Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Side 32

Skessuhorn - 29.11.2006, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006 Lukkan og tónlistin hafa gengið mér við hlið Rætt við Hauk Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóra um náms- og starfsferil og sitthvað fleira Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og organisti á Akranesi er mörgum kunnur fyrir störf sín í þágu tónlist- arinnar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars Fálka- orðtma og nú síðast ffá Akranes- kaupstað, ásamt kirkjukór Akraness- kirkju fyrir mikilsvert framlag hans til tónlistarmála. Haukur hefur starf- að við tónlist allan sinn starfsaldur. Hann kemur ffá Eyrarbakka úr ffjó- um tónlistarjarðvegi þar sem flestir Sunnlendingar þekktu Húsið, sem vöggu tónlistar á svæðinu. Hann notar oft orðin „ég var svo heppinn" þegar hann er að segja ffá, sem virð- ist hafa einkennt líf hans ásamt seiglu og nákvæmni. Blaðamaður brá sér í heimsókn til Hauks til að forvimast um lífsgöngu hans með tónhstargyðjunni. „Ég er fæddur 5. apríl 1931 á páskadagsmorgun,“ hefur Haukur viðtalið. Faðir minn, Guðlaugur Pálsson, hóf kaupmennsku og rak búð á Eyrarbakka ffá árinu 1915 og hélt áffam að versla í búðinrú þar til hann lést 97 ára gamall. Móðir mín Ingibjörg Jónasdóttir var ffá Eyrar- bakka og nam tónlist í Húsinu á yngri árum. Því miður hélt hún ekki áffam, því er árin hðu ffam tók við umsjón heimihs og bama, en við systkmin urðum sjö. Eyrarbakki bemskimar Gaman er að leika sér í náttúr- unni, gott að fara snemma á fætor og skoða lífið uppi á mýri en auðvitað gengu skyldustörfin fyrir, þá eins og nú. „Það var afar gott að alast upp á Eyrarbakka," heldur Haukur áffam. „Við lékum okkur uppi á mýri, við sjóinn eða vestur í sandgræðslu. Það var mikið ffjálsræði fyrir böm að al- ast þama upp. En þegar við stækk- uðum aðeins, systkinin, vorum við viðloðandi búðina hjá pabba. Gjam- an viktuðum við upp vörur til að hafa tiltækar og ég skúraði búðina í mörg ár, effir lokun. Búðarstörfin áttu ekkert sérstaklega vel við okkur og verst var þegar félagamir héldu að við væmm í búðinni okkur til skemmtunar. Líklega hefur verið hugsað um það að við tækjum við rekstrinum síðar meir. En ég veit ekki hvenær við hefðum átt að gera það,“ segir Haukur og skelhhlær og bætir við að þau eldri stystldnin hafi verið komin á sjötugsaldur þegar pabbi þeirra dó. ,Mörg hús á Eyrar- bakka em skökk við götuna, eigin- lega eins og þeim hefði verið varpað niður í fallhhf," segir Haukur og kímir. „Hús móðurömmu minnar skar sig ekkert úr hvað þetta varðar, nema kannski að það hafi verið enn skakkara en mörg önnur, alla vega gekk það undir nafninu Skakkur. Svo var það Hka kallað Hljóðfæra- húsið, því þar var óvenjulega mikið til af hljóðfærum.“ Astríða að æfa sig Tónhstin hefur greinilega verið í blóðinu þótt misjafnt hafi verið hversu mikið fjölskyldumeðlimir iðkuðu hana. ,Móðir mín var afar músíkölsk og hstræn," segir Haukur. „Hún þurfti ekki að heyra lag nema einu sinni þá kunni hún það. Faðir minn hélt sig meira til hlés í tónhstinni. En sagt var að hann hefði sungið mikið þeg- ar hann var bam og var um tíma kallaður Söng-Laugi. Meira að segja keypti hann sér munnhörpu fyrir fyrstu tveggja krónu peningana sem hann eignaðist. Það var hinsvegar móðurbróðir minn, Kristinn Jónas- son, sem kom mér á bragðið og hvatti mig mest tdl dáða á tónhstar- sviðinu og einnig Pálína ff ænka mín. Hann var líka sá sem kenndi mér undirstöðuatriðin í hljóðfæraleik og greiddi fyrir mig skólagjaldið þegar ég fór í burtu að læra. Hann lærði sjálfur hjá Guðmundu Nielsen og starfaði sem organisti í Eyrarbakka- kirkju í fjömtíu ár. Kristinn áttd for- láta píanó, alvöru grip, sem fágætt var þá. Þetta hljóðfæri á ég í dag. Ég hef alltaf haff segul í að æfa mig. Ég hef aldrei talið að ég væri duglegur að æfa mig, en þetta var bara ástríða. Þegar ég var að byrja að spila þá reyndi ég að sæta lagi að fá að æfa mig á píanóið hans ffænda, en hann bjó hjá ömmu. Ég gat ekki komið fyrr en skóla og skyldustörfum í búðinni var lokdð. Eins var ekki tdl- hh'ðilegt að spila fyrr en að útvarps- dagskránni lauk, það var ekkd fyrr en klukkan tíu á kvöldin. En það var sama, ég varð að æfa mig.“ Byrjað í tónlistamámi Tilfinning fyrir hljóðfærinu er kannski meðfædd, alla vega gat htið menntaður strákurinn ffá Eyrar- bakka snemma sagt eitthvað tdl um gæði þess. „Þegar ég var þrettán ára vildi Kristinn móðurbróðir minn koma mér til Páls Isólfssonar í nám eða einhvers sem hann myndi mæla með. Hann var svo hræddur um að kenna mér einhverja vitleysu sjálfur, sem alls ekki var rétt. En Páli gekk iha að finna handa mér kennara. Þetta var rétt eftir stríðið og foreldr- ar vildu veita bömum sínum það sem þeim hafði ekki staðið til boða sjálfum svo allir kennarar vora full- bókaðir. Að lokum var bara eftdr að athuga með eina konu, Guðríði Grímhildur og Haukur á góðri stund. Mynd Bragi L. Hauksson. Guðmundsdóttur. Hún hafði ekki síma svo við urðum að heimsækja hana. A leiðinni var komið við hjá ffænku minni. Þá kom í ljós að hún þekkti Guðríði. Frænka vatt sér í peysu- föt og ákvað að koma með okkur. Ég held að það hafi ráðið úrslitum, að þær þekktust, að Guðríður samþykkti að kenna mér. Þennan vet- ur fór ég svo hálfsmán- aðarlega til Reykjavíkur, annað hvort með áætl- unarbíl eða flutningabíl. I einum tímanum fer ég að kvarta eitthvað yfir því við kennarann að mér finnist hennar píanó ekki eins gott og það sem ég hafi aðgang að heima. Ég held að hún hafði orðið hvumsa við, en spurði mig samt hvaða gerð af píanói ég væri að nota þar. Ég mundi það auðvitað ekkert, en kom með miða ffá Kristni fr ænda í næsta tíma þar sem á stóð tegund- arheitið, Grotrian Steinweg. Þá þuríti ekki ffekari vitnanna við þar sem um er að ræða einhverja bestu tegund sem um getur. Næsta vetur fer ég svo alfarið í Tónlistarskólann í Reykjavík, var þar á vetrum, en heima á sumrin. Fyrsti kennarinn minn við Tónlistarskólann var Ami Kristjánsson. Ég æfði mig alla daga, það var alltaf jafn gaman, og sóttd námsflokkana tvö kvöld í viku.“ Lífið eítir útskrift Kristinn frændi sleppti aldrei hendinni af stráknum. Hann var sá sem gerði það að verkum að hægt var að stjóma karlakór í fyrsta starf- inu eftir útskriff. „Ég útskrifast úr tónlistarskólan- um 1951, tvítugur að aldri. Þá var ekki um auðugan garð að gresja hvað atvinnu snerti, en tvær stöður voru lausar, í Vestmannaeyjum og á Siglufirði. Mig langaði ffekar til Vestmannaeyja, þar yrði ég nær mínu fólki, en skólabróðir minn úr tónlistarskólanum fékk þá stöðu. Svo ég sótti um á Siglufirði og fékk stöðuna. Þar var tónlistarskóli sem karlakórinn Vísir stofhaði og ég veitti honum forstöðu og kenndi einnig við hann. Þar kynntist ég fyrri konunni minni, Svölu Einarsdóttur og við áttum eina dóttur saman, Svanhildi Ingibjörgu, sem alin var upp hjá foreldrum mínum á Eyrar- bakka og hefur alltaf búið þar. En aftur að Siglufirði. Þegar komið er svona út á land þá eru þar oft störf sem inna þarf af hendi, sem maður hefur ekki lært. Svo var einnig hjá mér. Karlakórinn Vísi vantaði stjómanda en ég hafði aldrei lært neitt í kórstjóm. Og enn kom Krist- inn ffændi mér til bjargar. Hann hafði farið á námskeið í kórstjóm hjá Dr. Robert A Ottóssyni. Robert vildi að allt sem ffam færi í tímum hjá honum væri vandlega skrifað niður, svo frændi átti eiginlega upp- skrifaða kennslubók í kórstjóm. Ég fékk bókina lánaða og tileinkaði mér, þannig að ég hafði einhverjar hug- myndir um það hvemig ég ætti að æfa karlakórinn. Ég las þetta og æfði allan veturinn og var vakinn og sof- inn yfir því að undirbúa mig vel und- ir æfingamar svo þetta blessaðist. A Siglufirði kynntist ég orgelinu betur og var aðeins að æfa mig þar í kirkj- unni þau fjögur ár sem ég bjó og starfaði þar.“ Með einn af síðustu hópunum í Skálholti, áður en hann lét af stmfum. Mynd Friðþjófur Helgason. Af hverju fórstu ekki heim? Enn var leitað til Páls Isólfssonar um ráðleggingar og hjálp er hugað var að ffekara námi á tónlistarsvið- inu. Nú skyldi haldið til Þýskalands að nema orgelleik. „Eftir að dvöl minni á Siglufirði lauk langaði mig til að nema orgel- leik. Ég hafði samband við Pál Is- ólfeson til að athuga hvert halda skyldi í ffamhaldsnám. Hann vildi að ég færi til skólabróður síns í Leipzig, Gunther Ramin, en það gekk ekkert að fá vegabréfsáritun, því Austur-Þýskaland var lokað land á þessum tíma. Ég tók tólf tíma í þýsku hjá tannlækninum á Siglufirði áður en ég fór, það munaði miklu þótt ekki væri það mikið. Og svo fór ég til Berlínar haustið 1955, en ekk- ert gekk að fá áritunina. Ég beið þar í tvo mánuði en hafði bara ætlað að vera við nám í eitt ár, þannig að þetta var að verða snúið. En tímanum í Berlín var alls ekki illa varið og ég var í raun heppinn, eins og svo oft áður. Ég lærði meiri þýsku og fór í óperuna, sá 18-20 óperur á þessum tveimur mánuðum. Eftirminnilegast var að sjá Töffaflautuna eftir Moz- art. Svo var mér bent á að fara til Hamborgar til kennara sem hafði verið nemandi Gunther Ramin. Margir hafa spurt mig að því af- hverju ég hafi bara ekki farið heim, eftir allt þetta mótlæti. En það hvarflaði aldrei að mér að gefast upp. Svo byrjaði ég hjá þessum kennara, Martin Giinther Förstem- ann, sem hafði verið blindur ffá tveggja ára aldri og lærði mikið af honum. Fljótlega eftir að ég kom til Hamborgar gafst mér reyndar tæki- færi á að fara til Leipzig, til þessa kennara sem ég hafði ætlað til í upp- hafi. Ég var tvístígandi yfir því og á meðan ég var að hugsa máhð, dó hann, svo ég þurfti aldrei að taka beina ákvörðun. Þegar til kom, teygðist úr dvölinni í Þýskalandi. Arin mín þar urðu fimm að lokum.“ Ástdn tekur völdin I Þýskalandi kemur ný kona til sögunar og fyrsti sonurinn. Þrátt fyrir aukin útgjöld tókst fjölskyld- unni að ná settum markmiðum með góðra manna hjálp. „I Þýskalandi kynnist ég seinni konu minni, Grímhildi Bragadóttur. Og þar eignumst við okkar fyrsta son, Braga Leif Hauksson en yngri sonurinn, Guðlaugur Ingi Hauks- son, fæddist á Akranesi. Hún var að nema tannlækningar og þýsku sem breyttist svo þegar komið var bam. En maður hefur gagn af öllu námi, sama hvað það er. Nú vom útgjöld- in náttúrulega meiri hjá okkur, en allt blessaðist þetta með góðri hjálp. Foreldrar og systkini hjálpuðu mikið upp á og svo var hægt að fá svolítil námslán sem allir gerðu. Endur- greiðslur af þeim urðu ekki mjög erfiðar. Þá var ekkert verðtryggt svo eftirleikurinn varð auðveldari, greiðslumar urðu í loldn varla meira en mánaðarleg áskrift af dagblaði." Hugað að heimför Námið sem átti að taka eitt ár, varð að fimm ára dvöl í Þýskalandi. En allt tekur enda um síðir og árið 1960 var kominn tími til að halda heim. „Þegar leið að heimför var búið að skrifa okkur frá Akranesi, og biðja mig um að taka að mér kirkjuna og tónlistarskólann. Og það varð úr. En þetta hafði allt sinn aðdraganda. Sig- urður Birkis söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, var búinn að biðja mig um að koma og verða organisti við væntanlega Háteigskirkju og starfa þar, en það dróst að ldrkjan yrði til- búin. Karl Helgason sem var for- maður sóknarnefndar Akranes- kirkju, var heimagangur hjá Sigurði Birkis og ffétti því af þessu öllu. Hann skrifaði mér og því kom þetta til með Akranes. Þetta var sem sagt ástæða þess að mín beið starf þegar við komum heim. Tórdistarskólinn á Akranesi hafði verið stofnaður 1955, svo hann var eiginlega erm í mótun, þegar ég kem að honum og við kenndum þarna tvö, Anna Magnús- dóttir og ég. Hún hafði áður verið skólastjóri við skólann, mjög listræn kona. I upphafi ætlaði ég ekki að taka að mér karlakórinn Svani en þeir sóttu á svo endirinn varð sá að ég tók að mér að stjóma þeim líka, sem var mjög ánægjulegt, ekki síður en starfið með kirkjukómum sem var ffábært.“ Afitur haldið til náms Draumurinn var alltaf sá að kom- ast í frekara nám í orgelleik. Enn spilaði heppnin inn í hvemig það varð að raunveruleika. „Ég hafði mikla löngun í að kom- ast til ffekara náms, sérstaklega til Maestro Femando Germarú í Róm. Hann var með allt aðra pedaltækni en ég hafði lært og mig langaði mik- ið að tileinka mér hana. Hann var víðffægur fyrir pedaltækni sína, sem er erfiðari í byrjun en borgar sig er líðvu á. Ég hafði enga hugmynd um hvemig ég átti að láta þann draum rætast. Enn einu sinni greip lukkan í taumana. Svo vildi til að árið 1965 var hringt í mig og ég beðinn um að taka á móti organista sem vildi koma erlendis frá til að halda tónleika hér á landi. Ég gerði það og hann hélt meðal annars tónleika í Akranes- kirkju. Ég fór síðan að tala um það við hann hversu mikið mig langaði að komast í nám til Fernando

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.