Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
Faxaflóahafiiir
kaupa Faxabraut 7A
Faxaflóahafnir sf. hafa fest kaup
á húseigninni Faxabraut 7A á
Akranesi af Verslunarþjónustunni
hf. á 55 milljónir króna eða um
102 þúsund krónur pr. fermetra.
Eins og fram hefur komið í ffétt-
um Skessuhorns er ætlunin að
leigja húsið undir starfsemi Fisk-
markaðar Islands. Húsið er sam-
tals 443 fermetrar að grunnfleti
auk 112,9 fermetra skrifstofurýmis
á annarri hæð. Húsið var reist árið
2003 og er brunabótamat þess
tæpar 72 milljónir króna.
Að sögn Gísla Gíslasonar hafn-
arstjóra verður húsið afhent þann
1. janúar og ætti Fiskmarkaður Is-
lands því að geta hafið starfsemi
sína þar á fyrstu mánuðum næsta
árs. Hann segir aðstöðu markaðar-
ins hafa verið ffekar illa staðsetta
ffam að þessu og óhentugt. Það
verði því veruleg bót fyrir markað-
inn að komast í nýlegt og gott
húsnæði skammt frá löndunar-
bryggju.
Gísli segir færslu fiskmarkaðar-
ins niður á hafnarsvæðið mikil-
væga aðgerð í því skyni að laða að
fleiri báta til Akraness um leið og
aðstaða þeirra sem nú leggja upp
fisk á Akranesi er bætt verulega.
„Þessi kaup Faxaflóahafna sf. á
hentugu húsnæði fyrir fiskmark-
aðinn eru því í samræmi við það
markmið eigenda fyrirtækisins að
efla Akranes sem fiskihöfn“ segir
Gísli. HJ
Mikil spum eftir
veiðileyftim
Spurn eftir laxveiðileyfum virðist
aukast þrátt fyrir að veiði í ár hafi
verið slök og virðist sem slagurinn
um leyfin haldi áffam þrátt fyrir
mikla aukningu á liðnu tímabili.
Samkvæmt upplýsingum Skessu-
homs keyptu bankar og stórfyrir-
tæki mikið af veiðileyfum í fyrra og
það sama virðist uppá teningnum
núna. Má þar nefna að fjármála-
stofnun sem keypti talsvert magn
veiðileyfa í Víðidalsá ætlar að
kaupa jafn marga daga á komandi
sumri, þrátt fyrir slaka veiði í ánni á
síðasta tímabili.
Leigutakar sem blaðamaður
Skessuhorns ræddi við höfðu allir
sömu söguna að segja, vel hefur
gengur að selja veiðileyfin og ein-
hverjar veiðiár em uppseldar nú
þegar. „Það hefur gengið vel að
bóka og selja fyrir næsta sumar,"
sagði Þröstur Elliðason hjá
Strengjum og það sömu sögu sagði
Jón Þ. Júlíusson en hann leigir
meðal annars Grímsá og Laxá í
Kjós. Langá á Mýrum er næstum
uppseld næsta sumar og sömu sögu
er að segja af fleiri ám á þeim slóð-
um. Einnig hefur gengið mjög vel
að selja í Norðurá og Þverá.
„Langá á Mýmm er næstum upp-
seld næsta sumar og gengið mjög
vel að selja í ána. Seiðamælingar í
ánni sýna að veiðin verður góð
næstu sumur,“sagði Ingvi Hrafn
Jónsson, er Skessuhom forvimaðist
um stöðuna næsta ár í Langá.
Talið er að veiðileyfamarkaður-
inn velti um 3 milljörðum á ári og
sú velta mtm því aukast á næsta ári.
GB
Kveikt á jólatrjám á aðventunm
Nú fer að líða að því að ljósin
verði kveikt á jólatrjánum með til-
heyrandi kátínu og gleði og það
þýðir aðeins eitt, jólin era að koma!
Akranesbær ríður á vaðið og
tendrar sitt jólatré á Akratorgi þann
2. desember, kl. 16:00 og sama dag
munu Grundfirðingar kveikja á
sínu kl. 18:00 fyrir ffaman Heilsu-
gæslustöðina.
Daginn eftir, þann 3. desember,
mun tendrað verða á jólatrjánum á
Hellissandi og Olafsvík. Fyrir utan
Félagsheimilið Röst kl. 16:00 á
Hellissandi en við Pakkhúsið kl.
18:00 í Ólafsvík.
í Borgamesi verður einnig kveikt
á pemm þennan sama dag og verð-
ur athöfnin kl. 17:00 á Kveld-
úlfsvelli. I Stykkishólmi kemur tréð
ffá Danmörku og er kveikt á því
tveimur dögum eftir að það berst,
en ekki er enn vitað upp á hár
hvenær það verður. KH
S
Stóri As er ræktunarbú
Vesturlands 2006
Á haustfundi Hrossaræktunar-
sambands Vesturlands um liðna
helgi var Stóri Ás í Hálsasveit valið
ræktunarbú Vesturlands árið 2006.
Eigendur og ræktendur búsins em
hjónin Lára Gísladóttir og Kol-
beinn Magnússon.
I samtali við Lára kom fram að
þeirra hrossakyn væri blanda af
hrossum sem upprunin væm bæði
ffá Stóra Ási og Hofsstöðum, það-
an sem hún er ættuð. Mikið af þeim
góðu hrossum sem þau hafa verið
að fá dóma fyrir undanfarið era
undan hryssu sem hún lagði í búið
á sínum tíma, sú er undan Gáska ffá
Hofsstöðum. Hjónin í Stóra Ási
hafa stundað hrossaræktun í fimmt-
án ár. Gísli Gíslason, bróðir Lám
hefur veitt þeim lið með tamningar
og sýningar á hrossunum og sama
gildir um aðra fjölskyldumeðlimi,
sem hafa verið boðnir og búnir að
aðstoða. „Það er auðvitað ómetan-
legt að eiga góða að, í þessu eins og
öðm,“ sagði Lára.
Til þess að bú fái þessi verðlaun
þarf útkoma þeirra hrossa sem sýnd
em á árinu að vera afar góð. Frá
Stóra Ási vom fjögur hross sett í
dóm á líðandi ári og var meðaleink-
un þeirra 8,16.
Hjónin í Stóra Asi, Kolbeinn Magnússon og Lára Gísladóttir með verðlaunagrip jyrir
Ræktunarbú ársins á Vesturlandi.
Eftirfarandi hross í eigu Vest-
lendinga vom einnig verðlaunuð á
haustfundi HrossVest:
4v. hryssa: Vild frá Auðsholtshjá-
leigu, eink: 8,12. Eigandi: Hali ehf.
5v hryssa: Nánd frá Miðsitju,
eink: 8,27. Eigandi: Þorvaldur
Jónsson, Innri- Skeljabrekku.
6v. hryssa: Ösp frá Effi Rauða-
læk, eink. 8,29. Eigandi: Hali ehf
7v. hryssa; Fiðla ffá Stóra-Ási,
eink. 8,40. Eigandi: Lára Gísladótt-
ir, Stóra-Ási.
4v. stóðhestur; Glotti ffá Sveina-
tungu, eink: 8,19. Eig: Jakob S. Sig-
urðsson, Steinsholti
5v. stóðhestur; Bjarmi ffá Lund-
um II, eink; 8,43. Eigandi: Ragna
Sigurðardóttir, Lundum II
6v. stóðhestur; Sólon ffá Skáney,
eink: 8,48. Eigandi: Haukur
Bjarnason, Skáney, Birna Hauks-
dóttir, Skáney og Heiða Dís Fjeld-
sted, Ferjukoti.
7v. stóðhestur; Aðall frá Nýja Bæ,
eink: 8,64. Eigandi: Ólöf Guð-
brandsdóttir, Nýja Bæ.
BGK