að stíga stórt skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Sorpflokkun er verkefni sem við bjóðum þér að taka þátt í. Ef þú vilt ekki að allt sorp sé urðað í einn haug getur þú lagt þitt af mörkum til að svo sé ekki. Með því að flokka eftir fyrirfram ákveðnum reglum og fara með í réttan gám á næstu grenndarstöð getur þú treyst því að flokkunin helst áfram til síðasta vinnslustigs. Gámaþjónustan rekur 1. flokks flokkunar- og vinnslustöð þar sem flokkaða sorpið er pressað og pakkað og komið í endurvinnslu bæði hérlendis og erlendis. Hver er tilgangurinn með því að flokka sorp? Því er auðvelt að svara. Það er fyrst og fremst umhverfis-og náttúrvernd. Stóran hluta sorps er hægt að éndurvinna. Við getum ekki endalaust urðað allt sorp því við höfum einfaldlega ekki nægilegt landrými og kostnaður við urðun er einnig mikill. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu verkefni og setja Akranes í fremstu röð sveitarfélaga í umhverfismálum og náttúruvernd. Umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.