Skessuhorn - 29.11.2006, Qupperneq 35
)£ >I ‘
35
gaaaswiiBaiaM
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
landi. Þótt að tölvukunnátta sé ekki
fyrir hendi, eða áhugi á henni, er
þetta verkefni fyrir allar konur, ekki
síst þær sem hafa reynsluna sem
hinar yngri hafa ekki enn öðlast.
Kona kennir konu er mikilvægt.
„Verkefnin eru hugsað þannig að
konur hópa sig saman og tvær til
þrjár fykilkonur stýra hverjum hópi.
Námið er ffítt á meðan á verkefn-
inu stendur, þ.e. til loka september
2007. Það eru engin takmörk fyrir
því hversu margir hópar starfa, en
það þurfa að lágmarki að vera 5
konur í hverjum," segir Asdís
Helga. „Við vitum að það eiga ekki
allir tölvur eða hafa aðgang að net-
inu, þannig er það líka í hintun
löndunum, en slíkt á ekki að skipta
máli. Þetta verður svona kona
kennir konu. Lykilkonumar verða
þjálfaðar í að kenna hinum sem
annað hvort hafa ekki áhuga eða
ekki möguleika á því að nota tölvur.
Allar konur skipta máli í þessu, ekki
síst þær sem hafa mikilvæga reynslu
sem hinar yngri hafa ekki öðlast
enn þá. Námskeiðin eiga að vera
aðgengileg fyrir allar konur, á öll-
um aldri. Þarna kemur mikilvægi
tengslanetsins inn í. Hver þekkir
hvern, hvar og hafa póstlista þar
sem hægt er að koma skilaboðum
áleiðis. En fyrir þær sem hafa tölv-
ur er komin vefsíða www.Building-
Bridges.is þaðan verður fjarnáminu
stýrt. Þegar farið er inn á síðuna
verður að muna að ýta á íslenska
fánann, til að fá efnið á íslensku.
Síðan er hýst á Islandi, einfaldlega
vegna þess að verkefnisstjórinn
kemur ffá Islandi. Við höfum rætt
um nokkra kúrsa sem verði alla
vega aðgengilegir okkar konum:
Landbúnaðartengd ferðaþjónusta,
Heimavinnsla afurða, Örnámskeið
um landbúnað , Tölvunotkun og
miðlun upplýsinga, Samskiptatækni
og Tíma- og verkefnisstjórnun.“
„Það eru þegar komnar um 100
konur sem eru að taka þátt í þessu
verkefini hér á íslandi," segir Ragn-
hildur af miklum áhuga, „og við
ætlum okkur að vera búnar að ná í
200 konur í gegnum þetta starf
okkar. Verð fyrir miklum vonbrigð-
um ef það tekst ekki. Hérna eru afar
spennandi möguleikar og hefur
verið algjört ævintýri allt saman. Eg
vona bara að sem flestar konur fái
að kynnast þessu með okkur.“
Ekki framleiða meira
fyrir minna verð
Fram hefur komið að menning
og leiðir að markmiðum eru ólík
milli landa, en þó virðist sem konur
í öllum aðilarlöndunum séu að
hugsa á sama veg.
„Það er svo ótrúlegt hvað áherslur
þeirra kvenna sem við höfum talað
við eru svipaðar," heldur Ragnhildur
áffam. ,A öllum þessum stöðum eru
konurnar að hugsa um gæðaffam-
leiðslu, eða lífræna ræktun sem
næsta skref í að auka tekjur sínar og
beina markaðssemingu. Að fá opin-
bera gæðavottun, þó að verið sé að
selja beint ffá býli. Skiptir ekki máli
hvort verið er að ffamleiða hunang,
mjólk, kjöt eða hvaða vöru sem er.
Það er lögð mikil áhersla á þetta.
Þær vilja ekki taka þátt í kapphlaup-
inu á bominn, þ.e. að ffamleiða
meira fyrir minna verð. Það finnst
þeim ekki vera rétta leiðin." Og As-
dís Helga bætir við: „I tengslum við
þessa beinu markaðssetningu em
konumar einnig mikið að tala um
samvinnu á héraðsvísu eða jafnvel
eitthvað stærra. Einhvers konar
klasavinnu, þar sem fólk vinnur sam-
an að þessu sameiginlega markmiði.
Allar konumar sem ég hef talað við í
þessum löndum era að stefha að líf-
rænni ræktun. Þetta er bara ein leið
af mörgum sem vert er að hugsa um.
Prufukeyrsla
á verkefninu
Síðasta vemr var hugmyndaffæðin
prafukeyrð og auðvitað á Islandi í
formi námskeiðs sem nefnt var Ör-
námskeið í landbúnaði.
„Þetta var tækifæri sem ekki var
hægt að láta úr hendi sleppa, mælir
Asdís Helga. Landbúnaðarháskólinn
lánaði sinn fjarnámsvef tmdir þetta.
Hópamir vora myndaðir, lykilkon-
urnar gerðar virkar og athugað
hvort hugmyndin að baki verkefhinu
virkaði. Og árangurinn varð afar
góður. Almenn ánægja var með
hvemig til tóks. Við lentum þama á
aðferð, sem verður nomð í öllum
þeim kúrsum sem verða boðnir. Is-
lenska aðferðin virkaði sem sagt enn
og aftur,“ segir Asdís og hlær. „En án
gríns þá lærðum við heilmikið af
þessu. Hægt var að sm'ða af hortitti
sem ekki hefðu komið í ljós annars.
Og við segjum bara takk við allar
þessar konur sem að þessu komu og
hjálpuðu okkur. Þessi kúrs var hins
vegar aldrei inn í verkefnispakkan-
um, en er kominn þangað núna.
Þeim fannst hugmyndin svo gífur-
lega góð. Hún kom fram í þarfa-
greiningunni sem gerð var hér á
landi. Þarna var í raun verið að að-
stoða við framþrótm. Það þurfa ekki
allir að vera í nýsköpun, það má al-
veg eins verða betri í því sem verið
er að gera. Endurmenntunardeild
Landbúnaðarháskólans hefur líka
bragðist við sumu af því sem ffam
kom í þarfagreiningunni hér og ekki
er vettvangur fyrir í verkefninu."
Naftiið Byggjum
biýr segir allt
Byggjum brýr er nafh þessa verk-
efnis, það segir allt sem segja þarf.
Verið að byggja brýr í báðar áttir
milli þéttbýlis og dreifbýlis og út um
Hópmynd af samstarfsa&ilum verkefnisins.
heim.
„Það getur enginn sagt að þetta
verkefni sé ekki stórt og viðfangsefn-
ið brýnt,“ segir Ragnhildur. „Rann-
sóknir sýna að ungar konur era víða
að flytja í burtu úr dreifbýlinu. Ef
þær finna verkefni við sitt hæfi í
sveitunum, þá er tilgangi verkefnis-
ins náð. Krafturiim er núna til stað-
ar og við ædum að auka lífsgæði
kvenna í dreifbýlinu. Og allar dreif-
býhskonur geta tekið þátt.“
„Við eram ekki að horfa í ein-
hverjar úreldar skilgreiningar á hug-
tökum. I okkar huga er orðið land-
búnaður, sem dæmi, það að lifa á og
með landinu og allir sem búa á jörð-
um era að því, hvort sem þeir stunda
hefðbundinn búskap eða ekki,“
heldur Asdís Helga áffam. „Megin
þemað í þessu verkefni er að vekja
upp hugmyndir meðal kvenna,
hvemig þær geta aukið tekjur sínar
en hfað samt á landbúnaði, í víðtæk-
asta skilningi þess orðs. Það er ekki
verið að etja hjónum saman, eins og
heyrst hefur, langt ffá því, heldur
verið að benda á tækifærin heima, fá
meira út úr sínu landi. Flestir þeir
kúrsar sem boðið er upp á stefha að
því. Og það er alls ekki asnalegt að
vinna heima. Allir sem talað hefur
verið við, bæði heima og erlendis,
hafa lýst áhuga á þessu verkefhi. Við
eram að ala upp leiðtoga ffamtíðar-
innar, í kvennastétt, með því að
þjálfa lykilkonumar okkar og þess
sést þegar merki.“
„Verkefhið allt saman er svo stór-
fenglegt að við vonum að það fái að
vaxa og dafna, eins og allar líkur era
á, og kannski verður þess getið í
sögubókum þegar ffam líða stundir,"
sögðu þessar hressu stelpur að lok-
um.
Blaðamaður gengur út af þessu
fundi, hugsandi um það að kannski
komist hann líka á spjöld sögunnar
vegna þess að hann átti þátt í að
miðla því sem þessar hugrökku kon-
ur era að fást við og sem vonandi ná
að breyta ríkjandi gildum.
BGK
-----------------------— ^
IÐNGARÐARí BORGARNESI
OI
Oi|||([
1 r
CZZ3[
O! Föcoro
Útlit Austur
\
Útlit Vestur
Til sölu 90m2 einingar í nýju iðnaðarhúsnæði við Sólbakka í Borgarnesi.
Góðar innkeyrsludyr og mikil lofthæð. Möguleiki á milligólfi.
Húsið verður tilbúið í mars 2007.
V.
Nánari upplýsingar gefur Stefán Ólafsson í s. 893 3325
J