Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Síða 10

Skessuhorn - 29.11.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 Bærínn styrkir lúðrasveitína STYKKISHÓLMUR: Bæjar- ráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt beiðni foreldrafélags Lúðrasveitar Stykkishólms um styrk til starfsemi sveitarinnar. Samþykkti ráðið að veita 100 þúsund krónur sem renna skuli í búningasjóð sveitarinnar. -hj Króna fyrir jól AKRANES: Verslun Krónunn- ar opnar á Akranesi fyrir jól í nýbyggingu sem Smáragarður hf. reisir nú á Skagaverstúninu á Akranesi. Að sögn Guðmund- ar Halldórs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Smáragarðs eru byggingarframkvæmdir nú að komast á lokastig og er stefnt að því að verslanir í húsinu opni fyrir jól en þó sé ekki hægt að slá neinu föstu um opnunardag. Guðmundur Halldór segir verslun Krónunnar verða mjög svipaða verslun með sama nafni sem opnaði í Mosfellsbæ fyrir nokkrum dögum. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki og verður gengið ffá ráðningu á næstunni. -hj Félagsmiðstöð vígð BORGARFJÖRÐUR: í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember verður félagsmiðstöðin að Varmalandi opnuð við hátíð- lega athöfn í félagsheimilinu Þinghamri þar sem félagsmið- stöðin mun hafa aðsetur sitt. Björn Bjarki Þorsteinsson, for- maður tómstundanefndar Borgarbyggðar fljmir ávarp auk þess sem gestir koma færandi hendi. Nemendur verða með kaffisölu á staðnum sem fjáröfl- un fyrir hina nýju félagsmið- stöð. Opnun félagsmiðstöðvar- innar er liður í að bæta félags- aðstöðu unglinga á starfssvæði Varmalandsskóla og tengja saman skólastarf, íþróttaæfing- ar og annað tómstundastarf. Einnig ætti tilkoma félagsmið- stöðvar að efla enn frekar starf nemendafélags Varmalands- skóla. Nemendur í 6. til 10. bekk geta nýtt sér félagsmið- stöðina sem verður opin mán - fim frá kl. 15 - 17. Þá verður kvöldopnun í Gauknum, félags- aðstöðu á Bifföst fléttuð inn í þessa starfsemi eitt kvöld í viku fyrir unglinga til að byrja með. Starfsmaður félagsmiðstöðvar- innar er Andrea Davíðsdóttir. -mm Fá greitt umsýslugjald AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu Gunn- ars Sigurðssonar og Karenar Jónsdóttur að íþrótta-, æsku- lýðs- og tómstundafélög sem taka við niðurgreiðsluávísunum þeim er bæjarfélagið sendi öll- um börnum og unglingum fái greiddar fimmhundruð krónur fyrir hverjar ávísim „tdl hvatn- ingar vegna umsýslu," eins og segir orðrétt í tillögunni. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhorns eru ávísanirnar að upphæð fimmþúsund krónur og er hægt að nota þær til þess að greiða niður notendagjöld hjá viðurkenndum félögum. -hj ‘signr o Ominn Siguröm kom til Grund- arfjarðar í hádeginu á sunnudag með fríðu föruneyti fuglafræðinga og starfsfólki úr Húsdýragarðinum. Fjölda fólks dreif að við bensínstöð Essó en þar var fyrsti stoppistaður- inn. Siguröm, sem geymdur var í hundabúri aftur í sendiferðabiffeið, virtist hinn rólegasti þrátt fyrir alla athyglina sem koma hans vakti. Efdr stutt stopp lagði sendferðabíllinn af stað vestur fyrir Grundarfjarðar- kaupstað og fylgdi honum löng bílalest en fljótlega var stað- næmst skammt frá Hálsvaðli í nánd við þann stað þar sem Sig- urbjörg Péturs- dóttir bjargaði honum sl. haust. Eftir að fugla- SíSustu mælingar sljalfierðar meðan Siguröm var myndaður í bak ogfiyrir. Öminn fier frelsið á nýjan leik. Það var Sigurijörg Pétursdáttir, ijargvættur hans, semfékk heiðurinn afað sleppa honum. ffæðingar höfðu fylgjast með fyrstu vængjatöknnum gert lokamæl- fagnaði með lófataki en Siguröm tók ingar sínar á flugið ömggum vængjatökum. Sigurerni var Stefndi harm fyrst yfir vaðalinn þar honum sleppt sem honum var bjargað en hækkaði og það var auð- síðan flugið og tók steffnma út með vitað Sigurbjörg vestanverðu Kirkjufelli. Fulltrúi sem gaf honum Fuglavemdunarfélags Islands færði frelsið á ný. að lokum Sigurbjörgu heiðursskjal Mannfjöldinn tneð mynd af Siguremi í þakklætis- sem var saman skyni fyrir björgunina. kominn til að GK Einungis 36% Skagamanna nota stefiiuljós rétt í gegnum tíðina hefur margoft verið rætt um að Akurnesingar noti ekki allir stefnumerki/stefnu- ljós eins og lög geri ráð fyrir. I um- ferðarreglum kveður á um að nota skuli stefnuljós/stefnumerki ef um fleiri en eina akstursleið er að velja. Slík merkjagjöf er af öryggis- ástæðum fyrir aðra vegfarendur og flokkast undir almenna tillitssemi. Stefnuljós era á bílum til að nota þau og gefa til kynna hvað öku- maðurinn hyggst næst gera á bif- reið sinni. Hvort ástandið sé sér- staklega slæmt á Akranesi varðandi notkun umferðarljósa skal ósagt látið. Hinsvegar má fullyrða að mikil brögð era að þvi að öku- menn láti í besta falli vita hvað þeir „em að gera,“ en ekki hvað þeir „ætli að fara að gera.“ Vegna þessarar umræðu ákváðu tveir hópar nemenda í Gmnda- skóla á Akranesi að fylgjast með notkun stefnumerkja/stefnuljósa út úr hringtorgi tvo daga fyrir skömmu. Tvö hringtorg voru könnuð. Annars vegar hringtorgið á gatnamótum Garðabrautar, Inn- nesvegar og Flatarhverfis og hins vegar hringtorgið á gamamótum Faxabrautar, Garðabrautar, Þjóð- brautar, Stillholts og Skagabrautar. Könnunin var framkvæmd dagana 8. og 11. nóvember sl. Samtals var fylgst með umferð í tvær klukku- smndir. Samtals óku 212 bílar um hring- torgin og 76 bflar gáfu stefnu- merki/stefnuljós úr úr hringtorg- inu eins og reglur gera ráð fyrir. Niðurstaðan er því sú að aðeins tæplega 36% ökumanna virða reglur um stefnumerki/stefnuljós þegar ekið er út úr hringtorgi. Þessi niðurstaða styður þær full- yrðingar að Akurnesingar séu ekki sérlega passasamir að virða reglur um stefnumerki/stefnuljós og mætm kynna sér bemr þær bemr. MM Hvalfj arðarsveit óskar skýringa Umhverfisstofiinnar Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur óskað effir skýringum Um- hverfisstofnunar á þeim athuga- semdum sem stofnunin gerði við aðalskipulagstillögu Skilmanna- hrepps um lagningu vegar við og utan Grunnafjarðar. Eins og fram hefur komið í frétmm Skessuhorns hefur umhverfisráðherra haft aðal- skipulagstillöguna til afgreiðslu síðan í vor og hefur ekki staðfest tillöguna vegna athugasemda Um- hverfisstofnunar. Skilmanna- hreppur sameinaðist í vor öðrum sveitarfélögum sunnan Skarðs- heiðar í nýju sveitarfélagi Hval- fjarðarsveit. I athugasemd Umhverfisstofn- imar segir meðal annars: „Að mati Umhverfisstofnunar er Grunna- fjörður eitt mikilvægasta votlend- issvæði Islands en svæðið er einnig eitt af þremur Ramsarsvæðum landsins. Grunnafjörður er einn af mikilvægusm viðkomustöðum far- fugla á Islandi og eitt'af mikilvæg- usm fæðusvæðum hafarnar á sunn- anverðu Vesmrlandi. Með vegi yst í Grunnafirði væri svæðið skorið í sundur með stórfelldri truflun fyr- ir fúglalíf og vatnsskipti yrðu trafl- uð með þeim afleiðingum að breyting yrði á seltu og lífríki leirasvæðanna. I ljósi þess leggst Umhverfisstofnun gegn því að gert verði ráð fyrir vegi yfir Grannafjörð.“ I bréfi Einars Arnar Thorlacius- ar, sveitarstjóra segir að Hvalfjarð- arsveit telji rökstuðning vanti fyrir þessari niðurstöðu. Því óskar sveit- arstjóri eftir að fá upplýsingar um hvaða rannsóknir liggi að baki ýmsum þeim fullyrðingum sem fram koma. Þá er einnig óskað skýringa á því hvernig vegur sem liggur yst í Grannafirði geti skorið svæðið í sundur og hvernig stofn- unin geti gefið sér að vatnsskipti verði trafluð með veginum. „Að sjálfsögðu myndi engum fram- kvæmdaraðila detta annað í hug en að leggja brú yfir svæðið með það löngu hafi að full vatnsskipti yrðu tryggð,“ segir orðrétt í bréfi sveit- arstjórans. Oskar hann jafnframt eftir svörum sem fyrst. HJ Veðrið bjargaði margri riúpumii Rjúpnaveiðitímabilinu lauk sl. sunnudag. Ekki er ofsögum sagt að veiðimenn séu miskátir eftir tíma- bilið. Flestir hafa náð í jólamatinn, en hreint ekki allir. „Eg er búinn að fá nokkra fugla en ég hef farið marga daga til veiða. Þetta sama segja veiðifélagar mínir víða um land. Tíðarfarið hefur verið erfitt og þá sérstaklega um helgar,“ sagði Skagamaður sem blaðamaður ræddi við. Vfða finnast veiðimenn sem taka í sama streng. Skessuhorn heyrði í veiðimönnum í Búðardal, á Hvammstanga og á Blönduósi, á Dalvík og Akureyri og allir hafa sömu sögu að segja um veiðina í haust. Menn hafa náð þetta nokkrum fuglum, eftir miklar göngur og einn þeirra sem rætt var við sagðist næstum hafa orðið úti við veiðiskapinn. Það skall á vitlaust veður og hann rétt slapp heim. Annar skotveiðimaður sem á bústað vestur á Skógarströnd sagðist hafa farið til rjúpna snemma einn dag- inn fyrir fáum dögum og gengið og gengið í marga klukkutíma og ekki séð fúgl, en þess í stað sá hann nokkra veiðimenn sem ekki vora heldur búnir að fá neitt. En þegar hann kom heim í bústað vora 10 fuglar við veröndina en þá var veiðiþráin löngu horfinn eftír alla gönguna. Líklega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og sennilega ekki meira en um 40 þúsund fuglar í Sá kunni veiðigarpur; Þórarinn Sigþórs- son, tannlæknir. haust. Veðurguðirnir hafa greini- lega bjargað rjúpunni í ár. GB Slegist í íbúð AKRANES: Eftírmiðdag sl. sunnudag barst lögreglunni á Akranesi tilkynning um að hús- brot stæði yfir í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum og ráðist hefði verið á tvo menn sem vora innandyra. Þrennt var handtekið á staðnum örfáum mínútum síðar og fært í fanga- geymslur lögreglu. Nokkrar skemmdir urðu á innanstokks- munum við þau átök sem urðu í íbúðinni og einn maður er með minniháttar áverka. Þau þrjú sem réðust inn í íbúðina hafa verið yf- irheyrð en hefúr verið sleppt úr haldi lögreglu. Ástæður átakanna era ljósar eftir yfirheyrslur. Málið tengist ekki fíkniefnaviðskiptum. -kh Satnið við Þ.B. Borg STYKKISHÓLMUR: Tvö tdl- boð bárust í húseigina Garðaflöt 1-3A sem Stykkishólmsbær aug- lýsti til sölu fyrir skömmu. Nes- hjúpur ehf. bauð 35,7 milljónir króna og Þ.B. Borg ehf. bauð 36,2 milljónir króna fyrir hönd óstofn- aðs hlutafélags. Bæjarstjóm Stykk- ishólms samþykkti á fundi á dög- unum að ganga til samninga við Þ.B. Borg ehf. -hj Aðventutónar í Hallgríttiskirkju HVALFJ.SVEIT: Kammerkór Akraness heldur tónleika í Hall- grfmskirkju í Saurbæ, Hvalfjarð- arsveit laugardaginn 2. desember kl. 17. Kórinn var stofnaður í jan- úar árið 2004, telur 16 manns og er skipaður söngglöðu, söngvönu og metnaðarfúllu fólki og er flest- ir félagar einnig starfandi með Kirkjukór Akraness. I Hallgríms- kirkju í Saurbæ er einstaklega fel- legur og hlýr hljómburður og er þetta í fyrsta sldpti sem kam- merkórinn heldur tónleika í þess- ari fögru og sérstöku kirkju. A efiússkrá tónleikanna í Saurbæ er flutningur á Kantötu nr. 61 eftír J. S. Bach „Nun komm, der Heiden Heiland" sem kórinn flytur ásamt strengjasveit og einsöngvuram. Auk þess verður flutt falleg að- ventutónhst frá ýmsum tímum og má þar nefna meðal höfúnda, Jo- hann Eccard, Andrew Carter og Báru Grímsdóttur. Einsöngvarar með kórnum era þau Laufey Geirsdóttir sópran, Jón Þorsteins- son tenór og Stefán Sigurjónsson bassi. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæ- mundsson, organisti Akranes- kirkju. Aðgangseyrir inn á tónleik- ana er kr. 1500. -mm Staða rektors auglýst BJFKÖST: Staða rektors Háskól- ans á Bifröst hefur verið auglýst laus til umsóknar, en Runólfúr Agústsson sagði henni lausri á dögunum eins og ffam hefúr kom- ið. I auglýsingu segir meðal annars að rektor annist stjómun og rekst- ur háskólans í umboði stjómar og beri ábyrgð gagnvart henni. Þá kemur hann ffarn fyrir hönd há- skólans gagnvart starfsmönnum, nemendum og út á við og hefur forgöngu um þróunarstarf og stefúumótun. Gerð er sú krafa að umsækjendur hafi doktorsgráðu og/eða meistaragráðu og segir að öðru jöfnu sé reiknað með því að umsækjandi með doktorsgráðu verði ráðinn. Umtalsverð stjóm- unarreynsla úr íslensku atvinniflífi er einnig talin nauðsynleg. Um- sóknarffestur er til 11. des. -hj

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.