Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 24
24
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
j»t33UlU/..
Desemberfasta er í kristnum sið
hugsuð sem undirbúningstími fyrir
fæðingarhátíð Frelsarans. Hún heit-
ir á latínu adventus sem merkir „tdl-
koma“. Af því er smíðað tökuorðið
aðventa og var frá miðri 14. öld not-
að jöfiium höndum við jólaföstu.
Fasta fyrir jól var áður fyrr lögboðin,
stundum miðuð við Andrésarmessu
30. nóvember, en oftast fjórða
sunnudag fyrir jól. Þaðan eru
sprottnir aðventusiðir síðari tíma. Þá
mátti ekki borða kjöt og er sá siður
hklegast kominn úr kaþólskum sið.
Þessi háttur, að fasta á jólaföstunni,
hefur líka haft hagnýtan tilgang.
Aður var ekki eins mildð á borðum
manna og nú er. Því var gott að
spara við sig matinn, til að eiga til
hátíðarinnar. I dag er gildið ekkert
síðra. Flest belgjum við okkur út af
alls konar kræsingum yfir jól og ára-
mót og höfum gott af því að hvíla
magann ögn áður en átöldn byrja.
A aðventunni byrjar nýtt kirkjuár.
Fyrsti sunnudagur í aðventu er
einnig fyrsti sunnudagur í nýju
kirkjuári. Hjá þjóðkirkjunni er htur
aðventunnar fjólublár en margir
landsmenn tengja rauða Htinn við
Afbvetju aðventa?
aðventu og jól. Kannski er það til-
komið vegna litarins á búningi jóla-
sveinsins, þess rauða sem Coke fann
upp og gerði heimsfrægan. Nú eru
flestir jólasveinar heimsins í rauðum
fötum, allavega á hátíðis- og tiUi-
dögum.
Aðventukvöldin á íslandi
eru nýr siður
Ekki er langt síðan farið var að
halda aðventukvöld í kirkjum á Is-
landi. Blaðamaður Skessuhoms leit-
aði upplýsinga hjá Sr. Ólafi Skúla-
syni, biskup sem var með fyrstu
prestum til að innleiða þennan sið.
Að hans sögn byrjaði þetta fyrst í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Það var
kirkjimefiid kvenna þar sem stóð
fyrir fyrsta aðventukvöldinu. Þetta
framtak fór ffemur hljótt og engin
vakning varð á eftir. En árið 1964
var ákveðið að halda fyrsta aðventu-
kvöldið í Bústaðasókn. Það fór ffam
með þeim hætti að öll ljós vora
slökkt í kirkjunni, en kerti sett á alt-
arið og síðan fékk hver kirkjugestur
eitt kerti. Þetta skapaði gífurlega
stemningu og varð feykivinsælt.
Einnig vakti athygh að ræðumenn
vora aldrei úr flokki kirkjunnar-
marrna, ef svo má segja, og fyrsti
ræðumaðurinn á fyrsta aðventu-
kvöldinu í Bústaðasókn, var Bjarrú
Benediktsson forsætisráðherra, sem
þá var nýlega komin heim frá Israel.
Bjami talaði alltaf blaðalaust, þegar
hann flutti ræður, en menn tóku eft-
ir því að hann var með
ræðuna skrifaða þetta
kvöld. Hvatinn að þessu
öllu var að prestum
fannst aðventan vera að
týnast og vildu leggja
meiri áherslu á hana.
Umræðan í samfélaginu
var einungis um kaup og
verslun og prestar vildu
endilega sporna við
þeirri þróun og sáu þessa
leið til þess. Aðventu-
kvöldin urðu einnig vett-
vangur fyrir kirkjukór-
anna til að spreyta sig á
öðra en sálmasöng og
kirkjur vora að eignast
stærri og betri hljóðfæri
svo margt lagðist á eitt.
Fyrsta aðventukvöldið
í Borgarneskirkju var
haldið annan sunnudag í aðventu
1982. Víða hjá öðrum þjóðum er
þessi siður mtm eldri. Margir kann-
ast t.d. við Lúsíuhátíðir sem haldnar
era í Svíþjóð, þær era margra alda
gamlar. Þessi litla þúfa sem fór af
stað í Bústaðasókn fyrir rúmlega
fjöratíu áram, hefur sannarlega velt
þungu hlassi. Fæstir myndu vilja
Býður upp á vindlakrap úr
Kúbuvindlum í ejtirrétt
Hinn galsafengni kokkur á Land-
námssetrinu í Borgarnesi, Arnór
Gauti Helgason, fer ekki hinar
hefðbundnu leiðir í matargerð og
þrátt fyrir að vera tiltölulega nýráð-
inn á setrið, hefur hann nú þegar
vakið athygh fyrir ftumlega notkun
á hráefni. Eitt af því undarlega sem
hann býður gestum upp á í jóla-
veislu á aðventunni, er
vindlakrapssorbet í eff-
irrétt, en það er eins
konar ískrap með
vindlabragði, helst
unnið úr ekta Kúbu-
vindlum að hætti
Kastxó.
„Það er iðulega sem
fæðing á nýjtun réttum,
afbrigðum eða sam-
setning matar á sér stað
í miklum látum hjá
mér, oft fyrir slysni eða
mistök en einnig
dreymir mig hlutina,"
segir hann og glottir.
,AUt sem ég elda er
hráefiú sem mér firmst
gott, annars elda ég það ekki. Eg
nota t.d. ekki gráðaost í mína mat-
argerð, einfaldlega af því að mér
finnst hann sjálfur vondur“.
Þrátt fyrir að blaðamanni finnist
hugmyndin um notkun vindla í
matargerð frekar fjarstæðukennd
útskýrir Gauti réttinn nánar: „Sko,
þú tekur utan af alvöra vindli, helst
Kúbuvindli, og notar kjamann sem
er sætur á bragðið, sýður í vatni
ásamt sykri, kreistir safa úr sítrónu
út í og örlítið af engifer. Lætur suð-
una koma upp, sigtar með grófu
sigti þannig að vindlaagnir komist í
gegn og ftystir síðan. Til þess að
mynda ískrap verður að hræra
reglulega í réttinum sem gerir það
að verkum að súrefni kemst í ísinn
og myndar krapið. Þetta er hægt að
borða með kökum eða öðra og
smakkast skemmtilega öðravísi. Þú
finnur vindlabragðið en strax afar
gott sætt bragð sem er engu líkt“.
Og til þess að sannreyna það, var
Gauti svo ljúfur að gefa okkur upp-
skriftina:
1l. vatn
500 gr. sykur
1 alvöru vindill, innsti kjaminn
aðeins notaður.
2 sitrónur
Orlítið af engifer
KH
leggja þennan ágæta sið niður nú
þegar reynslan hefur sýnt hversu
góðar og hlýjar þessar samkomur
geta verið.
Jólastjaman
Mörgum okkar finnst tilheyra að
kaupa jólastjömu á aðventunni. Hún
vex viht í Mexíkó og getur í sínu
upprunalega umhverfi orðið allt að 5
metra hár runni. Jólastjaman sem
við þekkjum sem stofublóm hefur
orðið til með kynbótum og er gífur-
lega vinsælt jólablóm hér á landi.
Eiginleg blóm Jólastjömunar era
ffekar óspennandi, lítil og gul, en
háblöð hennar era hinsvegar ástæða
vinsældanna, en þau verða rauð eða
hvít og allt þar á milli. Háblöðin
geta haldið litnum mánuðum saman
ef lífsskilyrði hennar era góð. En
böggull fylgir skammrifi. Ef bromar
stöngull og safi vætlar úr, skyldi var-
ast að lítil börn komist í tæri við
blómið. Safinn er nefnilega eitraður
og getur valdið ertingu á húð og í
augum.
Aðventukransar
Annar siður sem hefur ratt sér til
rúms er að gera eða kaupa aðventu-
krans. Aðventukransinn á það sam-
eiginlegt með flestu öðra skrauti
sem er gert úr greinum sígrænna
trjáa að hann er upprunninn í Þýska-
landi eða norður Evrópu. Hið sí-
græna greni táknar lífið, sem er í
Kristi. Hin logandi kerti benda til
komu Jesú Krists hins hfandi ljóss.
Aðventukransar fóra ekki að vera al-
mennir á Islandi fyrr en eftir síðari
heimstyrjöld. Fyrst birtust þeir sem
skraut í einstaka búðargluggum og á
veitingahúsum. Þeim fjölgaði hægt
en upp úr 1965 fór að sjást
meira af þeim í heimahúsum.
Nú era þeir til á nánast hverju
heimili.
Aðventuljós
Þriðja augljósa merki þess
að aðventan sé gengin í garð
eru aðventuljósin sem hafa
ratt sér til rúms hér á landi.
Fyrir hver jól má sjá þau
prýða glugga landsmanna, til
að lýsa upp skammdegið.
Hugmyndin um ljósin sjö er
komin úr Gamla testament-
inu þar sem sjö arma ljósastik-
an var mikill helgidómur í
musterinu. Þar virðist ljósa-
stikan þó hafa verið lárétt og
var ekki á almannafæri.
Kaupsýslumaður einn í
Reykjavík hét Gunnar Asgeirsson,
ættaður úr Önundarfirði. Hann átti
mikil skipti við sænsk fyrirtæki og
flutti til að mynda bæði inn Volvo og
Husquarna. I einni versltmarferð
sinni í Stokkhólmi fyrir jól í kring-
um 1964 rakst hann á einfalda tré-
pýramída með sjö ljósum og allaveg-
ana í laginu. Hér var um að ræða
nýjung í Svíþjóð; lítt þekktir smá-
framleiðendur vora að reyna að
koma föndri sínu á ffamfæri í jóla-
vertíðinni. Þessi ffamleiðsla hafði þá
ekki slegið í gegn í Svíþjóð og mun
ekki hafa gert fyrr en um 1980. Jóla-
stjömur og litlir stjakar vora þar hin
hefðbundna gluggaskreyting á að-
ventu. Gunnari datt hinsvegar í hug
að þetta gæti verið sniðugt að gefa
gömlum ffænkum súmm slík ljós.
Hann keypti þrjú lítil ljós og þau
gerðu mikla lukku hjá frænkunum
og vinkonum þeirra. Gunnar keypti
því fleiri ljós næsta ár til gjafa sem
hlutu sömu viðtökur. Þá fyrst fór
hann að flytja þetta inn sem verslun-
arvöra og smám saman þótti það
naumast hús með húsi ef ekki var
slíkt glingur í gluggum. Þetta fyrir-
bæri hefur vakið mikla athygli út-
lendinga sem hingað koma um jóla-
leytið. Þjóðminjasafhið fær oft upp-
hringingar utan úr heimi vegna
þessa og margir Biblíufróðir spyrja
hvort gyðingdómur sé mjög rótgró-
inn á Islandi. Það þykir sannast
sagna heldur snautlegt þegar upplýst
er hversu ofur ung og veraldleg þessi
skreyting í rauninni er. BGK
•&SPM SÉRFRÆÐINGUR
Sparisjóður Mýrasýslu er
stærsta fjármáiafyrirtæki á
Vesturlandi og 4. stærsti
Sparísjóður landsins.
Starfsmenn eru 74 á fimm
stöðum á landinu.
Heildareiqnir er 31 milljarður
og eigið fé er 2,7 milljarðar.
Höfuðstöðvar SPM eru í
Borgarnesi en rekin eru útibú
á Akranesi oq Reykjavík auk
þess á SPIVI að fuílu Sparisjóð
Ólafsfjarðar og Sparisjóð
Siglufjarðar. SPM hlut nýveríð
Nýsköpunarverðlaun
Vesturlands. SPM hefur nýlega
flutt í nýjar og glæsilegar
Lhöfuðstöðvar í Borgarnesi.
Sparisjóður Mýrasýslu óskar eftir að ráða sérfræðing.
Starfsstöð sérfræðings er í Borgarnesi.
Starfssvið
• Lánveitingar til fyrirtækja
» Eftirfylgni lánveitinga
• Samskipti við eftirlitsaðila
• Fjármögnun SPM
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í viðskiptafræði, lögfræði eða
viðskiptalögfræði
• Reynsla af störfum í fjármálafyrirtæki kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Frumkvæði og drifkraftur
• Tölugleggni
• Mjög góð tölvukunnátta
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Umsjón með ráðningu hafa
Hilmar G. Hjaltason
(hilmar.hjaltason@capacent.is) og
Sigúrður J. Eysteinsson
(sigurdur.eysteinsson@capacent.is) hjá
Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur ertil og með
4. desember nk. Umsækjendur eru
vinsamlega beðnir um að sækja um
starfið á heimasíðu Capacent
Ráðninga, www.capacent.is
capacenb
RÁÐNINGAR
Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími 540 1000