Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 22

Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 ssufnassuiwgMsa Notalegt umhvetfi og hátt þjónustmtig Nú þegar nær dregur jól- um fara verslunareigendur og þjónustuaðilar að koma jólaskreytingum fyrir í búð- argluggum og lýsa upp skammdegið á skemmtileg- an hátt. Aðventan er án efa mesti annatími starfsstéttarinnar og samkeppnin um við- skiptavinina því aldrei meiri en á þessum árstíma. Óhætt er að segja að verslun á Akranesi endurspegli alla ur kveikt á jólatrénu á Akratorgi og flórtma í vöruúrvali og ættu allir að er aldrei að vita nema góðkunn- finna eitthvað við sitt hæfi hvort ingjar okkar, jólasveinarnir úr sem það er í fatnaði, heimilisvör- Akrafjalli, komi í heimsókn og gefi Sameiginlegur opnunartími verslana á Akranesi í desember er sem hér segir: 2. desember laugardagur......... ffá kl. 10:00 - 18:00 3. desember sunnudagur.......... frá kl. 13:00 - 17:00 4. - 8. desember mánud. - föstud..... opið til kl. 18:00 9. desember laugardagur........ frá kl. 10:00 - 18:00 10. desember sunnudagur......... frá kl. 13:00-17:00 11. -15. desember mánud. - föstud.... opið til kl. 18:00 16. desember laugardagur......... frá kl. 10:00 - 22:00 17. desember sunnudagur.......... frá kl. 10:00 - 22:00 18. - 22. desember mánud. - föstud.... opið til kl. 22:00 23. desember þorláksmessa........ opið tdl kl. 23:00 24. desember aðfangadagur........ frá kl. 09:00 - 12:00 um, byggingavörum, matvöru eða ýmis konar gjafavöru, því af nógu er að taka. Þegar þú verslar eða sækir þjón- ustu á Akranesi tekur þú efrir því að umhverfið er rólegt og notalegt og starfsfólk kappkostar að bjóða við- skiptavinum sínum upp á ffamúr- skarandi þjónustu. I desember verður margt um að vera hér á Akranesi fyrir gesti og gangandi en ffá og með 1. desem- ber hefst samræmdur opnunartími verslana, ffam að jólum. Laugar- daginn 2. desember kl. 16:00 verð- börnunum góðgæti og syngi með þeim nokkur jólalög. Þessu til við- bótar verða ýmsar uppákomur ffam að jólum en þær verða auglýstar sérstaklega þegar nær dregur. Því ekki að koma á Akranes og upplifa sannkallaða jólastemningu og versla í notalegu umhverfi og njóta úrvals þjónustu? Rakel Oskarsdóttir, markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaupstaðar Jólaverslun á heimasvœði Það dregur að jólum og ffamundan er annasamur tími í verslunum. Bamandi samgöngur síðustu árin sem og betra tíðafar hafa haft þau áhrif að æ fleiri leggja leið sína suður á bóginn til þess að leita að jólagjöfum til að gleðja ættingja og vini. Slíkt er í sjálfu sér ósköp eðlilegt því reikna má með því að þar sé úrvalið mest og flest gilliboðin. Oft kemur þó fólk til baka með hálfgerðan hroll efrir ýmsar hremmingar sem það hefur lent í, sérstaklega þegar nær dregur jólum og hrað- inn og stressið eykst á suð- ursvæðinu. I búðina til mín kom í fyrra, skömmu fyrir jól, einn ágætur kunningi minn sem hafði líkt og aðrir farið suður til að berja gersemirnar augum og reyna að finna þar gjafimar góðu. Hann sagði farir sínar ekki sléttar eftír að hafa heilsað. Hann sagði: „Þegar ég eftír langa leit að bílastæði komst loks inn í eitt mollið og hafði ráfað þar um góða stund horfandi á mannfólkið æðandi allt í kringum mig með brjálsemis- glampa í augum, þá sagði ég við sjálfan mig; nei, þetta gengur ekki svona lengur og ég fór heim áður en ég fór að elta strolluna." Og þess má líka geta að hann fann gjafir fyrir alla í sinni fjölskyldu í búðinni hjá mér. Ég veit ekki hvort Snæfellingar hafi almennt gert sér grein fyrir því að sá möguleiki er fyrir hendi að ferðast á milli staða hér á heimasvæðinu og kíkja á það úrval sem snæfellskir verslunarmenn bjóða upp á. Ég vil því hvetja íbúa Snæfellsness til þess að gefa þess- um möguleika gaum og kannski þurfum við kaupmennirnir á svæðinu að gera meira í því að minna fólk á þennan valkost. Það tekur ekki nema tæpa klukkustund aðra leið að aka milli Stykkis- hólms og Hellissands og þá u.þ.b.tvær klukkustundir ffarn og til baka, sem er svipaður tími og tekur að aka aðra leiðina til Reykjavíkur. Hugsið um þennan valkost kæru íbúar á Snæfellsnesi. Gleðilega jólaverslunl Gunnar Kristjánsson, Grundarfirði. Jólin í Borgamesi Það er oft mikil gleði í því fólgin að geta gert sér dagamun og það gerum við um þessar mundir því jólin eru að koma. Þegar við lítum í kring um okkur hér í Borgamesi er það augljóst: Jólaskreytingar og lýs- ing við heimili, stofnanir og fyrir- tæki gleðja augun í myrkrinu. Það hefur verið Islendingum hugleikið allt frá landnámi að halda jól, en heiðnir menn héldu jól í svartasta skammdeginu, sennilega á fullu tungh. I dag er þetta kristin hátíð eins og eðlilegt er hjá krist- inni þjóð. Eða kannski ættum við að segja þjóðum þótt við séum að hugsa um Borgames í þessu tilviki, því hér býr orðið fólk af margs kon- ar þjóðerni. En Borgames er bærinn okkar allra, höfuðstaðurinn í stóm héraði. Hér er miðstöð verslunar og þjónustu og það er stór kostur við búsetu að hafa mögleika á að sækja sem mest af slíku heima hjá sér. Leggja leið sína í Hyrnu- torgið á aðventunni og kanna þann fjölbreytileika sem þar er, matvöra- og sérverslanir. Fara í gamla miðbæinn og leggja leið sína í Safhahúsið eða Landnámssetrið eða þá einstöku versltm sem Kristý er. Heimsækja Bónus til að gleðja þá Bónusfeðga og njóta þess að þar við er gott kaffihús sem gott er að líta inn í eftír innkaupaleiðangra sem og á öðram tímum. Svo era það sérverslanir eins og Tölvuþjón- usta Vesturlands og Framköllunar- þjónustan svo nokkuð sé nefnt. Ekld má heldur gleyma blessuðum bensínstöðvunum, þar sem hægt er að líta inn í kaffihom efrir að búið er að sinna helstu nauðsynjum bíls- ins. Svo þarf ekki að fara úr heima- byggð til að kaupa jólatré, Björgun- arsveitin og fleiri aðilar sjá um það. Menningin blómstrar líka í desem- bermánuði og ótal tækifæri gefast til að næra andann. Kveikt verður á jólatré Borgar- byggðar á Kveldúlfsvelh kl. 17.00 sunnudaginn 3. desember. Þá syng- ur Freyjukórinn fyrir okkur, nem- endur Steinunnar Páls frá Laugar- gerðisskóla syngja og spila og svo koma jólasveinamir og heilsa upp á bömin. Njótum aðventunnar - en fyrst og ffernst skulum við þó njóta góðra samvista við fjölskyldu okkar og vini, það skiptir allra mestu máh. Gleðileg jól! Guðrún Jónsdóttir, Menningarfulltrúi Borgarbyggðar og tbúi i Borgamesi Velkomin í Stykkishólm! Að mörgu þarf að huga og margt að kaupa á flestum heimilum, þegar jólin nálgast. Fyrir þá sem búa á landsbyggðinni er rétt að doka við og spyrja sig þeirrar spurningar hvernig haga beri jólaversluninni. Hvort ástæða sé til að kaupa í Reykjavík það sem fæst heima. Hér í Stykkishólmi er rótgróin hefð í verslun. Staðurinn er með elstu verslunarstöðum landsins. Þó er ekki langt síðan að það vora að- allega tvær verslanir í Stykkishólmi. Það var Kaupfélagið og svo verslun Sigurðar Agústssonar, sem síðar varð að Stykkiskaupum. I báðum búðunum var kjötborð og öll venjuleg heimilisvara, ásamt vefnaðarvöra, gjafavöra og fleira. Bækur vora seldar í kaupfélaginu og í Stellubúð, sem var fyrst og ffemst bókaverslun, þó að þar feng- ist margt annað. Nú erum við með Bónus búð, ásamt Heimahominu sem er fataverslun, sem líka selur gjafavöra, skó og margt fl. Síðan blóma- og gjafavöraverslunina Ilm, apótek Lyfju, verslunina Sjávarborg þar sem fást bækur, leikföng og fl, Skipavík, byggingavöruverslun m.m. svo sem vínbúð og svo bakaríið. A Sauma- stofu Islands fæst svo ým- iss vefnaðarvara og famað- ur. Bærinn er í raun tví- skiptur hvað verslun áhrærir. Annars vegar svæðið í kringum Bónus og svo niður í gamla miðbæn- um, á Plássinu, þar sem gömlu húsin kúra. Þar verður reyndar breyting á nú í byrj- tm desember, þar sem Skipavík mun flytja sína verslun úr gamla bænum í nýreist hús sitt við Aðalgötuna, á móti Bónus. Þá fækkar á Plássinu, en við segjum bara að eftír sitji menningin. Bókasafnið flytur á Plássið, við hlið Norska hússins, en ekki má gleyma því að þar er rekin lítil og snotur krambúð sem opin er nú á aðventurmi. Svo er Verslunin Sjávarborg kyrr á hafnarbakkanum, með sínar bækur og aht sem nöfnum tjáir að nefina. Svo era veitingahúsin Fimm fiskar og Narfeyrarstofa hér líka. Og til vors er líka apótekið og pósthúsið héma á Plássinu, en með vorinu flytja þau líka. Við hvetjum Snæfellinga og aðra Vestlendinga til að heimsækja Stykkishólm á aðventunni, njóta fegurðar bæjarins og skoða í búðir. Fá sér svo kaffisopa eða kakóbolla á kaffihúsunum, nú eða í bakaríinu sem komið er með úrvalskaffi. Og þar sem Orkan er að byggja bensín- afgreiðslu, er ekki að efa að á bens- ínstöð Olís verður hægt að gera góð kaup á ýmsu, og bensínið lækk- ar efalaust! Svo minni ég á gamla góða slagorðið „Verslið í heima- byggð“ Með kveðju úr Hólminum, Dagbjört Höskuldsdóttir. Verslun og þjónusta í Snæfellsbœ Jólaverslun í Snæfellsbæ fer ró- lega af stað. Ibúar era byrjaðir að skreyta bæinn sinn og verslanir og þjónustuaðilar standa sig ávalt einnig vel í því að skreyta umhverfi sitt. Verslun og þjónusta er að ég best veit með sama sniði hér í Snæfellsbæ og undan- farin ár. Eins og alþjóð veit hefur „kaupmaðurinn á horninu" stórar verslunar- keðjur sem samkeppnisaðila. Hér í Snæfellsbæ sýnist mér að þessir kaupmenn standi sig bara vel í því að veita góða og persónulega þjón- ustu í sinni heimabyggð. Hér er góð breidd af versl- unum og þjónustu, þannig að þjón- ustustig hér í Snæfellsbæ er hátt. Vöraverð er mjög gott og vel sam- bærilegt á öllum sviðum, það er að segja í samanburði við sambærileg- ar verslanir. Það er eklri hægt eða sanngjarnt að bera saman verð og þjónustu hér í Snæfellsbæ eða ann- arsstaðar á landsbyggðinni við risa- stórar verslunarkeðjtu. Kjörorðið „Verslum í heima- byggð“ er ekki úrelt fyrirbrigði. Við þurfum á allri þeirri þjónustu og verslun sem við getum haft, til að halda áfram að stækka og dafna sem samfélag. Það er ekki gott að þurfa að fara og hafa ekki val um annað, til að ná í vöra eða þjónustu. Bestu jóla-kveðjur úr Snœfellsba, Drtfa Skúladóttir, kaupmaður

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.